Almannavarnir

Mesti fjöldi COVID-19 smita sem greinst hefur á þessu ári.

Í dag greindust 44 smit, 38 innanlands og 6 á landamærunum. Er þetta mesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi á þessu ári. Eftir gærdaginn eru 163 manns í einangrun og 454 í sóttkví, fastlega má búast við að þessi tala hækki á næstu dögum.

Í ljósi stöðunnar vilja almannavarnir hvetja fólk sem kemur frá útlöndum og býr hér á landi eða hefur tengsl inn í íslenskt samfélag, að fara í skimun og halda sig til hlés þar til niðurstöður skimunar liggja fyrir.

Rauði krossinn hefur opnað nýtt farsóttarhús, Rauðará, fyrir fólk sýkt af COVID-19 þar sem farsóttarhótelið Lind var orðið svo til fullt og búist er við áframhaldandi fjölda sýktra á næstu dögum.

Almannavarnir

Gosmengun og upplýsingagjöf aukin

Upplýsingar til almennings vegna loftmengunar frá eldgosinu frá Umhverfisstofnun og Veðurstofu Íslands.

Síðan eldgosið í Geldingadölum hófst hefur reglulega mælst nokkur gosmengun, sérstaklega á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Sú gosmengun hefur hingað til að mestu verið af völdum brennisteinsdíoxíðs (SO2) og hafa leiðbeiningar til almennings því verið settar fram í því sem hefur verið kallað SO2 skammtímatafla.

Þar hafa verið settar fram leiðbeiningar til almennings um viðbrögð við mismunandi háum toppum af SO2. Þær leiðbeiningar hafa miðað við útsetningu í 10 mínútur. Hingað til hafa þær leiðbeiningar dugað vel því háir toppar hafa venjulega staðið stutt yfir.Síðan í gær, 18. júlí hefur hins vegar verið viðvarandi gosmóða á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel víðar sunnan og vestanlands.

Þetta er lengsta samfellda mengunartímabilið með þetta háum toppum síðan eldgosið hófst.Í gosmóðunni er ekki aðeins brennisteinsdíoxíð (SO2) á gasformi heldur einnig súlfatagnir (SO4) sem mælast á svifryksmælum. Þegar bæði SO2 og SO4 eru til staðar og þegar mengunartoppar vara klukkustundum saman má búast má við að fólk geti fundið fyrir meiri einkennum heldur en lýst er í SO2 töflunni.

Þetta eru EKKI það há gildi að öllum almenning sé ráðlagt að halda sig innandyra.

  • En ekki er ráðlagt að láta ungabörn sofi úti í vagni.
  • Fólk sem viðkvæmt fyrir og finnur fyrir einhverjum einkennum ætti að hafa hægt um sig og forðast óþarfa áreynslu utandyra.
  • En eins og gildin hafa verið í morgun er ekki hægt að mæla með því að heilbrigt fólk sé í mjög mikilli áreynslu utandyra. Þá er átt við mjög mikla áreynslu eins og t.d. að hlaupa langhlaup.

Vegna þessa ástands verður upplýsingamiðlun um gosmengun aukin. Formlegar viðvaranir verða þó ekki sendar út fyrr en þriggja klukkutíma meðaltal SO2 fer yfir 500 µg/m3. Hingað til hafa gildin ekki farið yfir þau mörk að degi til. (Fór reyndar yfir það í Norðlingaholti í nótt). Gildi þurfa þó ekki endilega að vera yfir 500 µg/m3 stöðugt í þrjá klukkutíma. Ef t.d. meðaltal eins klukkutíma fer yfir 1500 µg/m3 verður send út viðvörum.

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Hættustig aflétt vegna vatnavaxta á Norðurlandi eystra.

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra hefur ákveðið að aflétta hættustigi vegna vatnavaxta í ám og vötnum á Norðurlandi eystra. Gríðarlegir vatnavextir voru á svæðinu í síðustu viku, en það er ekki lengur raunin og því er óhætt að aflétta hættustiginu.

Unnið er að lagfæringum á þeim vegum og brúm sem skemmdust.

Hættustig var sett á 1. júlí sl. vegna mikilla vatnavaxta í ám og vötnum á svæðinu.

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Hættustig á Norðurlandi eystra vegna leysinga

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi vegna vatnavaxta í ám og vötnum á svæðinu. Þessar miklu leysingar eru til komnar vegna mikils lofthita. Gríðarlegir vatnavextir eru þessa dagana í landshlutanum sem getur og hefur valdið því að bæði vegir og brýr rofna.

Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að vera ekki nálægt ám og vötnum sem eru í miklum vexti. Þá er fólk á Akureyri sérstaklega beðið um að vera ekki á ferðinni í kringum Glerá. Vegurinn við Þverá í Eyjafirði rofnaði í gærkvöldi og unnið er að lagfæringu hans. Vegurinn innan við Illugastaði hefur rofnað og er lokaður. Einnig eru skemmdir við brúnna yfir Fnjóska á móts við Illugastaði og hún lokuð vegna þessa. Mestu vatnavextir eru í Eyjafjarðará og Fnjóská og er fólk beðið um að fara varlega við árnar. 

Eins og fram kemur á heimasíðu Veðurstofu Íslands þá er áfram spáð miklum leysingum í hlýindum víða um land. Má því búast við áframhaldandi hárri vatnsstöðu og miklu rennsli í ám og lækjum, sér í lagi þar sem hlýtt er í veðri og snjór enn til fjalla. Ferðafólk er hvatt til að sýna aðgát við óbrúaðar ár á hálendinu.

Frétt þessu tengt af vef Vegagerðarinnar

Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra
Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra
Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin