Félag atvinnurekenda

Margar leiðir til að fyrirbyggja vandræði vegna CE-merkinga

24. nóvember 2021

Íslensk innflutningsfyrirtæki sem flytja inn vörur frá Kína geta leitað til jafnt íslenskra og kínverskra stofnana til að fyrirbyggja vandræði vegna ófullnægjandi CE-merkinga á vörunum. Betra er að fyrirbyggja vandræði og deilur vegna ófullnægjandi merkinga en að reyna að leysa úr málum eftir að slíkt kemur upp. Þetta var á meðal þess sem fram kom á vefnámskeiðinu „CE marking of products from China – how to get it right“ sem FA, Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og sendiráð Kína á Íslandi efndu til í morgun. Upptöku af námskeiðinu má sjá í spilaranum hér að neðan.

Á hverju ári lenda stór og smá innflutningsfyrirtæki í vandræðum og tjóni vegna ófullnægjandi CE-merkinga á vörum sem fluttar eru inn frá Kína. Séu merkingarnar og skjöl, sem að baki þeim liggja, ekki í lagi er vörunum ekki hleypt inn á íslenska markaðinn. Ýmis dæmi eru um að loforð um réttar CE-merkingar standist ekki og innflytjendur lenda oft í vandræðum með að skila vörunum eða fá þær endurgreiddar, eins og Guðný Hjaltadóttir lögfræðingur FA fór yfir á fundinum.

Hægt að leita til Vinnueftirlitsins fyrir innflutning
Ágúst Ágústsson, sérfræðingur á öryggis- og tæknisviði Vinnueftirlitsins, fór yfir þau atriði sem þarf að aðgæta að séu í lagi varðandi CE-merkingar áður en ráðist er í innflutning á vörum frá Kína. Hægt er að nálgast glærur Ágústs neðst á síðunni. Í máli Ágústs kom fram að ýmis dæmi væru um að innflytjendur leituðu til Vinnueftirlitsins áður en þeir flytja inn vörur og fengju sérfræðinga stofnunarinnar til að fara yfir merkingar og skjöl á borð við samræmisyfirlýsingar. Þannig er hægt að fyrirbyggja að lenda í tjóni vegna þess að vörum með röngum eða ófullnægjandi merkingar sé ekki hleypt inn á markaðinn.

ÍKV getur aðstoðað félagsmenn við að komast í samband við sáttamiðlunarmiðstöð
Wang Fang, aðstoðarframkvæmdastjóri Sáttamiðlunarmiðstöðvar Alþjóðaviðskiptaráðs Kína (CCPIT), greindi frá starfi sáttamiðlunarmiðstöðvarinnar, en hún hefur mikla reynslu af að miðla málum á milli kínverskra framleiðenda og viðskiptavina þeirra í öðrum ríkjum. Wang fór yfir ferlið við sáttamiðlun á milli fyrirtækja, en tók skýrt fram að bezt væri að fyrirtæki reyndu að fyrirbyggja vandræði og deilur með því að leita til sáttamiðlunarmiðstöðvarinnar áður en látið væri verða af viðskiptum og innflutningi. Þannig gæti miðstöðin, eða einhver 59 undirmiðstöðvum hennar í Kína, aðstoðað fyrirtæki við að athuga trúverðugleika kínverska framleiðandans. Að sögn Wang getur miðstöðin jafnframt yfirfarið samninga milli innflytjenda og kínverskra birgja þeirra og gengið úr skugga um að í þeim séu fullnægjandi ákvæði um lausn deilna, komi þær upp.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA og ÍKV, vakti athygli á því að ÍKV hefði samstarfssamning við CCPIT og gæti aðstoðað félagsmenn við að komast í samband við sáttamiðlunarmiðstöðina.

Glærur Ágústs

Félag atvinnurekenda

Léttvínsflaskan væri 37% ódýrari með dönskum sköttum

6. desember 2021

Smellið á myndina til að stækka hana.

Áfengisgjald hækkar um 2,5% samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022. Ekkert virðist ógna Evrópumeti Íslands í áfengissköttum, samkvæmt nýjum samanburði á skattlagningu áfengis í ríkjum álfunnar, þótt áfengisframleiðendur víða erlendis hafi kvartað undan hækkunum á áfengisgjöldum.

Á myndinni hér til hliðar má sjá hversu stóran hluta ríkisvaldið tekur til sín af útsöluverði nokkurra flokka áfengra drykkja, miðað við tilteknar forsendur um áfengismagn og stærð umbúða. Til ríkisins rennur áfengisgjaldið, virðisaukaskattur, skilagjald og álagning Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Mest fær ríkið í sinn hlut af verði vodkaflösku, eða 93,6%, þá af verði bjórflösku (81,6%) en heldur minna af léttvínsflösku (62,6%), og léttvínskassa (72,2%).

Áfengisgjöld eru margfalt Evrópumeðaltalið
Eins og áður sagði eru áfengisgjöld á Íslandi þau langhæstu í Evrópu. Evrópusamtök áfengisframleiðenda, Spirits Europe, safna reglulega gögnum um skattlagningu áfengis í Evrópuríkjum. Samkvæmt nýjasta samanburðinum, sem er frá því í október, eru áfengisgjöld á sterkt áfengi á Íslandi 387% yfir meðaltali allra Evrópuríkjanna 36 í samanburðinum. Ef horft er á léttvín eru gjöldin 584% yfir Evrópumeðaltalinu (hátt í sjöföld skattlagning). Talan fyrir styrkt vín (t.d. púrtvín og sérrí) er 621% og fyrir bjór 345%.

Á myndinni hér að ofan hefur ríkjum í Austur-Evrópu, sem eru með lægstu áfengisskatta álfunnar, verið sleppt og þess í stað valin ríki í Norður- og Vestur-Evrópu, sem Ísland ber sig fremur saman við í ýmsu tilliti. Það breytir ekki myndinni að ráði; Ísland er með langhæstu áfengisskattana og ekkert ríki kemst með tærnar þar sem Ísland hefur hælana nema Noregur hvað skattlagningu á bjór varðar.

Smelltu á myndina til að stækka hana

Ísland leggur 11% virðisaukaskatt á áfengi eins og aðrar drykkjarvörur, en flest Evrópuríki leggja hærri virðisaukaskatt á áfenga drykki, allt að 25% í tilviki norrænu ríkjanna. Til að fá sanngjarnan samanburð var farin sú leið að reikna út hvað áfengir drykkir myndu kosta á Íslandi, ef þeir væru skattlagðir með sama hætti og í samanburðarríkjunum í Norður- og Vestur-Evrópu. Skoðað var sérstaklega hvernig dæmið liti út gagnvart skandinavísku ríkjunum, Noregi, Svíþjóð og Danmörku.

Við þennan útreikning voru gefnar þær forsendur að smásöluálagning sé sú sama og í ÁTVR, að skilagjald sé í öllum tilvikum eins og á Íslandi og að heildsali eða framleiðandi áfengisins fái sömu krónutölu í sinn hlut og í útreikningnum á áfengisgjöldum á Íslandi hér að ofan. Að þessum forsendum gefnum er ekki víst að út úr dæminu komi raunverulegt verð viðkomandi vöru í öðru landi, enda geta markaðsaðstæður verið mjög ólíkar á milli landa, heldur er skoðað hvernig það hefði áhrif á verð hér á landi að beita sömu sköttum og í samanburðarlöndunum. Munurinn á raunverulegu útsöluverði á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum er líklega meiri en fram kemur í dæmunum hér að neðan, enda kemur fram í nýlegum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, að áfengi sé 139% dýrara hér á landi en í Evrópusambandsríkjunum að meðaltali. Í þessum útreikningum er hlutur framleiðanda eða heildsala hlutfallslega minni á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum, þrátt fyrir að flutningskostnaður sé oftast hærri.

Smelltu á myndina til að stækka hana

Vodkinn væri 39% ódýrari með sænskum skatti
Niðurstöðurnar úr útreikningi FA má sjá á myndunum hér til hliðar. Úr þeim má lesa ýmislegt áhugavert. Eina dæmið sem finnst um að vara hér á landi yrði dýrari ef hún væri skattlögð eins og í öðrum Evrópuríkjum, er um bjór með norskum sköttum – hann yrði 41 krónu dýrari, enda áfengisgjald nánast það sama í löndunum og virðisaukaskattur hærri í Noregi. Norsk skattlagning á léttvíni og sterku áfengi slagar upp í þá íslensku.

Í öllum öðrum tilvikum yrðu vörurnar mun ódýrari ef þær væru skattlagðar í takt við það sem gerist í löndunum sem Ísland ber sig helst saman við. Svo dæmi sé tekið yrði léttvínsflaska, sem kostar tæplega 2.100 krónur í Vínbúðinni, rúmlega 37% ódýrari með dönskum sköttum og myndi kosta 1.318 krónur. Bjórflaska, sem kostar 369 krónur á Íslandi, myndi kosta 262 krónur með dönskum sköttum (29% minna), eða 310 krónur með sænskum sköttum (19% minna).

Bitnar á kjörum neytenda, innlendri framleiðslu og ferðaþjónustu
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þessi samanburður sýni vel út í hvílíkar öfgar skattlagning á áfengi sé komin á Íslandi. „Ekkert Evrópuríki, ekki einu sinni Noregur, leggur jafnfáránlega skatta á áfenga drykki og Ísland. Þrátt fyrir að heims- og Evrópumetin falli ár eftir ár halda áfengisskattar áfram að hækka í hverju fjárlagafrumvarpinu á fætur öðru. Það hlýtur einhvers staðar að verða að segja stopp,“ segir Ólafur.

Smelltu á myndina til að stækka hana

Hann bendir á að hinir háu skattar komi illa niður á innlendri áfengisframleiðslu, sem sé hratt vaxandi atvinnugrein. „Það má til dæmis benda á að áfengisgjald á bjór, sem er framleiddur af fjölda íslenskra fyrirtækja, er talsvert hærra en á léttvíni sem ekkert íslenskt fyrirtæki framleiðir. Skattur á sterkt áfengi er svo sérkapítuli og algjörlega út úr korti í samanburði við öll nágrannalönd,“ segir Ólafur.

Þá líður ferðaþjónustan fyrir háa áfengisskatta. „Hóflegri skattlagning áfengis myndi gera íslenska ferðaþjónustu mun samkeppnishæfari. Svo fást aldrei svör frá stjórnmálamönnum við spurningunni um það hvað hinn íslenski neytandi hafi gert til að verðskulda að borga hátt í tvöfalt meira fyrir borðvínið sitt en neytendur í öðrum Norður- og Vestur-Evrópuríkjum að meðaltali,“ segir Ólafur.

Halda áfram að lesa

Félag atvinnurekenda

Léttvínsflaskan væri 63% ódýrari með sænskum sköttum

6. desember 2021

Smellið á myndina til að stækka hana.

Áfengisgjald hækkar um 2,5% samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022. Ekkert virðist ógna Evrópumeti Íslands í áfengissköttum, samkvæmt nýjum samanburði á skattlagningu áfengis í ríkjum álfunnar, þótt áfengisframleiðendur víða erlendis hafi kvartað undan hækkunum á áfengisgjöldum.

Á myndinni hér til hliðar má sjá hversu stóran hluta ríkisvaldið tekur til sín af útsöluverði nokkurra flokka áfengra drykkja, miðað við tilteknar forsendur um áfengismagn og stærð umbúða. Til ríkisins rennur áfengisgjaldið, virðisaukaskattur, skilagjald og álagning Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Mest fær ríkið í sinn hlut af verði vodkaflösku, eða 93,6%, þá af verði bjórflösku (81,6%) en heldur minna af léttvínsflösku (62,6%), og léttvínskassa (72,2%).

Áfengisgjöld eru margfalt Evrópumeðaltalið
Eins og áður sagði eru áfengisgjöld á Íslandi þau langhæstu í Evrópu. Evrópusamtök áfengisframleiðenda, Spirits Europe, safna reglulega gögnum um skattlagningu áfengis í Evrópuríkjum. Samkvæmt nýjasta samanburðinum, sem er frá því í október, eru áfengisgjöld á sterkt áfengi á Íslandi 387% yfir meðaltali allra Evrópuríkjanna 36 í samanburðinum. Ef horft er á léttvín eru gjöldin 584% yfir Evrópumeðaltalinu (hátt í sjöföld skattlagning). Talan fyrir styrkt vín (t.d. púrtvín og sérrí) er 621% og fyrir bjór 345%.

Á myndinni hér að neðan hefur ríkjum í Austur-Evrópu, sem eru með lægstu áfengisskatta álfunnar, verið sleppt og þess í stað valin ríki í Norður- og Vestur-Evrópu, sem Ísland ber sig fremur saman við í ýmsu tilliti. Það breytir ekki myndinni að ráði; Ísland er með langhæstu áfengisskattana og ekkert ríki kemst með tærnar þar sem Ísland hefur hælana nema Noregur hvað skattlagningu á bjór varðar.

Ísland leggur 11% virðisaukaskatt á áfengi eins og aðrar drykkjarvörur, en flest Evrópuríki leggja hærri virðisaukaskatt á áfenga drykki, allt að 25% í tilviki norrænu ríkjanna. Til að fá sanngjarnan samanburð var farin sú leið að reikna út hvað áfengir drykkir myndu kosta á Íslandi, ef þeir væru skattlagðir með sama hætti og í samanburðarríkjunum í Norður- og Vestur-Evrópu. Skoðað var sérstaklega hvernig dæmið liti út gagnvart skandinavísku ríkjunum, Noregi, Svíþjóð og Danmörku.

Við þennan útreikning voru gefnar þær forsendur að smásöluálagning sé sú sama og í ÁTVR, að skilagjald sé í öllum tilvikum eins og á Íslandi og að heildsali eða framleiðandi áfengisins fái jafnmikið í sinn hlut og í útreikningnum á áfengisgjöldum á Íslandi hér að ofan. Að þessum forsendum gefnum er ekki víst að út úr dæminu komi raunverulegt verð viðkomandi vöru í öðru landi, heldur er skoðað hvernig það hefði áhrif á verð hér á landi að beita sömu sköttum og í samanburðarlöndunum.

Púrtvínið myndi lækka um helming með norskum skatti
Niðurstöðurnar má sjá í töflunum hér að neðan. Úr þeim má lesa ýmislegt áhugavert. Eina dæmið sem finnst um að vara hér á landi yrði dýrari ef hún væri skattlögð eins og í öðrum Evrópuríkjum, er um bjór með norskum sköttum – hann yrði 35 krónum dýrari, enda áfengisgjald nánast það sama og virðisaukaskattur hærri í Noregi. Í öllum öðrum tilvikum yrðu vörurnar mun ódýrari ef þær væru skattlagðar í takt við það sem gerist í löndunum sem Ísland ber sig helst saman við. Svo dæmi sé tekið yrði léttvínsflaska, sem kostar tæplega 2.100 krónur í Vínbúðinni, tæplega 63% ódýrari með sænskum sköttum og myndi kosta 783 krónur. Púrtvínsflaska, sem kostar tæpar sex þúsund krónur á Íslandi, myndi kosta tæplega þrjú þúsund krónur í Noregi. Bjórflaskan, sem kostar 369 krónur í Vínbúðinni, myndi kosta 162 krónur ef meðaltalsskattar samanburðarlandanna í Norður- og Vestur-Evrópu væru lagðir á hana.

Smelltu á myndina til að stækka hana

Bitnar á kjörum neytenda, innlendri framleiðslu og ferðaþjónustu
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þessi samanburður sýni vel út í hvílíkar öfgar skattlagning á áfengi sé komin. „Ekkert Evrópuríki, ekki einu sinni Noregur, leggjur jafnfáránlega skatta á áfenga drykki og Ísland. Þrátt fyrir að heims- og Evrópumetin falli ár eftir ár halda áfengisskattar áfram að hækka í hverju fjárlagafrumvarpinu á fætur öðru. Það hlýtur einhvers staðar að verða að segja stopp,“ segir Ólafur.

Hann bendir á að hinir háu skattar komi illa niður á innlendri áfengisframleiðslu, sem sé hratt vaxandi atvinnugrein. „Það má til dæmis benda á að áfengisgjald á bjór, sem er framleiddur af fjölda íslenskra fyrirtækja, er talsvert hærra en á léttvíni sem ekkert íslenskt fyrirtæki framleiðir. Skattur á sterkt áfengi er svo sérkapítuli og algjörlega út úr korti í samanburði við öll nágrannalönd,“ segir Ólafur.

Þá líður ferðaþjónustan fyrir háa áfengisskatta. „Hóflegri skattlagning áfengis myndi gera íslenska ferðaþjónustu mun samkeppnishæfari. Svo fást aldrei svör frá stjórnmálamönnum við spurningunni um það hvað hinn íslenski neytandi hafi gert til að verðskulda að borga fjórum sinnum meira fyrir borðvínið sitt en neytendur í öðrum Norður- og Vestur-Evrópuríkjum að meðaltali,“ segir Ólafur.

Halda áfram að lesa

Félag atvinnurekenda

Fimm af stærstu sveitarfélögunum lækka hlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði

4. desember 2021

Fimm af tólf stærstu sveitarfélögum landsins munu lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði á næsta ári, samkvæmt frumvörpum til fjárhagsáætlana, sem eru nú alls staðar komin fram, eða samþykktri áætlun. Víðast hvar hækka þó tekjur sveitarfélaganna af atvinnueignum drjúgt umfram verðbólgu. Tvö sveitarfélög lækka álagningarprósentu á íbúðarhúsnæði en sjá ekki ástæðu til að gera það fyrir atvinnuhúsnæði. Sérstaða Reykjavíkurborgar meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eykst ef eitthvað er, en borgin innheimtir umtalsvert hærra hlutfall af fasteignamati atvinnuhúsnæðis í fasteignaskatt en nágrannasveitarfélögin. Þetta er á meðal niðurstaðna úttektar Félags atvinnurekenda á fjárhagsáætlunum stærstu sveitarfélaganna, sem sjá má í töflunni hér að neðan (smellið til að stækka töfluna).

Sjá má að Kópavogur, Garðabær, Mosfellsbær, Reykjanesbær og Vestmannaeyjar lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta verulegum hækkunum á fasteignamati fyrir árið 2022. Mest er lækkunin í Vestmannaeyjum, eða 0,1 prósentustig, sem veldur því að Vestmannaeyjar eru eina sveitarfélagið sem lækkar tekjur sínar af atvinnueignum milli ára.

Þrátt fyrir lækkanir hjá sumum sveitarstjórnum má sjá að mörg sveitarfélög auka tekjur sínar af atvinnuhúsnæði drjúgt umfram verðbólgu (sem er 4,7% undanfarna sex mánuði). Mest er þó hækkunin hjá sveitarfélögum sem ekki hreyfa skattprósentuna; tæp 11% í Árborg, 8,7% á Akranesi og 8% í Fjarðabyggð og á Seltjarnarnesi. Síðastnefnda sveitarfélagið nýtur þó þeirrar sérstöðu að hafa um árabil haft langlægsta fasteignaskattinn á atvinnuhúsnæði meðal fjölmennari sveitarfélaga.

Sérstaða Reykjavíkurborgar fer vaxandi
Ef horft er til höfuðborgarsvæðisins sérstaklega, vex sérstaða Reykjavíkurborgar meðal sveitarfélaga þar, en borgin innheimtir umtalsvert hærra hlutfall fasteignamats í fasteignaskatt en nágrannasveitarfélögin, eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Allt þar til í ár innheimti Reykjavík hæsta lögleyfða skatthlutfallið, eða 1,65%.

Þokast í rétta átt
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir að það séu vissulega vonbrigði að fleiri sveitarfélög hafi ekki lækkað álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði. Það eigi ekki síst við um Reykjavíkurborg, sem leggi skatt á meirihluta verðmætis atvinnuhúsnæðis í landinu. „Sveitarfélögin hafa á undanförnum árum, með hækkandi fasteignamati, fengið gífurlegar fjárhæðir í formi hærri skatta á atvinnuhúsnæði. Á árunum 2015-2020 hækkuðu skattgreiðslur fyrirtækjanna í landinu til sveitarfélaga vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði um 68%, eða 11,5 milljarða. Nú þegar atvinnulífið er að reyna að ná sér á strik eftir eina dýpstu kreppu síðustu ára er alveg fráleitt að skattbyrði fyrirtækjanna þyngist enn. Einkum og sér í lagi í ferðaþjónustu eru mörg dæmi um að atvinnurekendur hafi litlar eða einfaldlega engar tekjur af fasteignum sínum, en þeim er samt gert að borga af þeim síhækkandi skatt,“ segir Ólafur.

Hann bendir þó á að víða þokist í rétta átt. „FA hóf baráttu fyrir lækkun fasteignaskatta á fyrirtæki árið 2016, enda var skattbyrði fyrirtækja þá byrjuð að þyngjast verulega vegna hækkana á fasteigamarkaði. Félagið hefur sent sveitarfélögum ítrekuð erindi og áskoranir, síðast í júní, og hvatt þau til að mæta hækkunum fasteignamats með því að lækka álagningarprósentu. Þegar við hófum þessa vegferð innheimtu flest sveitarfélög lögleyfðan hámarksskatt, 1,65%, en síðan hafa tíu af tólf stærstu sveitarfélögunum lækkað álagningarhlutfallið.“

Eins og sjá má í töflunni hér til hliðar er Fjarðabyggð það eina af stærri sveitarfélögunum sem enn innheimtir hæsta leyfilegan skatt. Á Seltjarnarnesi hefur skattprósentan ekki breyst, en hún var og er sú langlægsta hjá stærri sveitarfélögum. Mesta hlutfallslega lækkunin frá 2016 er í Hafnarfirði og á Akranesi, en hvorugt sveitarfélagið lækkar þó skattinn fyrir árið 2022.

Þyngri skattbyrði dregur úr getu til að standa undir launum
Í áskorun, sem FA sendi sveitarfélögunum í júní, segir að áframhaldandi þynging á skattbyrði fyrirtækjanna vegna húsnæðis dragi mátt úr atvinnulífinu, seinki efnahagsbatanum eftir heimsfaraldurinn og skerði getu fyrirtækjanna til að standa undir launagreiðslum sem um var samið í lífskjarasamningunum og eru grundvöllur útsvarstekna sveitarfélaganna.

„Stjórn FA telur að hér verði hvert og eitt sveitarfélag að sýna ábyrgð og gera breytingar á sinni álagningarprósentu þannig að hækkanir á fasteignasköttum skaði ekki atvinnulífið í landinu meira en orðið er. FA skorar jafnframt á sveitarfélögin að taka upp viðræður hið fyrsta við ríkisvaldið um breytingar á þessu fráleita kerfi þar sem skattgreiðslur af húsnæði eru beintengdar við þróun fasteignamats og taka þannig sjálfkrafa hækkunum, án nokkurs tillits til gengis atvinnulífsins að öðru leyti,“ sagði í áskorun stjórnar FA.

Fasteignaskattar 2022 – talnaefni í excel

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin