Stjórnarráðið

Loftslagssjóður úthlutar 165 milljónum króna til 32 verkefna

Loftslagssjóður hefur úthlutað 165 milljónum króna til 32 verkefna í sinni fyrstu úthlutun. Af því tilefni buðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Hildur Knútsdóttir, formaður stjórnar Loftslagssjóðs handhöfum styrkjanna til kaffispjalls í ráðuneytinu í dag.

Hlutverk Loftslagssjóðs er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Að þessu sinni voru 10 nýsköpunarverkefni styrkt og 22 kynningar- og fræðsluverkefni.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra: „Það eru tímamót að nú sé í fyrsta skipti verið að úthluta styrkjum úr Loftslagssjóði til fræðslu og nýsköpunar í loftslagsmálum og það er virkilega gaman að sjá hversu fjölbreytt og flott verkefnin eru. Með þessu leitum við lausna með nýsköpun og gefum hugmyndauðgi og framsýni byr undir báða vængi.

Hildur Knútsdóttir, formaður stjórnar Loftslagssjóðs: „Það var mjög ánægjulegt að sjá hvað komu margar umsóknir. Það er greinilega mikil gerjun í loftslagsmálunum eins og við mátti búast. Umsóknirnar voru mjög fjölbreyttar og það var upplífgandi að sjá hvað margir eru að vinna í lausnum.“

Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr Loftslagssjóði en umsóknarfrestur rann út þann 30. janúar s.l. Alls bárust 203 gildar umsóknir og var heildarupphæð umsókna um 1,3 milljarðar. Sem fyrr segir voru 32 verkefni styrkt í þessari úthlutun eða um 16% umsókna. 

Sjóðurinn heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra og er í umsjón Rannís.

Frétt og listi yfir styrkþega á vef Rannís

Halda áfram að lesa

Innlent

Ungir Íslendingar geti búið og starfað í Bretlandi

Samkomulag er í höfn milli Íslands og Bretlands sem gerir ungu fólki frá Íslandi, á aldrinum 18 til 30 ára, mögulegt að búa og starfa í Bretlandi í allt að tvö ár. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, undirrituðu samkomulagið í dag en það gerir ungum Bretum að sama skapi mögulegt að búa og starfa á Íslandi. 

Viðræður um framtíðarsamband Íslands og Bretlands hafa verið afar umfangsmiklar. Í byrjun júlí undirritaði ráðherra nýjan fríverslunarsamning við Bretland og þá hefur einnig verið skrifað undir samkomulag við bresk stjórnvöld um samstarf á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar og geimvísinda

Guðlaugur Þór fagnar samkomulaginu sem hann segir afar mikilvægt. „Við höfum frá upphafi lagt áherslu á að tryggja tækifæri ungs fólks til þess að búa, starfa og mennta sig í Bretlandi, sem sést meðal annars í þeirri staðreynd að Ísland er fyrsta ríkið á öllu Evrópska efnahagssvæðinu til að gera samning við Bretland um vinnudvöl ungs fólks frá því landið gekk úr Evrópusambandinu. Ég er sannfærður um að sterk tengsl ríkjanna muni styrkjast enn frekar með þessum samningi,“ segir Guðlaugur Þór. 

Eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu þurfa allir sem vilja flytja til Bretlands að sækja um dvalarleyfi og uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi Bretlands, en nýja samkomulagið mun auðvelda ungu fólki frá Íslandi ferlið til muna. 

Áætlað er að nýja fyrirkomulagið taki gildi í byrjun árs 2022 að undangengnum nauðsynlegum lagabreytingum. 

Halda áfram að lesa

Innlent

Ríkisstjórnin styrkir Norræna félagið á Íslandi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita Norræna félaginu á Íslandi 5 milljóna króna styrk í tilefni 100 ára afmælis félagsins á næsta ári.

Félagið hyggst setja á laggirnar tímabundinn afmælissjóð sem nýttur verður til að fjármagna viðburði og ýmis verkefni á afmælisárinu sem verður helgað norrænni menningu, vitund og norrænu samstarfi.

Markmið Norræna félagsins á Íslandi sem var stofnað 29. september 1922 er að efla samstarf og vináttutengsl Íslendinga og annarra Norðurlandabúa en félagið starfar í 30 deildum um allt land.

Halda áfram að lesa

Innlent

Reglugerð um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna COVID-19 tekur breytingum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn