Innlent

Kristján Þór kynnti tillögu að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti í ríkisstjórn í dag landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, Ræktum Ísland! Þetta er í fyrsta sinn sem mótuð er slík heildarstefna fyrir Ísland.

Ræktum Ísland! byggir á þremur lykilbreytum sem munu verða ráðandi í landbúnaði framtíðarinnar: 

 • landnýting
 • loftslagsmál og umhverfisvernd og
 • tækni og nýsköpun

 

Þessar þrjár breytur setja sterkan svip á þau tíu áhersluatriði sem dregin eru fram í stefnu tillögunni en þau eru:  landnýting, landsskipulag og flokkun, fæðuöryggi, líffræðilegur fjölbreytileiki, umhverfisvernd, alþjóðleg markaðsmál, neytendur, fjórða iðnbyltingin, menntun, rannsóknir, þróun, og fjárhagsleg samskipti ríkis og bænda. Þá er í tillögunum kynnt 22 skref sem að mati verkefnisstjórnar er nauðsynlegt að stíga við gerð aðgerðaráætlunar. 

„Landbúnaður er grunnstoð allra samfélaga. Framtíð og sjálfbærni íslensks landbúnaðar ræðst af því að litið sé til þeirra sóknarfæra sem felast í hreinni orku og auðlindum íslenskrar moldar og vatns. Skapa ber bændum svigrúm tilað nýta þessar auðlindir, m.a. með menntun, ráðgjöf, stuðningi, nýsköpun, vöruþróun og aðlögun að kröfum markaðarins,“ segir í stefnunni. 

 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: 

„Eftir þessa umfangsmiklu vinnu og samráð við alla hlutaðeigandi liggur nú í fyrsta skipti fyrir opinber tillaga að íslenskri landbúnaðarstefnu. Ég er sannfærður um að sú tillaga geti orðið grundvöllur að víðtækri sátt um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Þetta sýna meðal annars þær umsagnir sem okkur bárust í samráðsferli og á hinum opnu fundum. Slík samstaða er í mínum huga afskaplega dýrmæt og markar út af fyrir sig tímamót í umræðu um íslenskan landbúnað. Að sama skapi er sú samstaða vitnisburður um að við séum á réttri leið í þessu verkefni sem að mínu mati er stærsta hagsmunamál íslensks landbúnaðar nú um stundir.”

Víðtækt samráð og jákvæð viðbrögð

Þrjú ár eru síðan vinna við mótun stefnunnar hófst í samráði við Bændasamtök Íslands, en hún var samvinnuverkefni stjórnvalda, bænda, neytenda og atvinnulífs undir forystu samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. Í september 2020 skipaði ráðherra verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland sem lagði í maí sl. fram Ræktum Ísland! umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Skjalið var í kjölfarið birt á samráðsgátt stjórnvalda. Ráðherra, ásamt verkefnisstjórn, fór að því loknu í hringferð um landið og hélt tíu opna fundi þar sem hlustað var eftir viðhorfi fólks, hugmyndum og ábendingum um umræðuskjalið. Verkefnisstjórnin vann svo úr niðurstöðum þeirra ábendinga sem bárust. Áætlað er að stefnan verði lögð fyrir Alþingi sem þingsályktunartillaga á næsta þingi.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri skipuðu verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Með henni störfuðu Bryndís Eiríksdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og Sigurgeir Þorgeirsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri.

Hægt er að nálgast stefnuna hér  og hér á vefnum www.landbunadarstefna.is

Innlent

Fitch Ratings staðfestir A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með neikvæðum horfum

Fitch Ratings birti í dag mat á lánshæfi ríkissjóðs. Langtímaeinkunnir eru óbreyttar og standa í A. Horfur eru neikvæðar.

Í fréttatilkynningu Fitch segir að A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs endurspegli m.a. mjög háa landsframleiðslu á mann, góða stjórnarhætti, hátt þróunarstig og góða umgjörð viðskiptalífsins sem eru sambærilegri við lönd með „AAA“ og „AA“ lánshæfiseinkunn. Smæð hagkerfisins og takmörkuð fjölbreytni útflutnings sem eykur áhættu gagnvart ytri áföllum hamla lánshæfiseinkunninni.

Neikvæðar horfur endurspegla óvissu um þróun opinberra fjármála í kjölfar heimsfaraldursins, sem hefur leitt til verulega hærra skuldahlutfalls hins opinbera en fyrir faraldurinn og hættu á að það hækki enn frekar til meðallangs tíma. Þrátt fyrir að óvissa ríki um þróun ríkisfjármála eftir kosningar telur Fitch að breiður pólitískur stuðningur um að snúa við þróun í opinberum fjármálum og mikil skuldalækkun hins opinbera á árunum 2011-18, styðji við trúverðugleika ríkisfjármála til lengri tíma litið.

Aukið traust á því að skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu taki að lækka á ný þegar heimsfaraldurinn tekur að hjaðna og viðvarandi efnahagsbati sem byggist t.d. á því að útflutningsgreinar, sér í lagi ferðaþjónusta, hafi reynst standa af sér áfallið, gætu leitt til hærri lánshæfiseinkunnar.

Vísbendingar um að efnahags- og ríkisfjármálastefnu muni ekki takast að stöðva hækkun í skuldahlutfalli hins opinbera yfir tíma, veikari hagvaxtarhorfur eða verulegt áfall, til dæmis vegna hægari bata í ferðaþjónustu en búist var við, viðvarandi leiðréttingar á fasteignamarkaði og verulegra skaðlegra áhrifa á bankageirann, gætu leitt til lægri lánshæfiseinkunnar.

Halda áfram að lesa

Innlent

Ávarp á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um orkumál

Mr. Secretary General, excellencies, ladies, and gentlemen,

As a Global Champion of this High-level Dialogue, I am incredibly honoured to participate in today´s event.

We all recognize that bold action is needed to driving progress on SDG7 and ensure access to affordable, reliable, sustainable, and modern energy for all.

It is simply unacceptable that close to 760 million people still lack access to electricity and that a third of the world relies on harmful, polluting fuels for cooking.

Our decision to take on a role as a Global Champion was therefore not a difficult one.

In Iceland we also know from our own experience how access to sustinable energy can transform societies and economies.

Indeed, it cannot be overstated that progress on SDG7 is key to drive achievement of all the other SDGs.

We have therefore taken our role as Global Champion seriously, both in our advocacy efforts and in our own Energy Compact.

And today, based on Iceland´s clear vision of a sustainably energy future, I am pleased to share with you some of the highlights of our national energy compact.

Domestically, Iceland aims to:

 • Become independent from use of fossil fuels at the latest by 2050 and carbon neutral by 2040. Renewable energy in transport will be at least 40% by 2030.
 • Take measures to improve energy efficiency and minimize energy waste.
 • Meet all energy needs of the country in a secure manner for the near and distant future.

  Internationally, Iceland aims to:

 • Increase climate-related financing, focusing on the transition to sustainable energy.

 • Support countries in increasing the share of renewable energy and in transitioning to the circular economy through direct multiple use of energy, including for food production.

 • Help advance gender equality in the just transition to sustainable energy, including through technical training.

Iceland also proudly joins the Gender Equality Energy Compact, as well as the 24/7 Carbon-free Energy Compact, and we also hope to see a Geothermal Energy Compact.

Mr. Secretary General,

The world is at a critical juncture.

We should look at today´s High-Level Dialogue on Energy as the beginning of a new chapter – a chapter which will be remembered as the start of renewed global efforts to drive the sustainable energy agenda.

Let me assure you, that Iceland will play its part.

Thank you.

Ávarpið var flutt á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um orkumál 24. september 2021

Halda áfram að lesa

Innlent

Heilbrigðistæknilausnir til að efla þjónustu í heimahúsi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn