Innlent

Nýjar áherslur í vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi

Starfshópur um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi hefur skilað Jóni Gunnarssyni, dómsmálaráðherra fyrstu stöðuskýrslu sinni sem hefur að geyma tíu megintillögur og áhersluatriði. Meðal þeirra er vitundarvakning dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra, Neyðarlínunnar og hinna ýmsu samstarfsaðila gegn kynferðisofbeldi, efling ofbeldisgáttar 112 , áframhaldandi þróun á þjónustugátt lögreglunnar , aðgerðaáætlun vegna ofbeldis gegn hinsegin fólki og reglubundin birting tölfræðiupplýsinga um kynbundið ofbeldi á landsvísu.

Fyrsta áfanga lokið

Fyrsta áfanga vitundarvakningar dómsmálaráðuneytisins, ríkislögreglustjóra, Neyðarlínunnar og hinna ýmsu samstarfsaðila gegn kynferðisofbeldi er nú lokið en áfanginn hófst í byrjun mars.  Í herferðinni var almenningur hvattur til að vera vakandi gegn ofbeldi og varpa fram spurningunni: „Er allt í góðu?“ ef áhyggjur vöknuðu og leita til 112 ef svo væri ekki.  Herferðin náði til yfir 200.000 manns í gegnum samfélagsmiðla og innlenda miðla og þúsundir hafa heimsótt ofbeldisgátt 112 í tengslum við herferðina. 

Markmið stjórnvalda er að fjölga tilkynningum og fækka brotum, þar sem kannanir benda til þess að lítill hluti kynferðisbrota sé tilkynntur til lögreglunnar.  176 tilkynningar bárust til lögreglunnar um kynferðisbrot fyrstu þrjá mánuði ársins 2022 sem eru 6% fleiri en að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú árin þar á undan.  Hluti brotanna átti sér stað innan sama tímabils en hluti átti sér stað fyrr. Þegar einungis er litið til tilkynntra kynferðisbrota sem áttu sér stað fyrstu þrjá mánuði ársins þá fækkar þeim um 27% samanborið við meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan.

Annar áfangi hefjist í sumar

Starfshópurinn leggur til að annar áfangi herferðarinnar hefjist í sumar með áherslu á hina fjölmörgu viðburði og hátíðir víðs vegar um land með hvatningu um „Góða skemmtun“ án ofbeldis. Einnig verði miðlað fræðslu til starfsmanna skemmtistaða um það hvernig best megi tryggja öryggi gesta.  Hvatningunni „Góða skemmtun“ í þessu samhengi er ætlað að ramma það inn að hátíðir eiga að vera ánægjulega samkomur og er hvatningunni stillt upp gegn ofbeldi af öllu tagi á skemmtunum og bæjarhátíðum landsins.

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra: „Kynferðisofbeldi eða annað ofbeldi er ekki og á ekki að vera eitthvert lögmál.  Í þeim tilgangi hef ég lagt áherslu á forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi samhliða því að efla rannsóknir og viðbragð réttarvörslukerfisins.  Þegar landsmenn leggja land undir fót og halda á mannamót í sumar þá er mikilvægt að hvetja hvern og einn til að leggja áherslu á góða skemmtun. Þannig snúum við vonandi öll heil heim að skemmtun lokinni.“   

Innlent

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar 13. – 14. júní 2022

01. júlí 2022

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands hefur verið birt hér á vef Seðlabankans. Nefndin ræddi stöðu og horfur fyrir fjármálastöðugleika og helstu áhættuþætti, svo sem þróun efnahagsmála, áhættu fjármálafyrirtækja og fjármálakerfis, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, skuldsetningu heimila og fyrirtækja, stöðuna á fasteignamarkaði og eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja. Jafnframt ræddi nefndin um öryggi og skilvirkni fjármálainnviða og mikilvægi þeirra fyrir stöðugleika fjármálakerfisins. Nefndin fékk upplýsingar um skilaáætlanir fyrir kerfislega mikilvæga banka og um gerð opinberrar stefnu um fjármálastöðugleika sem Fjármálastöðugleikaráð vinnur að.

Fjármálastöðugleikanefnd ákvað að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90% í 85% en að halda hlutfallinu fyrir aðra kaupendur óbreyttu í 80%. Nefndin ákvað jafnframt að setja viðmið um vexti við útreikning greiðslubyrðar í reglum um hámark greiðslubyrðar fasteignalána til neytenda. Viðmiðið er að lágmarki 3% fyrir vexti verðtryggðra íbúðalána og 5,5% fyrir vexti óverðtryggðra íbúðalána. Nefndin ákvað jafnframt að stytta hámarkslánstíma við útreikning greiðslubyrðar fyrir verðtryggð lán og miða þar við 25 ár. Fjármálastöðugleikanefnd ákvað við ársfjórðungslegt endurmat á sveiflujöfnunaraukanum að halda gildi hans óbreyttu en samkvæmt ákvörðun nefndarinnar í september sl. mun hann hækka úr 0% í 2% í lok september 2022.

Þá áréttaði nefndin mikilvægi þess að auka öryggi í innlendri greiðslumiðlun og hraða innleiðingu óháðrar smágreiðslulausnar.

Sjá fundargerðina í heild hér: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Fundur 13. -14. júní 2022 (13.fundur). Birt 1. júlí 2022.

Sjá hér nánari upplýsingar um nefndina og störf hennar

Halda áfram að lesa

Innlent

Tiltekinn fjöldi tapaðra tanna ekki eina forsenda þátttöku sjúkratrygginga vegna slyss

 

Í lögum um sjúkratryggingar er ekki kveðið með tæmandi hætti á um hvaða rétt fólk hefur til fjárhagslegrar aðstoðar vegna tannréttinga. Sama gegndi um reglugerðarákvæði þar að lútandi. 

Halda áfram að lesa

Innlent

Utanríkisráðherra ávarpar sérstaka umræðu mannréttindaráðsins um stöðu mannréttinda í Afganistan

Mikilvægi þess að virðing sé borin fyrir mannréttindum kvenna og stúlkna bar hæst í ávarpi utanríkisráðherra fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í sérstakri umræðu mannréttindaráðsins um stöðu mannréttinda í Afganistan í dag. Ráðherra tók þátt í gegnum fjarfundabúnað. 

„Síversnandi staða mannréttinda kvenna og stúlkna í Afganistan er gífurlegt áhyggjuefni. Ekkert ríki í alþjóðasamfélaginu neitar stúlkum um grunnskólamenntun með aðeins einni undantekningu, Afganistan,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í ávarpi fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Þá lagði hún áherslu á að alþjóðasamfélagið haldi áfram að styðja við afgönsku þjóðina og hvatti til stofnsetningu réttmæts kjörins stjórnvalds sem fulltrúi þjóðarinnar sem virðir jafnframt mannréttindi allra, þar með talið kvenna og stúlkna. 

Ávarp sem utanríkisráðherra flutti á fundinum í dag má lesa í heild sinni hér.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin