Alþingi

Nefndafundir með breyttu sniði

26.3.2020

Til að draga úr hættu af smiti af kórónaveirunni hafa fastanefndir Alþingis undanfarið eingöngu fundað með fjarfundabúnaði. Eins og sjá má á myndum sem hér birtast hafa formenn nefnda verið í nefndaherbergi en aðrir nefndarmenn verið á heimili sínu og gestir verið utan þingsvæðis. Einungis þær fastanefndir sem þurft hafa að fjalla um þingmál sem tengjast Covid-19 faraldrinum halda fundi þessa dagana.

Fjarfundur-velferdarnefndar-26-marsFjarfundur í velferðarnefnd 26. mars 2020.

Fjarfundur-velferdarnefndar-26-mars_2

Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, stýrir fundi frá nefndaherbergi.

Fjarfundur-allsherjar-og-menntamalanefndar-23-mars_

Fjarfundur í allsherjar- og menntamálanefnd 23. mars 2020.

Fjarfundur-allsherjar-og-menntamalanefndar-23-mars_2

 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, stýrir fundi frá nefndaherbergi.

Fjarfundur-efnahags-og-vidskiptanefndar-23-marsFjarfundur í efnahags- og viðskiptanefnd 23. mars 2020.

Fjarfundur-efnahags-og-vidskiptanefndar-23-mars_2Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, stýrir fundi frá nefndaherbergi. 

Fjarfundur-fjarlaganefndar-23-mars_1585241420770Fjarfundur í fjárlaganefnd 23. mars 2020.

Fjarfundur-fjarlaganefndar-23-marsWillum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, stýrir fundi frá nefndaherbergi.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 19. apríl

16.4.2021

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 19. apríl kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Breytt skipulag þingvikunnar á vorþingi

13.4.2021

Samkomulag hefur náðst milli forseta Alþingis og formanna þingflokka um eftirfarandi skipulag þingvikunnar á vorþingi, frá og með 13. apríl, á grundvelli gildandi starfsáætlunar: Þingfundir samkvæmt starfsáætlun verða mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og hefjast þeir kl. 13.

Nefndafundir verða fyrir hádegi á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum og sama gildir um þingflokksfundi á mánudögum og miðvikudögum. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða að jafnaði á dagskrá á mánudögum og fimmtudögum kl. 13.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Sérstök umræða þriðjudaginn 13. apríl um fátækt á Íslandi
12.4.2021Þriðjudaginn 13. apríl um kl. 13:30 verður sérstök umræða um fátækt á Íslandi. Málshefjandi er Inga Sæland og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Inga Sæland og Bjarni Benediktsson

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin