Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Mjög jákvætt að vera Fyrirmyndarhérað með mörg Fyrirmyndarfélög

03.05.2021

64. ársþing Íþróttabandalags Akureyrar fór fram með rafrænum hætti fimmtudaginn 29. apríl síðastliðinn.  Ríflega 30 þingfulltrúar auk gesta sátu þingið sem formaður bandalagsins, Geir Kristinn Aðalsteinsson stýrði en um var að ræða frestað þing frá árinu áður.  Þingstörf gengu í alla staði vel og voru reikningar bandalagsins samþykktir samhljóða.  Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA fór vel yfir siðareglur, hegðunarviðmið og viðbragðsáætlun ÍBA og hvatti aðildarfélög til að huga vel að þessum þáttum í íþróttastarfinu.  Tveir aðilar gengur úr stjórn, þau Hörður Sigurharðarson og Hrafnhildur Guðjónsdóttir og voru þau Birna Baldursdóttir og Jón Steindór Árnason kjörin í þeirra stað.  Geir Kristinn var endurkjörinn formaður bandalagsins.  Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ ávarpaði þingið fyrir hönd ÍSÍ og auk þess sat þingið skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, Viðar Sigurjónsson.

“Við hjá ÍBA erum bjartsýn á komandi tíma og erum heilt yfir mjög ánægð með hversu vel aðildarfélögin hafa staðið sig á erfiðum tímum.  ÍBA er Fyrirmyndarhérað og aðildarfélögum með viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélög fjölgar hratt þessi misserin.  Við teljum það mjög jákvætt í alla staði enda eykur það fagmennsku enn frekar í okkar öfluga íþróttastarfi”, sagði Helgi Rúnar Bragason að loknu þingi.

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Verum hraust – Hlaðvarp ÍSÍ

12.05.2021

Í hlaðvarpi ÍSÍ – Verum hraust má hlusta á samtöl við besta íþróttafólk og þjálfara Íslands sem deila sinni sögu og leyfa hlustanda að kynnast þjálfuninni og hugarfarinu sem þarf til að ná árangri á stærstu íþróttasviðum jarðar: Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum.

Guðni Valur Guðnason var nýlega í skemmtilegu viðtali í hlaðvarpinu en hann vann einmitt til silfurverðlauna í kringlukasti á stórmóti í Split um síðastliðna helgi. Hægt að smella hér til að horfa á viðtalið við Guðna Val í heild sinni en það viðtal og fleiri skemmtileg viðtöl hlaðvarpsins er að finna á öllum helstu veitum, Spotify og Apple iTunes. 

Verum hraust – Hlaðvarp ÍSÍ á Libsyn.

Verum hraust – Hlaðvarp ÍSÍ á Youtube-síðu ÍSÍ.

Halda áfram að lesa

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Samþykktir fyrri hluta 75. Íþróttaþings ÍSÍ

12.05.2021

Fyrri hluti 75. Íþróttaþings ÍSÍ fór fram í formi fjarþings 7. maí sl. Þrjár tillögur voru teknar til afgreiðslu á þinginu. Tillögunum var öllum vísað til umfjöllunar í fjárhagsnefnd þingsins og höfðu allir þingfulltrúar tækifæri til að starfa með nefndinni.

Samþykktar tillögur og upplýsingar um kosningar til framkvæmdastjórnar ÍSÍ, dómstóls ÍSÍ, áfrýjunardómstól ÍSÍ og kjörnefndar er að finna hér.

Halda áfram að lesa

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Fráfarandi stjórnarfólk ÍSÍ

08.05.2021

Á hverju Íþróttaþingi verða einhverjar breytingar á skipan framkvæmdastjórnar ÍSÍ og svo var einnig á 75. Íþróttaþingi ÍSÍ sem hófst á föstudag sl. Fjórir einstaklingar gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í framkvæmdastjórn að þessu sinni, allt reynslumikið fólk sem starfað hefur lengi í íþrótthreyfingunni þó að þau eigi mismunandi langa setu að baki í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Sigríður Jónsdóttir, fráfarandi 1. varaforseti ÍSÍ, á að baki 25 ára samfellda setu í stjórn ÍSÍ, Lilja Sigurðardóttir sex ára stjórnarsetu og Þráinn Hafsteinsson fjögurra ára stjórnarsetu en öll hafa þau sinnt leiðtogastörfum innan hreyfingarinnar í áratugi og eru hvergi hætt á þeim vettvangi þó þau hætti nú stjórnarstörfum fyrir ÍSÍ.

Einnig urðu skipti á fulltrúa Íþróttamannanefndar ÍSÍ í framkvæmdastjórn ÍSÍ, þ.e. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud kemur inn í stað Dominiqua Ölmu Belányi sem setið hefur í framkvæmdastjórn síðastliðin tvö ár.

ÍSÍ þakkar þeim öllum fyrir frábær störf í þágu ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar í landinu og óskar þeim velfarnaðar í starfi og leik.

Á meðfylgjandi mynd er ofangreint fráfarandi stjórnarfólk ÍSÍ ásamt forseta ÍSÍ og framkvæmdastjóra.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin