Heilsa

Lundey í Kollafirði friðlýst

08. júní.2021 | 18:00

Lundey í Kollafirði friðlýst

Í dag, þann 8. júní 2021, staðfesti Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra friðlýsingu Lundeyjar í Kollafirði sem friðlands.

Friðlýsingin miðar að því að stuðla að vernd líffræðilegrar fjölbreytni með því að vernda mikilvægt fuglasvæði í nágrenni Reykjavíkur auk sérstæðs gróðurlendis. Í Lundey er mikilvægt varpsvæði sjófugla sem skráðir eru á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands, m.a. lunda, ritu, teistu og æðarfugls. Friðlýsingin miðar einnig að því að vernda lífríki í fjöru og á grunnsævi og lífríki á hafsbotni og hafsbotninn sjálfan.

Lundey er í innanverðum Kollafirði milli Geldinganess og Brimness á Kjalarnesi. Eyjan er um 400 metra löng og 150 metra breið þar sem hún er breiðust.

Friðlandið er 1,74 km2 að stærð.

Tillaga að friðlýsingunni var unnin af samstarfshóp sem í áttu sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, Ríkiseigna, Reykjavíkurborgar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

Tenglar:

Nánari upplýsingar um friðlandið má finna hér.

Heilsa

Aðgengi, gestir og heimsóknir á Landspítala frá 1. júlí 2021

Í samræmi við almennar tilslakanir vegna farsóttar COVID-19 taka reglur um gesti og heimsóknir á Landspítala nokkrum breytingum 1. júlí 2021.

1. Gestir eru beðnir að gera grein fyrir sér við innganga hjá öryggisvörðum.

2. Fólk sem hefur einhver einkenni smitandi sjúkdóma er beðið að fresta heimsóknum þar til einkennin eru gengin yfir.

3. Gestir eru velkomnir til sjúklinga á Landspítala á auglýstum heimsóknartímum.

4. Gert er ráð fyrir tveimur gestum að hámarki hjá hverjum sjúklingi.

5. Grímuskylda gildir áfram á Landspítala.

Heimsóknartímar á Landspítala

Halda áfram að lesa

Heilsa

Útgáfa á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf.

24. júní.2021 | 13:30

Útgáfa á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf.

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf., Reykjanesbæ. Um er að ræða landeldi þar sem breytingin fól í sér að bæta við tegundinni gullinrafa í eldið.

Tillaga að breytingu á starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 21. maí 2021 til og með 21. júní 2021 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engin athugasemd barst stofnuninni vegna tillögunnar á auglýsingatíma.

Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl

Halda áfram að lesa

Heilsa

Gefðu fimmu til stuðnings Rjóðri

Fjársöfnunin „Gefðu fimmu“ sem stendur yfir er til stuðnings Rjóðri, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili í Kópavogi sem rekið er af kvenna- og barnaþjónustu Landspítala.

Jón Gunnar Geirdal og fleiri standa fyrir þessari söfnun en hann hefur allt frá árinu 2005 verið óþreytandi í því að fá fólk og fyrirtæki til að létta undir með Rjóðri.

Ætlunin er að að nýta söfnunarféð til þess að bæta við annarri aðstöðu til endurhæfingar og skynörvunar í Rjóðri.  Þar er fyrir skynörvunar- og slökunarherbergi sem nýtur mikilla vinsælda. Einnig er þörf á að laga útisvæðið sem er fyrir aftan húsið niður við Kópavoginn og setja hugsanlega upp ný tæki til að bæta aðstöðuna fyrir börnin.

Gefdufimmu.is

Vefur Rjóðurs

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin