Innlent

Mikilvægt lýðheilsumál: Íþróttastarf fer aftur af stað

Tilslakanir verða gerðar í sóttvarnarráðstöfunum frá og með næsta fimmtudegi, 15. apríl og þá meðal annars opnað fyrir íþróttaiðkun og starfsemi líkamsræktarstöðva og sundstaða – að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá verður nándarregla í skólum einn metri í stað tveggja áður. Gildistími nýrrar reglugerðar er til 5. maí.


Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra:

„Það er fagnaðarefni að fólk geti nú farið að reima á sig íþróttaskóna og finna til sundfötin – hreyfing er okkur gríðarlega mikilvæg og ég veit að margir eru mjög spenntir fyrir því að komast aftur á æfingar. Það er lýðheilsumál að halda Íslandi á hreyfingu og þó íþróttastarf verði ákveðnum takmörkunum háð áfram er þetta afar jákvætt skref.“

Helstu breytingar í nýjum reglugerðum heilbrigðisráðherra sem snerta málefnasvið mennta- og menningarmálaráðuneytis eru meðal annars

Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar og hámarksfjöldi fullorðinna miðast við 50 manns en fjöldi barna við hliðstæðan fjölda í skólastarfi. Keppnir verða heimilar með allt að 100 skráðum áhorfendum.
Sund- og baðstaðir mega opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2015 eða síðar telja ekki með í hámarksfjölda.
Líkamsræktarstöðvar mega opna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, m.a. um sótthreinsun, skráningu í tíma, hólfun og 20 manna hámarksfjölda.
Skíðasvæði mega opna fyrir 50% af hámarksfjölda gesta en þar verður að gæta að tveggja metra lágmarksfjarlægð og nota grímur sé ekki hægt að tryggja hana.
• Æfingar og sýningar sviðslista og kórastarfs verða leyfðar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, m.a. um hámarksfjölda og skráningu.
Söfn og aðrir opinberir staðir mega taka á móti gestum, en hámarksfjöldi í rými er 20. Gæta þarf að tveggja metra lágmarksfjarlægð og nota grímur sé ekki hægt að tryggja hana.

Leikskólastarf helst óbreytt frá fyrri reglugerð nema að nándarregla er rýmkuð í einn metra í stað tveggja. Áfram skulu ekki vera fleiri en 20 fullorðnir einstaklingar í hverju rými, starfsmönnum heimilt að fara milli hópa og rýma. Sömu reglur gilda um starfsfólk skólaþjónustu. Fjölda- og nálægðartakmarkanir taka ekki til barna á leikskólaaldri. Viðburðir eru áfram óheimilir og foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímu.
Grunnskólastarf og starf félag- og frístundamiðstöðva helst óbreytt frá fyrri reglugerð nema að nándarregla er rýmkuð í einn metra í stað tveggja. Hámarksfjöldi nemenda í hverju rými verður áfram 50 og hámarksfjöldi fullorðinna 20. Þar sem ekki er hægt að viðhalda eins metra lágmarksfjarlægð milli fullorðinna eða fjöldatakmörk er grímuskylda fyrir fullorðna. Blöndun milli rýma er heimil.
• Starf tónlistarskóla helst óbreytt frá fyrri reglugerð nema að nándarregla er rýmkuð í einn metra í stað tveggja. Hámarksfjöldi nemenda á leik- eða grunnskólaaldri í hverju rými er 50 og hámarksfjöldi starfsfólks 20. Grímunotkun er til samræmis við reglur í öðrum skólum en taki einnig mið af aðstæðum vegna mismunandi tegunda hljóðfæra.
• Starf framhaldskóla helst óbreytt frá fyrri reglugerð nema að nándarregla er rýmkuð í einn metra í stað tveggja. Hámarksfjöldi nemenda og starfsfólks í rými er 50 og sé ekki hægt að viðhalda lágmarksfjarlægð skulu nemendur og starfsfólk nota grímur. Viðburðir eru áfram óheimilir í skólabyggingum.
• Starf háskóla helst óbreytt frá fyrri reglugerð nema að nándarregla er rýmkuð í einn metra í stað tveggja. Hámarksfjöldi í hverju rými er áfram 50 og sé ekki hægt að viðhalda lágmarksfjarlægð skulu nemendur og starfsfólk nota grímur. Viðburðir eru áfram óheimilir í skólabyggingum.

Sjá nánar í reglugerðum heilbrigðisráðherra í frétt á vef heilbrigðisráðuneytis

Almannavarnir

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings.

Almenningur er hvattur til að sýna aðgát með opinn eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Það þarf ekki mikinn neista til þess að af verði stórt bál.

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr hættu af gróðureldum https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/ og einnig inn á https://www.grodureldar.is/

Halda áfram að lesa

Alþingi

Forsætisnefnd afgreiðir erindi um siðareglumál

12.5.2021

Forsætisnefnd afgreiddi á fundi sínum 10. maí erindi sem henni barst 18. apríl sl. frá Birni Leví Gunnarssyni alþingismanni þar sem hann óskaði álits forsætisnefndar á því hvort ummæli hans í grein í Morgunblaðinu 3. apríl sl. stæðist siðareglur alþingismanna. Niðurstaða forsætisnefndar er birt í meðfylgjandi bréfi til Björn Levís Gunnarssonar

Var niðurstaðan sú að skilyrði brysti til þess að nefndin tæki erindið til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.

Halda áfram að lesa

Innlent

Landlæknir spurður út í bólusetningar vegna COVID-19

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir að landlæknir veiti upplýsingar um hvernig staðið hefur verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna COVID-19 bólusetningar. Einkum með tilliti til þeirra sem, af heilsufarslegum ástæðum, telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin