Landsspítali

Lyflækningar á Landspítala – Beint af föstudagsfundi lyflækninga 29. maí

Vikulegum fræðslufundi lyflækninga á Landspítala á föstudögum verður að þessu sinni fjarvarpað frá Blásölum á Landspítala Fossvogi.

Efni fundarins: Lyflækningar á Landspítala – helstu áskoranir og framtíðarsýn

Tíma- og staðsetning: Blásalir í Fossvogi, föstudagur 29. maí 2020, kl. 8:05

Flytjandi: Runólfur Pálsson nýrnalæknir, forstöðumaður lyflækninga Landspítala

Fundarstjóri: Helga Ágústa Sigurjónsdóttir innkirtlalæknir

Hlekkur á fundinnhttps://landspitali.webex.com/landspitali/j.php?MTID=mfddd2a0b05f84384cded1cb4ba569bcf

Athuga að gestir verða beðnir um lykilorð: tHm7jeXJ6p3

Það er mjög mikilvægt að gestir hafi slökkt á hljóðnemum meðan á fundi stendur. Undir lokin verður gefið færi á spurningum en í lagi er að kveikja á hljóðnemum ef viðkomandi vill bera upp spurningar. 

Mælt er með vöfrunum Chrome, Firefox eða Safari, ekki er mælt með Internet Explorer.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Forstjórapistill: Jarðskjálftar, annríkið á bráðamóttökunni og Bráðadagurinn í beinni útsendingu

Kæra samstarfsfólk!

Jarðhræringar síðustu daga hafa ekki farið fram hjá neinum. Á Landspítalanum fundum við rækilega fyrir jarðskjálftum fyrsta daginn í þessari hrinu en skemmdir urðu blessunarlega minni háttar. Segja má að þar hafi byggingar og kerfin okkar staðist álagspróf. Viðbragðsstjórn spítalans kom saman og yfirfór helstu viðbragðsáætlanir og mikilvægt er að allir starfsmenn séu áfram vakandi fyrir hættum, sérstaklega í umhverfi sjúklinganna. Við fylgjumst áfram náið með framvindu mála enda atburðirnir enn í fullum gangi.

Enn erum við í þeirri stöðu á spítalanum að mikið álag er hjá okkur og er birtingarmynd þess almenningi einna helst sýnilegt í annríki bráðamóttöku. Þar er mjög mikið að gera en það sama gildir um legudeildir spítalans þar sem mikið er um yfirlagnir. Ástæðan fyrir þessu er sem fyrr einkum sú að einstaklingar sem lokið hafa meðferð komast ekki frá okkur þar sem þjónustu við þá skortir utan spítalans. Svo háttar nú um tæplega hundrað einstaklinga hjá okkur en af þeim eru um helmingur í biðrýmum en aðrir á legudeildum spítalans. Þetta hefur auðvitað áhrif á starfsemi spítalans en mikilvægast er þó að þessir einstaklingar fái viðeigandi þjónustu. Er stöðugt unnið að því af hálfu heilbrigðisyfirvalda og heilbrigðisstofnana að laga kerfið og þjónustuna að breyttum þörfum. Okkar markmið er að veita öllum eins góða þjónustu og mögulegt er en þetta eru sannarlega krefjandi aðstæður fyrir sjúklinga og starfsfólk.

Bráðadagurinn er í dag! Þetta er mikill hátíðisdagur hjá okkur á spítalanum en auðvitað sér í lagi hjá kempunum okkar í bráðaþjónustunni. Nú ber þó aldeilis vel í veiði fyrir alla áhugasama því að þessi árlega metnaðarfulla dagskrá verður nú öllum opin í beinni útsendingu á Facebook-síðu Landspítala kl. 13-17. Þema ráðstefnunnar er samskipti og samvinna og verða kynntar spennandi rannsóknir og verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við bráðaþjónustu í landinu. Þetta er sannkölluð uppskeruhátíð og verða flutt bæði vísindaleg ávörp og innlegg af öðrum toga og eru framsögumenn bæði innlendir og erlendir. Þetta er auðvitað hluti af símenntun starfsfólks og ánægjulegt að sem flestir geti tekið þátt í þessari rafrænu ráðstefnu. Þess má geta að ráðstefnan verður aðgengileg í upptöku á samfélagsmiðlum spítalans að útsendingu lokinni.

Góða helgi!

Páll Matthíasson

Halda áfram að lesa

Heilsa

Bein útsending frá Bráðadeginum 5. mars frá kl. 13:00

Halda áfram að lesa

Heilsa

Frá farsóttanefnd 4. mars 2021

Frá farsóttanefnd:

Landspítali er á óvissustigi.

Á Landspítala eru nú:

Enginn sjúklingur er inniliggjandi með virkt Covid-19 smit en 7 sem hafa lokið einangrun
– Enginn er á gjörgæslu
18 andlát hafa orðið á Landspítala í 3. bylgju
11 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 1 barn

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin