Heilsa

Nýir sviðsstjórar hjá Umhverfisstofnun

23. júní.2021 | 15:52

Nýir sviðsstjórar hjá Umhverfisstofnun

Inga Dóra Hrólfsdóttir og Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir hafa verið ráðnar til starfa sem sviðsstjórar hjá Umhverfisstofnun.

Aðalbjörg Birna er ráðin í starf sviðsstjóra sviðs mengunarvarna, vatns, lofts og jarðvegs. Hún er með B.Sc. í líffræði frá Háskóla Íslands og meistaranámi í umhverfis – og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. Einnig stundaði hún nám í umhverfisstjórnun á Ítalíu og umhverfisverkfræði í Danmörku.

Aðalbjörg Birna hefur góða stjórnunarreynslu auk víðtækrar þekkingar á málaflokkum sviðs mengunarvarna. Hún hefur starfað hjá Umhverfisstofnun síðustu tólf ár, þar af síðustu fjögur ár sem verkefnisstjóri fyrir innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins á Íslandi þ.m.t. við áætlanagerð. Áður starfaði hún sem teymisstjóri fyrir mengandi starfsemi og mat á umhverfisáhrifum í fjögur ár, sem deildarstjóri náttúruverndarmála í tvö ár og sem sérfræðingur í náttúruvernd fyrstu tvö árin hjá stofnuninni. Aðalbjörg Birna starfaði auk þess í sjö ár samhliða störfum sínum hjá Umhverfisstofnun sem gestafyrirlesari og þátttakandi í rannsóknarverkefnum á Verkfræði- og náttúruvísindasviði hjá Háskóla Íslands. Birna hefur störf sem sviðsstjóri þann 1. september, samhliða gildistöku nýs skipurits.

Inga Dóra er ráðin í starf sviðsstjóra náttúruverndar og grænna áfangastaða. Inga Dóra er með B.Sc. gráðu í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið meistaragráðu í byggingarverkfræði frá Chalmers Tækniháskóla í Svíþjóð. Auk þess er hún með D-vottun í verkefnastjórnun IPMA og er að ljúka AMP stjórnunarnámi frá IESE Háskólanum í Barcelona.

Inga Dóra hefur víðtæka reynslu af stjórnun. Hún hefur starfað hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í tæp tuttugu ár og undanfarin tvö ár hefur hún gegnt stöðu verkefnisstjóra stefnumótandi verkefna, þar sem hún sá m.a. um verkefnastýringu SPARCS Evrópuverkefnis og hélt utan um verkefni tengd umhverfismálum. Áður starfaði Inga Dóra sem framkvæmdastjóri hjá Veitum ohf. í fimm ár en fyrirtækið annast rekstur hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu í almannaþágu. Fram að því var hún í ýmsum öðrum stjórnunarstörfum hjá OR en hún hefur starfað þar sem framkvæmdastjóri veitusviðs, framkvæmdastjóri þróunar, sviðsstjóri framkvæmda, sviðsstjóri tæknimála og deildarstjóri landupplýsingakerfis. Inga Dóra hefur störf þann 1. ágúst.

Mikill fengur er af þessum reyndu stjórnendum til að leiða öflugan hóp starfsfólks Umhverfisstofnunar til áframhaldandi árangurs í náttúru- og umhverfisvernd á grundvelli framsýni og samstarfs.   

Heilsa

Frá farsóttanefnd 28. júlí 2021: Staðan og tilkynningar

Frá farsóttanefnd Landspítala:

Landspítali er á hættustigi.

Staðan kl. 12: Átta sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítala með COVID-19, sjö á legudeildum og einn á gjörgæslu. 853 eru í eftirliti á COVID göngudeild, þar af 89 börn. Tveir er á rauðu en 9 einstaklingar flokkast gulir. 17 starfsmenn eru í einangrun, 35 í sóttkví A og í vinnusóttkví eru 165 starfsmenn.

Sérstakar tilkynningar

1. Í gær lögðust fimm einstaklingar inn á Landspítala vegna COVID-19. Því hefur áætlun um fjölgun COVID rýma verið ræst og stendur yfir vinna við að breyta smitsjúkdómadeild A7 í farsóttareiningu. Á meðan á því stendur er lungnadeild A6 í viðbragðsstöðu, sem og gjörgæsludeildir.

2. Árétting varðandi tilkynningu frá í gær um starfsfólk sem snýr til baka eftir orlof innanlands og á að skila einu PCR sýni fyrir COVID-19: Við nánari skoðun hefur verið fallið frá þessari ákvörðun. Eigi að síður eru þeir sem hafa minnstu einkenni eða hafa nýlega verið á stöðum þar sem hafa komið upp smit eindregið hvattir til fara í sýnatöku.

i. Starfsfólk getur pantað sér sýnatöku í Heilsuveru og farið á Suðurlandsbraut 34, það getur látið taka sýni á sinni starfsstöð eða bókað sýnatöku hjá [email protected] Þá verður að koma fram nafn, kennitala, gsm númer og ástæða sýnatöku.
ii. Ef sýni eru tekin á starfsstöð þá er mjög mikilvægt að merkja Aðsetur: Heilsufarsskoðun starfsmanna en ekki viðkomandi deild. Beiðandi er Már Kristjánsson.

3. Mikilvægt er að vanda til beiðna um vinnusóttkví C og sýnatöku. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:
– 1. Nafn starfsmanns
– 2. Kennitala starfsmanns
– 3. Hvort starfsmaður er fullbólusettur eða hefur fengið COVID
– 4. Starfsheiti
– 5. Starfsstöð
– 6. Ástæða sýnatöku (ef við á, t.d. koma erlendis frá, útsetning, endurkoma úr orlofi)
– 7. GSM númer

4. Allir sjúklingar sem hafa legið inni í 48 klst. eða meira skulu skimaðir ef þeir flytjast á aðra stofnun eða þiggja þjónustu heima – þetta er óháð bólusetningastöðu. Frekari leiðbeiningar um skimun inniliggjandi sjúklinga eru í þessu gæðaskjali.

5. Nú gildir 2ja metra regla í kaffistofum og matsölum þar sem fólk tekur niður grímur til að matast.

6. Verið að huga að því að kalla fólk inn til starfa úr orlofi. Viðbragðsstjórn vill biðla til starfsfólks í orlofi,sem hefur þurft að breyta sínum áætlunum vegna faraldursins og gæti hugsað sér að geyma orlof þar til betur árar að gefa sig fram við sinn yfirmann.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Hvað þýða litakóðarnir hjá Covid göngudeildinni?

Í tilkynningu farsóttanefndar Landspítala 27. júlí 2021 er minnt á hvað litakóðarnir sem Covid göngudeildin þýða:

Ástæða er til að útskýra þá litakóðun sem COVID göngudeildin notar til að skilgreina veikindi og tíðni eftirlits með einstaklingum með COVID smit. Það að einstaklingur sé á grænu þýðir ekki sjálfkrafa að hann sé einkennalaus heldur getur hann verið með ýmis einkenni en vegna aldurs, fyrra heilsufars, áhættuþátta o.s.frv. getur hann stigast grænn með litla, meðal, eða mikla áhættu á að þróa frekari veikindi. Á sama hátt eru þeir sem stigast gulir einnig með mismikil einkenni og eftirlit þeirra stýrist af áhættumati og líkum á frekari veikindum. Þeir sem eru rauðir eru með mikil einkenni og eru í mestri áhættu að verða alvarlega veikir og þarfnast innlagnar. Þessi aðferð við að flokka sjúklinga og veita þeim eftirlit við hæfi hefur reynst afar vel á göngudeildinni frá byrjun og er t.d. vegvísir um hvenær skal kalla viðkomandi inn til skoðunar og meðferðar í göngudeild og hversu títt þarf að hringja í hann og meta ástandið. Það gefur því ekki rétta mynd af ástandinu að horfa einungis á fjölda einstaklinga með ákveðna litakóðun heldur eru fleiri breytur sem hjálpa fagfólkinu að skipuleggja eftirlitið og forgangsraða með öryggi sjúklinga að leiðarljósi.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Frá farsóttanefnd 26. júlí 2021: Staðan og tilkynningar

Landspítali er á hættustigi.

Staðan kl. 12: Þrír sjúklingar eru inniliggjandi á legudeildum með COVID, 608 eru í eftirliti á COVID göngudeild, þar af 62 börn. 13 starfsmenn eru í einangrun, 27 í sóttkví A og í vinnusóttkví eru 244 starfsmenn (mun fjölga nokkuð í dag).

Sérstakar tilkynningar

1. Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum. Rakning er langt komin, enginn grunur er um smit út frá þessum smitum ennþá en nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga fer í sóttkví, annars vegar sóttkví A og hins vegar vinnusóttkví. Einnig er skimað í kringum þessi smit að venju.

2. Þegar starfsmenn eru skimaðir eða tekin einkennasýni á starfsstöðvum þeirra er mjög mikilvægt að beiðnirnar séu rétt útfylltar – merkja þarf við Heilsufarsskoðun starfsmanna og ábyrgur læknir er Már Kristjánsson.

3. Mikilvægt að árétta að sjúklingar sem leggjast inn/fara í aðgerðir eða önnur inngrip og eru nýkomnir yfir landamæri (bólusettir innan 5 daga og óbólusettir innan 7 daga) eiga að fara í sóttkví. Taka á sýni við innlögn og á 5. eða 7. degi eftir atvikum. Neikvæð niðurstaða losar sjúkling úr sóttkví. Þá er einnig ástæða til minna á mikilvægi þess að taka sýni fyrir fjölónæmum bakteríum hjá þeim sem hafa verið á sjúkrahúsi erlendis og einangra í samræmi við verklag þar um.

4. Áfram er verið að skoða breytt verklag í eldhúsi og matsölum varðandi matarskömmtun og matarsendingar á deildir. Starfsfólk er beðið um að gæta ítrustu sóttvarna þ.m.t. fjarlægðamarka á þeim stöðum þar sem neysluhlé fara fram (matsalir og kaffistofur).

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin