Heilsa

Katrín María Þormar og Sigrún Ásgeirsdóttir ráðnar yfirlæknar svæfingadeilda Landspítala

Katrín María Þormar og Sigrún Ásgeirsdóttir hafa verið ráðnar yfirlæknar svæfingadeilda á Landspítala Hringbraut og Landspítala Fossvogi.

Katrín María Þormar lauk læknaprófi frá HÍ 1997, fékk sérfræðileyfi í svæfinga- og gjörgæslulækningum 2005 og lauk framhaldsnámi í gjörgæslulækningum 2008. Katrín starfaði í Kaupmannahöfn að loknu sérnámi, fyrst sem sérfræðilæknir og síðar sem yfirlæknir. Hún hóf störf við Landspítala 2016. Katrín hefur mikla reynslu af stjórnunar-, kennslu- og vísindastörfum bæði hérlendis og erlendis. Hún er formaður Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands og situr í stjórn norræna svæfingalæknafélagsins, SSAI.
Katrín María er á vinstri myndinni.

Sigrún Ásgeirsdóttir lauk læknaprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 2008, fór svo í sérnám í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Sahlgrenska Háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg, og fékk sérfræðileyfi 2017. Sigrún starfaði sem sérfræðingur á Sahlgrenska að loknu sérnámi þar til hún hóf störf á Landspítala 2020. Sigrún hefur mikla reynslu af kennslustörfum og starfaði sem einn af kennslustjórum svæfingadeildarinnar á Sahlgrenska, ásamt því að bera ábyrgð á vaktafyrirkomulagi og vinnuskipulagi deildarinnar. Eftir að Sigrún hóf störf á Landspítala hefur hún einnig starfað sem læknir við þyrlu Landhelgisgæslunnar og verið umsjónarlæknir bæði sjúkraflutninga höfuðborgarsvæðisins og þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.
Sigrún er á hægri á myndinni.

Katrín María verður í byrjun yfirlæknir við Hringbraut og Sigrún yfirlæknir í Fossvogi en þær munu síðan í tímans rás skipta um starfsstöð.

Heilsa

Lionsklúbburinn Fjörgyn tryggir rekstur BUGL bílanna tveggja næstu þrjú árin

Lionklúbburinn Fjörgyn tryggir barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, áframhaldandi rekstur á tveimur bifreiðum sem klúbburinn safnaði fyrir og keypti árin 2015 og 2019. Samkomulag Fjörgynjar um stuðning vid BUGL var undirritaður 1. september 2021.

Lionsklúbburinnn Fjörgyn hefur verið traustur bakhjarl BUGL í mörg ár og stutt starfsemina með fjölmörgum gjöfum af ýmsu tagi, þar á meðal með því að gefa bíla og tryggja bílareksturinn með samstarfsfyrirtækjum sínum.  Fjörgyn hefur nú ákveðið að framhald verði á því næstu þrjú árin með myndarlegri aðstoð frá N1 og Sjóvá. Einnig nýtur Fjörgyn viðskiptakjara hjá BL. hf. varðandi viðhaldsþjónustu.

Meginatriði samningsins eru eftirfarandi:

1. Lionsklúbburinn Fjörgyn sér alfarið um rekstur Dacia Duster og Renault Clio bifreiða BUGL, að undanskyldum þætti N1 og Sjóvár.

2. Sjóvá leggur til ábyrgðar- og kaskótryggingu beggja bifreiðanna út samningstímann.

3. N1 tekur þátt í rekstri bifreiðanna með framlagi sem nemur allt að 390 þúsund krónum fyrir hvert ár sem ætti að tryggja eldsneytnisnotkun og dekkjaþjónustu beggja bifreiðanna út samningstímann.

Lionsklúbburinn Fjörgyn tryggir rekstur BUGL bílanna tveggja næstu þrjú árin

Halda áfram að lesa

Heilsa

Vetrarfærð á fjöllum

Hafa samband

[email protected]

Hikaðu ekki við að senda línu

591-2000

Símatími virka daga 08:30 – 15:00

Suðurlandsbraut 24

108 Reykjavík

Opið virka daga frá 08:30 – 15:00

Halda áfram að lesa

Heilsa

COVID-19 – 24. september: Staðan

Landspítali er á óvissustigi, sem er fyrsta af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Ástæðan er faraldur COVID-19. Skilgreining óvissustigs samkvæmt viðbragðsáætlun Landspítala er eftirfarandi: Viðbúnaður vegna yfirvofandi eða orðins atburðar. Ef dagleg starfsemi ræður við atburðinn, upplýsingar um atburð eru óljósar eða ekki nægar til að virkja áætlun til fulls (grænn litur í gátlistum). 
Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta er virk og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd eftir þörfum.

Staðan kl. 9:00

8 sjúklingar liggja á Landspítala vegna COVID-19, þar af 1 barn. Á bráðalegudeildum spítalans eru 4. Á gjörgæslu er 4 sjúklingar, 2 þeirra í öndunarvél.  

Nú eru 352 sjúklingar, þar af 128 börn, í COVID göngudeild spítalans. Enginn er metinn rauður en 6 gulir og þurfa nánara eftirlit.

Tölur verða næst uppfærðar mánudaginn 27. september.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin