Samtök atvinnurekenda á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum leggja áherslu á ábyrga ráðstöfun þess fjár sem varið verður til endurreisnar atvinnulífsins í Evrópu. Þetta er meðal þess sem fram kom í ályktun forseta samtakanna sem samþykkt var á fjarfundi sem fram fór í vikunni.
Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA tóku þátt í fundinum. Gestir fundarins voru Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar ESB, Anna Hallberg viðskiptaráðherra Svíþjóðar og Simon Coveney utanríkisráðherra Írlands.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi öllum kröfum fjögurra fyrrverandi starfsmanna starfsmannaleigu sem starfað höfðu í nokkra daga fyrir Eldum rétt. Dómurinn telur ótvírætt að laun hafi verið í samræmi við kjarasamninga og greidd að fullu, löglegt hafi verið að draga frá launum útgjöld á borð við húsaleigu og flugfargjöld og lýsing Eflingar á aðbúnaði starfsmanna hafi ekki verið í neinu samræmi við staðreyndir málsins.
Efling stéttarfélag hafði upp stór orð í fjölmiðlum og sakaði fyrirtækið Eldum rétt meðal annars um að nýta sér bágindi verkafólks og skipta við starfsmannaleigu sem framkvæmdastjóri Eflingar kallaði ,,einhvers konar mansalshring.“ Þá var teiknuð upp dökk mynd af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV.
Ljóst er að aðför Eflingar að Eldum rétt og tilefnislausar ásakanir hafa valdið fyrirtækinu miklu tjóni og er eðlilegt að fyrirtækið skoði réttarstöðu sína gagnvart Eflingu. Starfsmönnum var gert að greiða sameiginlega fjórar milljónir í málskostnað til stefndu sem undirstrikar það mat héraðsdóms að málshöfðun Eflingar var tilefnislaus.
Á Menntadegi atvinnulífsins fór fram fjölbreytt og skemmtileg dagskrá þar sem valinkunnir stjórnendur úr atvinnulífinu fjölluðu m.a. um topp tíu færniþætti framtíðar eftir viðmiðum Alþjóðaefnahagsstofnunar fyrir árið 2025.
Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF stýrði umræðum um þessa færniþætti undir yfirskriftinni „Strax í dag“. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, Sigrún Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Bláa Lónsins og Ingvi Hrannar Ómarsson,sérfræðingur í skólaþróunarteymi Menntamálaráðuneytisins töluðu hispurslaust um innslög stjórnendanna og um það sem allar menntastofnanir og vinnustaðir geta ráðist í strax í dag:
Topp tíu færniþættir
1. Greiningar- og nýsköpunarhæfni
Gerum betur með
að vinna með gagnasafn
að vinna í fjölbreyttum teymum til að skapa nýjar lausnir
teymiskennslu
2. Virkni í námi og námsaðgerðum
Gerum betur með
að hvetja til sjálfsnáms t.d. netnámskeiða
að kapa námsumhverfi á vinnustað
röð fræðsluerinda
að deila hugmyndum með öðrum
3. Lausnamiðuð nálgun
Gerum betur með
að takast á við raunveruleg viðfangsefni
að vinna í hópum með ólíka styrkleika
4. Gagnrýnin hugsun og greining
Gerum betur með
að þjálfa rökræðu
að æfa ályktunarhæfni
að koma fram og færa rök fyrir máli sínu
5. Sköpun, frumleiki og frumkvæði
Gerum betur með
að vinna með spuna
að vinna með túlkun í fjölbreyttu listformi
að skapa rými fyrir flæði
að vinna með liðsheild
6. Forysta og félagsleg áhrif
Gerum betur með
að úthluta leiðtogahlutverkum
að æfa lýðræðislega þátttöku
að leggja fram tillögur að breytingum og fylgja þeim eftir
7. Tækninotkun, eftirlit og stjórn
Gerum betur með
að æfa sig að gera mistök
að æfa sig í að reka sig á
að æfa kjark og þor gagnvart hinu óþekkta
8. Tæknihönnun og forritun
Gerum betur með því að
að vinna með óvissu – hvað ef?
að æfa rökhugsun
9. Seigla, streituþol og sveigjanleiki
Gerum betur með
að vinna markvisst að langtímaverkefni með endanlegu markmiði
að æfa sjálfsvinnu
10. Rökhugsun, lausn vandamála og hugmyndaauðgi
Gerum betur með
skapandi hugsun og að leysa verkefni með mismunandi útfærslum
að geta fært rök fyrir því hvers vegna valin leið er góð leið
Horfðu á þáttinn í heild sinni hér:
Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins bjóða félagsmönnum sínum upp á fræðslufundi um starfsmannamál og kjarasamninga sem gagnast öllum sem hafa starfsmannamál á sinni könnu. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundarforrit. Félagsmönnum gefst færi á að senda spurningar í gegnum spjallþráð forritsins, en slóðin á fundinn verður send út með tölvupósti þegar nær dregur.
Meðal þess sem verður fjallað um:
Ráðning starfsmanna
Vinnutímaákvæði kjarasamninga
Helstu réttindi og skyldur starfsmanna og vinnuveitanda
Uppsagnir og starfslok
Orlofsréttur
Veikindi og vinnuslys
Lögfræðingar á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins sjá um fræðsluna.
Fundirnir eru aðeins opnir starfsfólki aðildarfyrirtækja SA
Vinsamlegast skráið þátttöku á viðeigandi hnöppum.
Ráðningarstyrkur
Þriðjudagur 24. febrúar kl. 9:00-10:00
Sérfræðingar Vinnumálastofnunar og Samtaka atvinnulífsins fara yfir úrræði stjórnvalda um ráðningarstyrk. Farið verður í gegnum skilyrði úrræðisins og markmið, samspil þess við úrræði stjórnvalda um stuðning launa á uppsagnarfresti og hlutabótaleiðina. Síðast en ekki síst verður farið yfir umsóknarferlið og framkvæmdina.