Alþingi

Nefndadagar 8.–10. mars

3.3.2021

Þriðjudagurinn 9. mars og miðvikudagurinn 10. mars eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis . Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé fyrir og eftir hádegi. Við ákvörðun um fundartíma á nefndadögum er reynt að gæta samræmis en jafnframt tekið mið af stöðu mála í nefndum og fundaþörf nefndanna.

Fundatafla fyrir nefndadagana er eftirfarandi: 

Þriðjudagur 9. mars

  • kl. 9–12: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd, velferðarnefnd
  • kl. 13–16: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd

Miðvikudagur 10. mars

  • kl. 9–10.30: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd
  • (kl. 10.30–12: Þingflokkar)
  • kl. 13–16: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd, velferðarnefnd

Mánudagurinn 8. mars er hefðbundinn nefndadagur samkvæmt fundatöflu fastanefnda fyrir febrúar og mars.

Endanlegir fundartímar einstakra nefnda og dagskrár funda birtast venju samkvæmt á vef Alþingis.

Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 19. apríl

16.4.2021

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 19. apríl kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Breytt skipulag þingvikunnar á vorþingi

13.4.2021

Samkomulag hefur náðst milli forseta Alþingis og formanna þingflokka um eftirfarandi skipulag þingvikunnar á vorþingi, frá og með 13. apríl, á grundvelli gildandi starfsáætlunar: Þingfundir samkvæmt starfsáætlun verða mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og hefjast þeir kl. 13.

Nefndafundir verða fyrir hádegi á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum og sama gildir um þingflokksfundi á mánudögum og miðvikudögum. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða að jafnaði á dagskrá á mánudögum og fimmtudögum kl. 13.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Sérstök umræða þriðjudaginn 13. apríl um fátækt á Íslandi
12.4.2021Þriðjudaginn 13. apríl um kl. 13:30 verður sérstök umræða um fátækt á Íslandi. Málshefjandi er Inga Sæland og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Inga Sæland og Bjarni Benediktsson

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin