Innlent

Ný nefnd um málefni heimsminja

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýja nefnd um málefni heimsminja.

Hlutverk nefndarinnar er að vera vettvangur samráðs um heimsminjar hér á landi og vera ráðuneytinu til ráðgjafar við framkvæmd heimsminjasamnings UNESCO. Í því felst meðal annars að fjalla um endurskoðun yfirlitsskrár heimsminja (e. tentative list), ræða forgangsröðun nýrra tilnefninga áður en tillaga er gerð til ráðherra og fylgjast með gerð nýrra tilnefninga á heimsminjaskrána – sé það vilji ríkisstjórnar. Einnig er nýrri nefnd ætlað að styrkja samráð við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila og stuðla að aukinni þekkingu almennings á heimsminjum og heimsminjasamningi UNESCO.

Nefndina skipa:
Rúnar Leifsson, formaður og tengiliður mennta- og menningarmálaráðuneytis við UNESCO vegna heimsminjasamnings.
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, ritari íslensku UNESCO nefndarinnar
Einar Á.E. Sæmundsson þjóðgarðsvörður Þingvallaþjóðgarðs,
Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Minjastofnunar Íslands,
Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs,
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður,
Ólafur Arnar Jónsson tilnefndur af Umhverfisstofnun,
Sigurður Á. Þráinsson tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Skipunartími nefndarinnar er til 28. febrúar 2023.

Almannavarnir

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings.

Almenningur er hvattur til að sýna aðgát með opinn eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Það þarf ekki mikinn neista til þess að af verði stórt bál.

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr hættu af gróðureldum https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/ og einnig inn á https://www.grodureldar.is/

Halda áfram að lesa

Alþingi

Forsætisnefnd afgreiðir erindi um siðareglumál

12.5.2021

Forsætisnefnd afgreiddi á fundi sínum 10. maí erindi sem henni barst 18. apríl sl. frá Birni Leví Gunnarssyni alþingismanni þar sem hann óskaði álits forsætisnefndar á því hvort ummæli hans í grein í Morgunblaðinu 3. apríl sl. stæðist siðareglur alþingismanna. Niðurstaða forsætisnefndar er birt í meðfylgjandi bréfi til Björn Levís Gunnarssonar

Var niðurstaðan sú að skilyrði brysti til þess að nefndin tæki erindið til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.

Halda áfram að lesa

Innlent

Landlæknir spurður út í bólusetningar vegna COVID-19

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir að landlæknir veiti upplýsingar um hvernig staðið hefur verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna COVID-19 bólusetningar. Einkum með tilliti til þeirra sem, af heilsufarslegum ástæðum, telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin