Alþingi

Ný fræðslusíða fyrir öll skólastig

2.9.2021

Nú þegar haustið nálgast óðfluga og skólar landsins eru aftur byrjaðir er vakin athygli á nýrri fræðslusíðu á vef Alþingis þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þær fræðsluleiðir sem í boði eru fyrir öll skólastig.

Þar má einnig skoða fræðslubækling fyrir skólaárið 2021–2022.

Hver fræðsluleið er byggð á hæfniviðmiðum aðalnámskrár og færniþættir á borð við gagnrýna hugsun, samvinnu og tjáningu hafðir að leiðarljósi. Unnið er út frá fjórðu markmiðsgrein heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, Menntun fyrir alla, þar sem kveðið er á um jafnt aðgengi að menntun, fræðslu og upplýsingum. Engar tvær fræðsluleiðir eru eins og á hverju skólastigi nálgast nemendur viðfangsefnið á ólíkan máta. Markmiðið er að fræðsluleiðirnar séu jafnt fróðlegar sem skemmtilegar og að hægt sé að fræðast um Alþingi á fjölbreyttan hátt.

Skjar

Alþingi

Gögn undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa birt á vef


Skrifstofa AlþingisHafa samband,
101 Reykjavík,
Kt. 420169-3889,
Sími 563 0500,

Sjá á korti

Meðhöndlun persónuupplýsinga


Öllum fyrirspurnum, ábendingum og tillögum um vef Alþingis skal beint til [email protected].

Jafnlaunavottun

Halda áfram að lesa

Alþingi

Opinn fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa föstudaginn 15. október

14.10.2021

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa heldur opinn fund föstudaginn 15. október kl. 10:45. Gestir fundarins verða Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Þau eru boðuð á fundinn til að fjalla um lögfræðileg álitaefni í tengslum við verkefni nefndarinnar um undirbúning rannsóknar fyrir kjörbréf.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi á meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér. 

Um opna fundi fer skv. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991 og X. kafla starfsreglna fastanefnda.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Nýkjörnir alþingismenn á kynningarfundi
12.10.2021Nýkjörnir alþingismenn sitja nú á kynningarfundi í Alþingishúsinu þar sem starfsfólk skrifstofunnar kynnir fyrir þeim þingstörfin, starfsaðstöðu þingmanna og þjónustu skrifstofunnar við þá.

IMG_9190

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin