Heilsa

Miklar endurbætur á húsnæði meðferðargeðdeildar geðrofssjúkdóma

Við stofnun meðferðargeðdeildar geðrofssjúkdóma 10. janúar 2022  var ákveðið að ráðast strax í miklar umbætur á húsnæði hennar. Þeim endurbótum lauk í júní.

Meðferðargeðdeild geðrofssjúkdóma 33A varð til með flutningi sérhæfðrar endurhæfingargeðdeildar frá Kleppi að Hringbraut. Þetta er lokuð legudeild sem sérhæfir sig í meðferð og endurhæfingu einstaklinga með geðrofssjúkdóma, í flestum tilfellum fólks sem er bæði með geðrofssjúkdóm og vímuefnavanda.

Á deildinni er lögð áhersla á hlýlegt, öruggt og rólegt umhverfi. Endurbætur á húsnæðinu sem ráðist var í endurspegla þá stefnu.

  • Öllum sjúklingastofum breytt í einbýli. Herbergin gerð upp, máluð, sett örugg gluggatjöld og dempanleg lýsing. Þetta var hægt með því að breyta öllum viðtalsherbergjum í sjúklingastofur og hafa litla viðtalsaðstöðu í öllum sjúklingastofum í staðinn.
  • Kaffistofa starfsfólks var færð í minna rými, nýjar innréttingar og allt málað.
  • Virkniherbergi/listasmiðja fyrir sjúklinga fært í stærra og bjartara rými, allt málað, hljóðvist löguð, dempanleg ljós og nýjar innréttingar.
  • Vaktin var öll tekin í gegn, máluð í hlýlegri lit, öll hljóðvist nú til fyrirmyndar og rýmið skipulagt sem opið vinnurými. Öll skrifborð stillanleg og skilrúm á milli borða til að draga úr hávaða og áreiti.
  • Gamalt fundarherbergi var gert að auka setustofu fyrir sjúklinga þar sem núna er hægt að vera í „playstation“, horfa á bíómyndir eða spila. Það er mikilvægt fyrir sjúklinga sem óska þess að vera í meira næði að hafa aðgang að þessari stofu.
  • Öll hljóðvist á deildinni var tekin í gegn og bætt úr henni með ýmsum hljóðvistarplötum sem sumar hverjar eru litríkar og skemmtilegt veggskraut á deildinni.
  • Útbúið var vinnuherbergi á deildinni þar sem sálfræðingar og verkefnastjórar hafa aðsetur.
  • Nuddstóll keyptur inn á deildina til að starfsfólk geti tekið sér smá hvíld til að hlað batteríin. Starfsfólk hefur látið í ljós ánægju sína með nuddstólinn og þá sérstaklega á næturvöktum.
  • Húsgögn á allri deildinni hafa verið endurnýjuð.
  • Milliveggir milli matsalsins og setustofunnar í almenna rýminu teknir niður sem hefur hleypt dagsbirtunni inn í rýmin.

Heilsa

Reglum um heimsóknir til inniliggjandi sjúklinga breytt 11. ágúst

Frá farsóttanefnd um takmarkanir á heimsóknum:

Frá og með hádegi í dag, fimmtudaginn 11. ágúst 2022, verður reglum um heimsóknir til inniliggjandi sjúklinga á legudeildum breytt á eftirfarandi hátt:

1. Á tímabilinu 16:30-19:30 virka daga og frá kl. 14:30 til 19:30 um helgar mega koma fleiri en einn gestur til hvers sjúklings en aðeins einn í einu nema gesturinn þurfi fylgdarmann.

2. Gestir skulu bera skurðstofugrímu og ekki koma ef þeir hafa einkenni um sýkingu.

3. Deildir geta aðlagað tímasetningar að vild og einnig gert undanþágur frá þeirri meginlínu sem hér er dregin.

4. Sérstök athygli er vakin á því að þessar reglur eiga við legudeildir eingöngu en ekki bráðamóttökur. Viðvera aðstandenda á bráðamóttöku er aðeins heimil í sérstökum tilvikum og með leyfi stjórnenda.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Akstur fjölmiðla að gosstöðvunum

08. ágúst 2022 | 14:09

Akstur fjölmiðla að gosstöðvunum

Samkvæmt ákvæðum 31. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd er óheimilt að aka vélknúnum ökutækjum utan vega, þ.m.t. slóða og stíga. Þó er heimilt, skv. 2. mgr. ef nauðsyn krefur að aka vélknúnum ökutækjum utan vega m.a. vegna björgunarstarfa, lögreglustarfa, sjúkraflutninga, rannsókna og landmælinga enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt. Þá er heimilt ef nauðsyn krefur og með sérstöku leyfi Umhverfisstofnunar að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna kvikmyndagerðar sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt.

Á grundvelli 2. mgr. 31. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 heimilar Umhverfisstofnun fjölmiðlum tímabundið, sbr. 2. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011, fyrir sitt leyti akstur utan vega að gosstöðvum í Geldingadölum eftir Merardalaleið vegna kvikmyndatöku, enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt.

Þeir fjölmiðlar sem falla undir áðurnefnda grein laga um fjölmiðla ber að skrá sig á eyðublaðið hér að neðan og fá heimildir til fararinnar frá almannavörnum og/eða lögreglu áður en farið er af stað.

Umhverfisstofnun ítrekar að fara verður eftir fyrirmælum lögreglu og björgunarsveita á svæðinu í hvívetna.

Heimildin gildir til 12. ágúst 2022 og verður hún þá endurmetin, einnig ef aðstæður breytast á svæðinu fyrir þann tíma. 

Umsókn um akstur fjölmiðla að gosstöðvunum

Halda áfram að lesa

Heilsa

Helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala á óvissustigi frá 5. ágúst 2022

Helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala á óvissustigi frá 5. ágúst 2022  

1.   Starfsmenn/nemar þurfa nú aðeins að bera skurðstofugrímu í beinum samskiptum við sjúklinga, hvort sem um er að ræða inniliggjandi sjúklinga eða ferlisjúklinga.
2.   Inniliggjandi sjúklingar þurfa ekki bera skurðstofugrímu þegar þeir fara út af deild í rannsóknir/meðferð en starfsmenn sem sinna þeim skulu bera grímu.
3.   Ferlisjúklingar og heimsóknargestir eiga að bera skurðstofugrímu.
4.   Notkun fínagnagríma á bráðamóttökum er valkvæð nema þar sem um er að ræða staðfest COVID smit eða grun um COVID.
5.   Ef starfsmaður/nemi er með einkenni öndunarfærasýkinga á viðkomandi ekki að vera í vinnu nema einkenni séu mjög væg og á undanhaldi en þá á starfsmaður að bera
      skurðstofugrímu þar til einkenni eru horfin.
6.   Heimsóknir til sjúklinga á legudeildum eru takmarkaðar við einn gest í einu (ásamt fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) innan skilgreinds heimsóknartíma. Undanþágur eru áfram 
      veittar við sérstakar aðstæður.
7.   Leyfi sjúklinga í endurhæfingarskyni og/eða sem undirbúningur fyrir útskrift eru heimil. Ekki þarf leyfi farsóttanefndar fyrir slíku.
8.   Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð mega hafa með sér fylgdarmann. Báðir þurfa að vera með grímu.
9.   
Reglur um útsetta sjúklinga er að finna í flæðiriti hér.
10. Fundir starfsmanna eru heimilir án sérstakra varúðarráðstafana.
11. Sjúklingar sem leggjast brátt inn á legudeildir eru skimaðar við innlögn.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin