Connect with us

Innlent

Norðurland: Áfram hættustig Siglufirði vegna snjóflóðahættu og óvissustig á Norðurlandi.

Published

on

23 Janúar 2021 17:56

//English below//

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra:

  • Áfram hættustig Veðurstofu Íslands vegna snjóflóðahættu og rýming á húsum á Siglufirði
  • Áfram óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi
  • Helstu leiðir Norðanlands ófærar

Mikið hefur bætt á snjó víða á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. Mörg snjóflóð hafa fallið síðan á mánudag, þar af nokkur stór.  Ekki hefur verið tilkynnt um snjóflóð frá því að síðustu flóð féllu á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, en ekki er hægt að útiloka að fleiri flóð hafi fallið þar sem vegir eru lokaðir og fáir á ferli. Spáð er áframhaldandi norðan hvassviðri með éljum og snjókomu, a.m.k. fram á sunnudag og áfram búist við mikilli snjóflóðahættu.

Næsti stöðufundur vegna rýmingar á Siglufirði verður á morgun, sunnudag klukkan 16.

Samgöngur:
Helstu leiðir Norðanlands eru ófærar en athugað verður með mokstur í fyrramálið.

Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með tilkynningum Veðurstofu Íslands og Vegagerðarinnar:

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Lögreglan á Norðurlandi eystra, Veðurstofa Íslands, fulltrúar sveitarfélaga og Vegagerðin fylgjast áfram náið með þróun og stöðu mála.

Myndir teknar á Siglufirði í dag

Myndir teknar á Siglufirði í dag.


//English//

Announcement from the Department of Civil Protection and Emergency Management and the Police Commissioner of North-East Iceland:

  • Continued alert phase by the Icelandic Met Office, due to the risk of avalanches and the evacuation of houses in Siglufjörður 
  • Continued uncertainty phase due to the risk of avalanches in North Iceland 

Snow has greatly increased in many places in North-Iceland in the last 24 hours. Many avalanches have fallen since Monday, some of them big. No avalanches have been reported since the last ones fell in Öxnadalsheiði last night, but the possibility of more having fallen cannot be excluded as roads are closed and very few people are around. The forecast is for continued high winds from the north as well as snow showers and snowing, at least into Sunday and a great risk of avalanches continues to be expected. The next status meeting regarding evacuation in Siglufjörður will be held tomorrow, Sunday, at 4 PM.

Transportation:

Main routes in North-Iceland are impassable, but the possibility of clearing the roads will be checked tomorrow. 

People are encouraged to monitor closely announcements from the Icelandic Met Office and the Icelandic Road and Coastal Administration:

  • On the Icelandic Met Office’s website, a forecast can be found for locational risks of avalanches outside populated areas and in the mountains: https://www.vedur.is/#syn=snjoflod
  • On the Icelandic Road and Coastal Administration’s website, complete information can be found about travel- and road conditions: https://www.vegagerdin.is/

The Department of Civil Protection and Emergency Management, the police in north-east Iceland, the Icelandic Met Office and the Fjallabyggð municipality, as well as the Icelandic Road and Coastal Administration, will continue to closely monitor developments and the state of affairs. 

Innlent

Ísland leggur fram 285 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Jemen

Published

on

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti um 285 milljóna króna heildarframlag Íslands, til þriggja ára, á áheitaráðstefnu um Jemen í dag. Framlagið skiptist á milli þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna, sem vænta þess að áheitaráðstefnan skili 3,85 milljörðum bandarískra dala, tæplega 500 milljörðum íslenskra króna. Ekki verður ljóst fyrr en í lok ráðstefnunnar undir kvöld hvort sú fjárhæð náist.

„Jemenska þjóðin er á barmi hungursneyðar sem er sú skelfilegasta sem við höfum séð í áratugi. Þörfin fyrir árangursríka, skilvirka og skipulagða fjármögnun mannúðaraðgerða í Jemen hefur því aldrei verið eins brýn,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ávarpi á ráðstefnunni fyrr í dag sem fór fram gegnum fjarfundabúnað með þátttöku rúmlega eitt hundrað fulltrúa ríkisstjórna.

Guðlaugur Þór greindi frá því í ávarpinu að framlag Íslands skiptist á milli þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem allar væru áherslustofnanir í stefnu Íslands í mannúðarmálum. Um er að ræða svæðasjóð vegna Jemen hjá samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Af 95 milljóna króna árlegu framlagi næstu þrjú árin ráðstafar UNFPA 40 milljónum, WFP 30 milljónum og svæðasjóður OCHA 25 milljónum.

„Íbúar Jemens hafa þjáðst of mikið og of lengi. Það þarf að binda enda á átökin með varanlegri pólitískri lausn,“ voru lokaorð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á áheitaráðstefnunni í dag.

„Lífið er á þessari stundu óbærilegt fyrir flesta íbúa Jemen,“ sagði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu áður en ráðstefnan hófst. Hann sagði jafnframt að börn í Jemen upplifðu bernskuna sem „sérstaka tegund af helvíti“ og brýnt væri að koma á friði og takast á við afleiðingar átakanna. 

Áheitaráðstefnur sem þessar hafa jafnan verið haldnar árlega frá því stríðið í Jemen hófst fyrir tæplega átta árum. Markmið þeirra er að tryggja nauðsynlegan mannúðarstuðning við óbreytta borgara í Jemen en hvergi í heiminum er neyðarástand talið alvarlegra. Um átta af hverjum tíu íbúum þurfa á mannúðaraðstoð að halda og ástandið versnar dag frá degi.

Á síðasta ári var af hálfu Íslands varið 105 milljónum íslenskra króna til mannúðarmála í Jemen, 65 milljónum var ráðstafað til UNFPA og 40 milljónum til WFP.

Continue Reading

Alþingi

Sérstök umræða um innviði og þjóðaröryggi þriðjudaginn 2. mars

Published

on
1.3.2021Þriðjudaginn 2. mars um kl. 13:45 verður sérstök umræða um innviði og þjóðaröryggi. Málshefjandi er Njáll Trausti Friðbertsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

NjallTrausti_KatrinJak

Continue Reading

Innlent

COVID-19: Upplýsingar um bólusetningar í viku hverri

Published

on

Um 8.900 einstaklingar verða bólusettir á landsvísu í þessari viku, þ.e. dagana 1. – 7. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu sóttvarnalæknis í dag sem birtir áætlun um bólusetningar hverrar viku á vef embættis landlæknis. Eins og fram kemur í tilkynningunni verða einstaklingar í aldurshópnum 80 ára og eldri bólusettir með 4.600 skömmtum af bóluefni Pfizer og 4.300 starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila verða bólusettir með bóluefni Astra Zeneca. Allt bóluefni sem fer í dreifingu í vikunni verður notað til að bólusetja fyrri bólusetningu.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) annast bólusetningar í sínu heilbrigðisumdæmi. Eins og fram kemur í tilkynningu HH í dag verður öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins sem eru fæddir 1939 eða fyrr boðin bólusetning sem fram fer í Laugardagshöllinni þriðjudaginn 2. mars og miðvikudaginn 3. mars. Nánari upplýsingar um framkvæmdina eru á vef HH.

Continue Reading

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin