Innlent

Kortavelta erlenda ferðamanna jókst um 24,7% í júlí s.l. [RV]

Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir í dag skýrslu yfir kortanotkun júlí mánaðar s.l. þar kemur m.a. fram að kortavelta erlendra ferðamanna hefur aldrei mælst jafn há frá upphafi mælinga.

Heildar greiðslukortavelta* í júlí sl. nam rúmum 125,1 milljörðum kr. og jókst um 15% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Samkvæmt skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar kemur fram að kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 35,4 milljörðum kr. í júlí sl. og hefur hún ekki mælst hærri að nafnvirði frá upphafi mælinga árið 2012. Veltan jókst um 24,7% á milli mánaða. Að raunvirði hefur veltan einungis mælst hærri í tveimur mánuðum frá upphafi mælinga, í júlí og ágúst árið 2018. Ferðamenn frá Bandaríkjunum voru ábyrgir fyrir 35,4% af allri erlendri kortaveltu hérlendis í júlí sl. Þjóðverjar komu næstir með 7,9% og svo Frakkar með 5,2%.

Heildar kortavelta Íslendinga hérlendis nam tæpum 89,8 milljörðum kr. í júlí sl. og jókst um 4,52% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun nam tæpum 48 milljörðum kr. í júlí sl. sem er 0,85% meira en á sama tíma í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun á netinu nam tæpum 3 milljörðum kr. í júlí sl. og jókst hún um tæp 21,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í þjónustu nam rúmum 41,8 milljarði kr. í júlí sl. og jókst hún um rúm 9% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR HÉR

Almannavarnir

Hættustigi aflýst á Austurlandi og Suðurlandi

Ríkislögreglutjóri í samráði við lögreglustjóra á Austurlandi og Suðurlandi aflýsir hættustigi almannavarna vegna veðurs sem fór yfir umdæmin 24.-26. september.  Engar veðurviðvaranir eru í gildi.

Halda áfram að lesa

Innlent

Vefútsending á morgun vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar og útgáfu Fjármálastöðugleika

27. september 2022

Fjármálastöðugleikanefnd. Frá vinstri eru Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.
Fjármálastöðugleikanefnd. Frá vinstri eru Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar verður birt á vef Seðlabankans kl. 8.30 á morgun 28. september. Ritið Fjármálastöðugleiki verður birt á vefnum kl. 8.35. Klukkan 9.30 hefst vefútsending frá kynningunni vegna yfirlýsingar nefndarinnar. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og kynna efni ritsins Fjármálastöðugleika.

Nánari upplýsingar um fjármálastöðugleika má finna sérstakri síðu, sjá hér.

Hér má finna tengla á útgefin rit, m.a. Fjármálastöðugleika.

Vefútsending verður aðgengileg hér (tengill settur hér von bráðar).

Halda áfram að lesa

Innlent

Styrkur veittur vegna norrænnar ráðstefnu um skýra upplýsingamiðlun stjórnvalda á viðsjárverðum tímum

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að veita 1.500.000 kr. af ráðstöfunarfé sínu til að styðja við framkvæmd ráðstefnu þar sem fjallað verður um samskipti stjórnvalda, stofnana og fyrirtækja við almenning þegar vá, t.a.m. heimsfaraldur eða náttúruhamfarir, steðjar að.

Yfirskrift ráðstefnunnar, sem fer fram dagana 11.-12. maí á næsta ári, er Klarsprog og kommunikation: Informationsformildling for alle i krisetider (ísl. Skýr upplýsingamiðlun stjórnvalda á viðsjárverðum tímum) og er hún hluti af norrænni ráðstefnuröð sem fjallar um mikilvægi skýrs og skiljanlegs málfars, einkum þegar kemur að upplýsingagjöf stjórnvalda til almennings.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast skipulag og framkvæmd ráðstefnunnar sem fer fram rafrænt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur opnunarávarp við upphaf ráðstefnunnar en aðalfyrirlesarar verða Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands, og Gabriella Sandström hjá sænsku lýðheilsustofnunni, Folkhälsomyndigheten. Auk þess verða fluttir 12-15 styttri fyrirlestrar frá fulltrúum allra Norðurlandanna.

Frekari upplýsingar er að finna á sérstöku vefsvæði Stofnunar Árna Magnússonar um viðburðinn.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin