Alþingi

Málverk af Guðbjarti Hannessyni í Alþingishúsinu

14.9.2021

Málverk af Guðbjarti Hannessyni, fyrrverandi forseta Alþingis, var afhjúpað í Skála Alþingishússins í dag að viðstöddum forseta Alþingis, fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki Guðbjarts úr Samfylkingunni, og fleiri gestum.

Stephen Lárus Stephen listmálari málaði myndina og verður henni komið fyrir í efrideildarsal.

Guðbjartur Hannesson var forseti Alþingis árið 2009.

Guðbjartur var alþingismaður Norðvesturkjördæmis frá árinu 2007 þar til hann lést, 23. október 2015. Hann var þingmaður fyrir Samfylkinguna og var félags- og tryggingamálaráðherra og heilbrigðisráðherra 2010 og velferðarráðherra 2011–2013.

Afhjupun-portrettmalverks-af-GH_1Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, ásamt Sigrúnu Ásmundsdóttur, ekkju Guðbjarts, við afhjúpun málverksins af Guðbjarti Hannessyni.

Afhjupun-portrettmalverks-af-GH_2Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, flutti ávarp fyrir hönd flokkssystkina.

Afhjupun-portrettmalverks-af-GH_3

Sigrún Ásmundsdóttir og dæturnar Hanna María og Birna Guðbjartsdætur.

Afhjupun-portrettmalverks-af-GH_4

Sigrún Ásmundsdóttir ásamt Stephen Lárus Stephen listmálara, höfundi portrettsins.

Alþingi

Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 22. september

22.9.2021

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfunda miðvikudaginn 22. september 2021:

Skjölin eru aðgengileg á vef þingsins.


Halda áfram að lesa

Alþingi

Auður Hauksdóttir hlýtur verðlaun Jóns Sigurðssonar 2021

17.9.2021

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2021 voru afhent í Jónshúsi 11. september þegar haldið var upp á 50 ára afmæli menningar- og félagsstarfs í Jónshúsi. Verðlaunin hlaut að þessu sinni Auður Hauksdóttir, prófessors emerita. Að mati forsætisnefndar Alþingis hefur Auður með störfum sínum lagt af mörkum ríkulegan skerf til skilnings á mikilvægi dönskukennslu í íslenska skólakerfinu og þeirri þýðingu sem hún hefur sem samskiptamál fyrir Íslendinga við aðrar norrænar þjóðir. Með þessu hefur hún styrkt bönd Íslands við norrænar frændþjóðir og fyrir það hlaut hún Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2021.

Verðlaunin hafa áður hlotið:

 • 2020: Böðvar Guðmundsson, rithöfundur. ljóðskáld, leikskáld og fv. kennari
 • 2019: Vibeke Nørgaard Nielsen, rithöfundur og fv. kennari
 • 2018: Tryggvi Ólafsson, myndlistarmaður
 • 2017: Annette Lassen, rannsóknardósent
 • 2016: Dansk-Islandsk samfund
 • 2015: Sigríður Eyþórsdóttir, tónlistarmaður og kórstjóri
 • 2013: Erling Blöndal Bengtsson, sellóleikari
 • 2012: Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus
 • 2011: Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands
 • 2010: Søren Langvad, byggingarverkfræðingur og forstjóri
 • 2009: Erik Skyum-Nielsen, bókmenntafræðingur og þýðandi
 • 2008: Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur

Alþingi veitir Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta í minningu starfa hans í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þau verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála.

JS-5F.v. Helga Hauksdóttir sendiherra, Auður Hauksdóttir verðlaunahafi og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Hálfrar aldar afmæli félagsstarfs í Jónshúsi

11.9.2021

Þann 12. september 2020 voru 50 ár frá upphafi félags- og menningarstarfs Íslendinga í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Vegna kringumstæðna í heimsfaraldri var ekki unnt að fagna þessum tímamótum fyrr en nú, tæpu ári síðar, laugardaginn 11. september 2021.

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flutti hátíðarræðu í tilefni tímamótanna og Guðrún Þorsteinsdóttir talaði af hálfu notenda Jónshúss. Þá afhenti þingforseti Verðlaun Jóns Sigurðssonar fyrir árið 2021, en að þessu sinni féllu þau í hlut Auðar Hauksdóttur, prófessors emeritus. Auður hefur verið mikilvirk í rannsóknum á danskri menningu og danskri tungu sem erlendu máli og hefur lagt af mörkum ríkulegan skerf til skilnings á mikilvægi dönskukennslu í íslenska skólakerfinu og þeirri þýðingu sem danska hefur sem samskiptamál fyrir Íslendinga við aðrar norrænar þjóðir.

Sett hafa verið upp veggspjöld í Jónshúsi í tilefni afmælisins sem veita innsýn í sögu hússins og starfsemina þar á umliðnum fimmtíu árum, auk ljósmynda og fréttamynda sem birst hafa af Jónshúsi í dagblöðum. Þá má finna má fjölþættan sögulegan fróðleik á afmælisvef Jónshúss. Gestum var boðið upp á grillaðar pylsur og drykki og flutt voru tónlistaratriði af Íslendingum búsettum á Hafnarslóð.

Hús Jóns Sigurðssonar, Jónshús, er við Øster Voldgade númer 12 og hefur verið í eigu Alþingis frá árinu 1966, þegar Carl Sæmundsen stórkaupmaður og Johanne kona hans gáfu það Alþingi Íslendinga í minningu Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Carl Sæmundsen var borinn og barnfæddur á Íslandi þó að hann byggi og starfaði mestan hluta ævi sinnar í Kaupmannahöfn. Jónshús var formlega tekið í notkun 12. september 1970 sem félags- og menningarmiðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn og hefur þar síðan verið aðstaða fyrir fjölbreytt félagsstarf. Á 3. hæð Jónshúss er sýning helguð minningu Jóns og Ingibjargar, þar sem áður var heimili þeirra hjóna. Jafnframt eru í húsinu tvær íbúðir fræðimanna í Kaupmannahöfn.

JS-1

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flytur ræðu sína.

JS-5

F.v. Helga Hauksdóttir sendirherra, Auður Hauksdóttir verðlaunahafi og Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.

JS-4

Guðrún Þrastardóttir fulltrúi notenda Jónshúss.

JS-3Flutt voru sönglög.

JS-2-2Hátíðargestir.

 

 

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin