Landlæknir

Notkun nikotíns í nútímasamfélagi – Morgunverðarfundur í fyrramálið

09.02.21

Morgunverðarfundur Náum áttum, „Notkun nikotíns í nútímasamfélagi“  verður haldinn í fyrramálið, á netinu kl. 08:15-10:00.

Fjallað verður um nikótín, rafsígarettur, tóbak og löggjöfina varðandi það.

Embætti landlæknis, Rannsókn og greining ásamt Neytendastofu verða m.a. með erindi á fundinum.

Upplýsingar og skráning á vef Náum áttum.

Fundarstjóri verður Rafn M. Jónsson verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis.

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál. Hópinn mynda fulltrúar nokkurra stofnana og félagasamtaka sem vinna að forvörnum, velferð, vernd og mannréttindum barna.

Þeir eru; Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frítímaþjónustu FFF, Barnaverndarstofa, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Reykjavíkurborg, Vímulaus æska / Foreldrahús, IOGT á Íslandi, Heimili og skóli, Þjóðkirkjan, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga og Umboðsmaður barna

Landlæknir

Um gildistíma COVID-19 bólusetningavottorða á landamærum innan Evrópu

Þann 1. febrúar nk. tekur gildi ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission; EC) um að COVID-19 bólusetningaskírteini fái 9 mánaða gildistíma frá grunnbólusetningu fyrir 16 ára og eldri. Forritin sem lesa skírteinin á landamærum munu reikna gildistímann út frá dagsetningu síðasta skammts grunnbólusetningar. Ef lengra er liðið en 9 mánuðir frá grunnbólusetningu mun vottorðið teljast ógilt á landamærum alveg sama hvað stendur á því.

Halda áfram að lesa

Landlæknir

Finnum gleðina og slöbbum saman

Heilsueflandi samfélag á vegum embættis landlæknis tekur höndum saman með ÍSÍ, UMFÍ og Sýn og hvetur fólk til að hreyfa sig og almennt finna gleðina í skammdeginu. Fátt hefur jafn jákvæð áhrif fyrir andlega, líkamlega og félagslega heilsu okkar og líðan en regluleg hreyfing og almenn virkni.

Halda áfram að lesa

Landlæknir

Skráning COVID-19 bólusetninga erlendis frá

Fólk sem hefur verið bólusett gegn COVID-19 erlendis en er búsett hér á landi er hvatt til að láta skrá bólusetningarnar formlega í kerfin okkar ef það hefur ekki gert það nú þegar.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin