Hagstofan

Nýjungar í vísitölu byggingarkostnaðar frá næstu áramótum

Hagstofa Íslands undirbýr tvíþætta breytingu á útreikningsaðferð vísitölu byggingarkostnaðar sem mun koma til framkvæmda við útreikning vísitölunnar í janúar 2022.

Annars vegar mun vísitala byggingarkostnaðar miðast við verðlag án virðisaukaskatts, en hætt verður að miða við verðlag byggingaraðfanga með virðisaukaskatti. Hins vegar mun Hagstofan taka í notkun nýja gagnaheimild við mælingu á vinnulið vísitölunnar. Nýja heimildin er launarannsókn Hagstofunnar þar sem mældur er launakostnaður aðila sem starfa í byggingariðnaði. Með þessu er horfið frá mati á launum byggðum á lágmarkstöxtum úr kjarasamningum.

Um er að ræða nauðsynlegar umbætur á mæliaðferð vísitölunnar. Innleiðing nýju aðferðanna mun ekki sem slík hafa áhrif til hækkunar eða lækkunar á vísitölu byggingarkostnaðar.

Á sama tíma verður birting vísitölu byggingarkostnaðar eingöngu á útreikningstíma en birting á gildistíma, sem rekja mátti til ákvæða þeirra laga sem falla brott um áramótin, verður felld niður.

Hagstofa Íslands greindi fyrst frá þessum breytingum í frétt 20. maí 2021 en þann 11. maí 2021 voru samþykkt lög á Alþingi (43/2021) um brottfall núgildandi laga um vísitölu byggingarkostnaðar (42/1987). Núgildandi lög um vísitölu byggingarkostnaðar munu því falla úr gildi 31. desember 2021. Frá næstu áramótum mun aðferðafræði vísitölunnar falla undir lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163 frá 2007.

Hagstofa Íslands vinnur með aðilum í byggingariðnaði að kynningu á breytingunni og býður notendum sem vilja fylgjast sérstaklega með að skrá sig á póstlista með því að senda eftir því sem við á nafn tengiliðar, nafn fyrirtækis, símanúmer og netfang á [email protected].

Hagstofan

Vöruviðskipti óhagstæð um 151,2 milljarða árið 2020 – lokatölur

Fluttar voru út vörur fyrir 620,3 milljarða króna árið 2020 og inn fyrir 771,5 milljarða króna cif (718,6 milljarða króna fob). Vöruviðskiptin 2020, reiknuð á cif verðmæti, voru því óhagstæð um 151,2 milljarða króna. Vöruskiptahallinn 2020 var 36,3 milljörðum króna minni en árið 2019 þegar vöruviðskiptin voru óhagstæð um 187,4 milljarða á gengi hvors árs. Vöruskiptahallinn 2020 án skipa og flugvéla nam 142,2 milljörðum samanborið við 174,7 milljarða halla árið áður.

Verðmæti útfluttra sjávarafurða jókst um 3,7% á milli ára
Verðmæti vöruútflutnings árið 2020 var 21,6 milljörðum lægra en árið 2019 sem jafngildir lækkun um 3,3% á milli ára.. Iðnaðarvörur voru 48,1% alls útflutningsverðmætis á síðasta ári en verðmæti þeirra dróst þó saman um 2,9% samanborið við árið 2019.

Útflutningur á áli og álafurðum átti stærsta hlutdeild í útflutningi á iðnaðarvörum árið 2020 eða 33,5% af heildar útflutningsverðmæti. Verðmæti útfluttra sjávarafurða var 43,5% af heildar útflutningsverðmæti og jókst um 3,7% frá fyrra ári. Stærstu hlutdeild í útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2020 áttu ferskur fiskur (13,0% af heild) og fryst flök (11,2%). Stærstu viðskiptalönd í vöruútflutningi árið 2020 voru Holland, Spánn og Bretland en 69% alls útflutnings fór til ríkja innan EES.

Minna flutt inn af eldsneyti og flutningatækjum
Árið 2020 var verðmæti vöruinnflutnings 57,8 milljörðum króna lægra en árið 2019 eða 7,0% á gengi hvors árs. Mestu munaði um innflutning á eldsneyti og flutningatækjum. Stærstu hlutdeild í innflutningsverðmæti áttu hrá- og rekstrarvörur (30,5%) og fjárfestingarvörur (22,2%). Stærstu viðskiptalönd í vöruinnflutningi árið 2020 voru Þýskaland, Noregur og Kína. Verðmæti innflutnings frá ríkjum innan EES nam 58% alls innflutnings árið 2020.

Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar-desember 2019 og 2020
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá
fyrra ári
á gengi hvors árs
% jan-des
Janúar-desember
  2019 2020
Útflutningur alls fob 641.859,7 620.287,7 -3,3
Sjávarafurðir 260.370,9 269.918,1 3,7
Landbúnaðarvörur 30.819,0 35.317,2 14,8
Iðnaðarvörur 307.540,1 298.481,1 -2,8
Aðrar vörur 43.129,7 16.571,4 -60,9
Innflutningur alls fob 829.285,7 771.454,2 -7,0
Matvörur og drykkjarvörur 78.895,8 82.116,2 4,1
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 238.724,1 235.505,4 -1,3
Eldsneyti og smurolíur 97.574,3 50.485,1 -48,3
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 177.099,5 171.506,8 -3,1
Flutningatæki 124.206,8 98.634,0 -20,6
Neysluvörur ót.a. 112.318,5 132.627,2 18,0
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 466,7 579,6 23,5
Vöruviðskiptajöfnuður -187.425,9 -151.166,5

Talnaefni

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Starfandi einstaklingum í ágúst fjölgaði um 3,9% á milli ára

Flýtileið yfir á efnissvæði