Connect with us

Alþingi

Nefndadagur miðvikudaginn 19. febrúar

Published

on

13.2.2020

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er nefndadagur miðvikudaginn 19. febrúar. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi. Gert er ráð fyrir að nefndir fundi á eftirfarandi tímum:

Miðvikudagur 19. febrúar

  • Kl. 9–12: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd.
  • Kl. 12–13: Þingskapanefnd.
  • Kl. 13–15: Fundatími þingflokka.
  • Kl. 15–18: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd.

Endanlegir fundatímar nefnda og dagskrár funda birtast á síðunni Nefndafundir á vef Alþingis.

Continue Reading

Alþingi

Tryggvi Gunnarsson fær lausn frá embætti umboðsmanns Alþingis

Published

on

25.2.2021

Forsætisnefnd Alþings hefur veitt Tryggva Gunnarssyni lausn frá embætti umboðsmanns Alþingis frá og með 1. maí nk. Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, tilkynnti þetta við upphaf þingfundar í dag og notaði tækifærið til að þakka Tryggva Gunnarssyni fyrir störf hans í embætti umboðsmanns Alþingis síðastliðna rúma tvo áratugi:

„Það er lögum samkvæmt hlutverk forsætisnefndar Alþingis að gera tillögu til Alþingis um einstakling í embætti umboðsmanns Alþingis. Forsætisnefnd hefur hafið vinnu við það ferli og hefur í því skyni skipað þriggja manna undirnefnd úr sínum hópi sem mun annast undirbúning tillögugerðar til forsætisnefndar um tilnefningu einstaklings við kosningu í embætti umboðsmanns Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar mun jafnframt á næstu dögum skipa nefnd þriggja sérfræðinga sem verður undirnefndinni og forsætisnefnd til ráðgjafar.“

Continue Reading

Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 25. febrúar

Published

on

19.2.2021

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 25. febrúar kl. 13:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Continue Reading

Alþingi

Traust til Alþingis vaxandi

Published

on

23.2.2021

Traust almennings til Alþingis fer vaxandi, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups sem mælir árlega traust til helstu stofnana samfélagsins. Traustið mælist nú 34% og hefur aukist um ellefu prósentustig frá síðasta ári, þegar það var 23%, en árið 2019 mældist traustið 18%.

Traust til Alþingis hríðféll eftir efnahagshrunið. Þegar Gallup mældi traust til Alþingis skömmu fyrir það, árið 2008, var traustið 42% en hrundi niður í 13% árið 2009 og 9% 2010.

„Þetta er ánægjuleg niðurstaða og er í takt við þá tilfinningu sem ég hef haft að okkur sé að miða í rétta átt í þessum efnum. Mér finnst líka Alþingi eiga inni fyrir þessu þegar horft er til ágætrar frammistöðu þess undanfarin misseri við mjög krefjandi aðstæður,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.

Traust2007-2021

Continue Reading

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin