Lögreglan

Kynferðisbrot gegn börnum á netinu

Síðast uppfært: 4 Desember 2019 klukkan 21:47

Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisbrot gegn börnum á netinu verður haldin í Háskólanum í Reykjavík á fimmtudag og föstudag. Fjölmargir sérfræðingar verða með erindi á ráðstefnunni, en þeir eiga það allir sameiginlegt að búa yfir sérþekkingu á málaflokknum. Hinir sömu starfa ýmist hjá lögreglunni, ákæruvaldinu eða í fræðasamfélaginu. Að ráðstefnunni standa Norræna ráðherranefndin og Háskólinn í Reykjavík í samstarfi við dómsmálaráðuneytið, embætti ríkissaksóknara, mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á heimasíðu Háskólans í Reykjavík, en skólinn mun jafnframt senda beint út frá ráðstefnunni báða dagana.

Ráðstefnan í Háskólanum í Reykjavík

Halda áfram að lesa

Innlent

Fjárkúgunartilraunir tengdar kynferðislegu myndspjalli

15 Apríl 2021 12:50

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upp á síðkastið fengið tilkynningar um fjárkúgunartilraunir tengdar kynferðislegu myndspjalli á netinu.

Karlmenn hafa fengið skilaboð frá erlendri konu á Instagram og þeir beðnir um að setja upp Google Hangouts spjallforrit til að ræða við konuna. Spjallið verður mjög fljótt kynferðislegt. Þegar líður á spjallið og maðurinn hefur berað sig fyrir myndavélinni er upptaka af honum sýnd í spjallglugganum þar sem konan var áður. Í kjölfarið er maðurinn krafinn um greiðslu, annars verði myndbandið sent á Facebook og Instagram vinalistana.

Þeir sem verða fyrir slíkum hótunum eru hvattir til að greiða ekki: ekkert hefst upp úr því annað en áframhald á kúgunum.

Hægt er að tilkynna um mál sem þessi í netfangið [email protected]

Upplýsingar sem gott er að fylgi tilkynningunni eru m.a. Instagram reikningurinn sem fyrst var haft samband úr, netfangið á Google Hangouts reikningnum og upplýsingar um hvert á að greiða kúgaranum (reikningsnúmer).

Halda áfram að lesa

Innlent

Umfangsmiklar kannabisræktanir

14 Apríl 2021 12:27

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarið stöðvað kannabisræktanir á fjórum stöðum í umdæminu og lagt hald á mikið magn kannabisefna, eða vel á annað hundrað kíló, en það er mat lögreglu að í öllum tilvikunum hafi efnin verið ætluð til sölu og dreifingar. Um var að ræða umfangsmiklar ræktanir í bæði iðnaðar- og íbúðarhúsnæði, m.a. í sérútbúnu rými, og var búnaðurinn eftir því. Nokkrir hafa verið handteknir í þessum aðgerðum lögreglunnar og einn úrskurðaður í gæsluvarðhald, en rannsókn málanna miðar vel. Á einum staðnum var enn fremur lagt hald á tæplega eitt kíló af ætluðu amfetamíni.

Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected]

Halda áfram að lesa

Innlent

Rýmingarskilti til dreifingar í hús á Seyðisfirði

13 Apríl 2021 17:27

Gangskör var gerð að því af hálfu almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra að útbúa rýmingarskilti í kjölfar aurskriðna á Seyðisfirði í lok árs 2020. Skiltið er nú tilbúið og verður borið í öll hús á Seyðisfirði á næstu dögum.  Á skiltinu má finna leiðbeiningar til íbúa um það hvað rétt myndi að hafa meðferðis komi til rýmingar, að hverju skuli hyggja við rýmingu, hver tekur ákvörðun um rýmingu, afléttingu hennar og fleira.

Gert er ráð fyrir að sambærilegum skiltum verði síðar dreift í hús á Eskifirði og í Neskaupstað.

Skiltið má finna hér.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin