Innlent

Ný innkaupastefna: Framsækin og sjálfbær innkaup og kostnaður lækkar um milljarða

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út nýja stefnu ríkisins í innkaupamálum. Í henni er sett fram skýr framtíðarsýn um framsækin og sjálfbær innkaup sem taka mið af umhverfis- og loftslagssjónarmiðum. Sem liður í aðgerðaáætlun verða gerðar breytingar á starfsemi Ríkiskaupa til að gera stofnunni betur kleift að lækka kolefnisspor og lækka kostnað ríkisins um 3-5 milljarða á ári.

Meginmarkmið stefnunnar eru fjögur: sjálfbær, hagkvæm, nýskapandi og gagnsæ innkaup.
Í þeim miklu áskorunum sem fram undan eru bæði efnahagslega og samfélagslega er mjög mikilvægt að nýta sem best þá fjármuni sem ríkið ver í að kaupa vörur, þjónustu og verklegar framkvæmdir. Nokkur dæmi af fjölmörgum um innkaup eru bygging á Húsi íslenskunnar, kaup á hafrannsóknarskipi, keypt þjónusta arkitekta, kaup á lyfjum og nýsmíði hugbúnaðar. Árlega fara yfir 200 milljarðar til innkaupa hjá ríkisaðilum, en í stefnunni er lögð áhersla á aukna nýsköpun, meiri þátttöku einkamarkaðar og betri nýtingu á innkaupakrafti ríkisins.

Vistvæn innkaup ríkisaðila verða almenn regla og innkaupafræðsla stóraukin.
Stöðumat og drög að stefnu voru lögð fram í samráðsgátt og fulltrúar yfir 50 hagsmunaaðila hafa komið að ferlinu. Stöðumat innkaupa var gefið út í samráðsgátt í byrjun árs 2020 með drögum að stefnunni. Með nýrri stefnu um sjálfbær innkaup sem gefin er út núna fylgir sérstök aðgerðaáætlun fyrir árin 2021-2024.

Sjálfbær innkaup eru í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og liður í skuldbindingu Íslands að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna að innleiða verklag á sjálfbærum opinberum innkaupum.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra:

„Það er mikilvægt að við vöndum til verka við ráðstöfun þeirra 200 milljarða sem ár hvert fara í innkaupamál. Með breyttu verklagi undanfarin ár hefur tekist að spara skattgreiðendum milljarða, en stóra verkefnið núna er að nýta kaupmátt ríkisins í innkaupamálum til að fá enn meira fyrir minna. Með uppfærðri innkaupastefnu erum við hins vegar ekki aðeins að auka hagkvæmni, heldur er ný nálgun mikilvægur þáttur í aðgerðaáætlun okkar í loftslagsmálum.“

Sjálfbær innkaup – stefna ríkisins

Sjálfbær innkaup – aðgerðaáætlun 2021-2024

Almannavarnir

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings.

Almenningur er hvattur til að sýna aðgát með opinn eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Það þarf ekki mikinn neista til þess að af verði stórt bál.

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr hættu af gróðureldum https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/ og einnig inn á https://www.grodureldar.is/

Halda áfram að lesa

Alþingi

Forsætisnefnd afgreiðir erindi um siðareglumál

12.5.2021

Forsætisnefnd afgreiddi á fundi sínum 10. maí erindi sem henni barst 18. apríl sl. frá Birni Leví Gunnarssyni alþingismanni þar sem hann óskaði álits forsætisnefndar á því hvort ummæli hans í grein í Morgunblaðinu 3. apríl sl. stæðist siðareglur alþingismanna. Niðurstaða forsætisnefndar er birt í meðfylgjandi bréfi til Björn Levís Gunnarssonar

Var niðurstaðan sú að skilyrði brysti til þess að nefndin tæki erindið til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.

Halda áfram að lesa

Innlent

Landlæknir spurður út í bólusetningar vegna COVID-19

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir að landlæknir veiti upplýsingar um hvernig staðið hefur verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna COVID-19 bólusetningar. Einkum með tilliti til þeirra sem, af heilsufarslegum ástæðum, telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin