Innlent

Mælt fyrir breytingum á rammaáætlun og þingsályktunartillögu um staðsetningu vindorkuvera

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti á Alþingi í vikunni fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um rammaáætlun og tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands.

Frumvarpið um breytingar á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun) snýr að málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku. Verði það að lögum mun vindorkan fá nokkuð aðra málsmeðferð og meðhöndlun innan rammaáætlunar en hinir hefðbundnu virkjunarkostir, vatnsorka og jarðvarmi.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að skoðun og mat verkefnisstjórnar rammaáætlunar á virkjunarkostum í vindorku taki mið af því séreðli vindorkunnar að hún er hvorki takmarkaður né staðbundinn orkukostur og því hægt að hagnýta vindorkuna víða um land.

Í frumvarpinu og tillögu til þingsályktunar er byggt á því að landsvæðum verði skipt í þrjá flokka; í fyrsta flokk falli landsvæði þar sem vindorkunýting er ekki heimiluð, í annan flokk falli svæði sem geta verið viðkvæm til hagnýtingar vindorku og mælt er fyrir um að sæti sérstakri skoðun og mati verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Í þriðja flokk falli öll önnur landssvæði og liggur ákvörðunarvald varðandi virkjanir á þeim svæðum hjá viðkomandi sveitarfélagi á grundvelli almennra laga og reglna.

Samkvæmt frumvarpinu er tillaga til þingsályktunar meginverkfærið við mat verkefnisstjórnar rammaáætlunar á einstökum virkjunarkostum. Í henni kemur fram skýr opinber stefnumörkun um staðsetningu slíkra mannvirkja út frá tilgreindum flokkum lands, auk þess sem mælt er fyrir um þær meginreglur, viðmið og áhrifaþætti sem byggja skal mat verkefnisstjórnar á þegar virkjunarkostir eru teknir til skoðunar.

Verði frumvarp þetta að lögum og þingsályktunartillaga því fylgjandi samþykkt, er gert ráð fyrir að ferli vegna skoðunar og mats á virkjunarkostum í vindorku verði einfaldara og skjótara en það er í dag, enda verði byggt á skýrri opinberri stefnumörkun um staðsetningu slíkrar starfsemi. Jafnframt verður vernd svæða, sem talin eru verðmætust út frá náttúrufari, tryggð.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku)

Tillaga til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands

Almannavarnir

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings.

Almenningur er hvattur til að sýna aðgát með opinn eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Það þarf ekki mikinn neista til þess að af verði stórt bál.

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr hættu af gróðureldum https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/ og einnig inn á https://www.grodureldar.is/

Halda áfram að lesa

Alþingi

Forsætisnefnd afgreiðir erindi um siðareglumál

12.5.2021

Forsætisnefnd afgreiddi á fundi sínum 10. maí erindi sem henni barst 18. apríl sl. frá Birni Leví Gunnarssyni alþingismanni þar sem hann óskaði álits forsætisnefndar á því hvort ummæli hans í grein í Morgunblaðinu 3. apríl sl. stæðist siðareglur alþingismanna. Niðurstaða forsætisnefndar er birt í meðfylgjandi bréfi til Björn Levís Gunnarssonar

Var niðurstaðan sú að skilyrði brysti til þess að nefndin tæki erindið til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.

Halda áfram að lesa

Innlent

Landlæknir spurður út í bólusetningar vegna COVID-19

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir að landlæknir veiti upplýsingar um hvernig staðið hefur verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna COVID-19 bólusetningar. Einkum með tilliti til þeirra sem, af heilsufarslegum ástæðum, telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin