Innlent

Nýr samningur við ljósmæður og aðgerðaáætlun um barneignaþjónustu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýgerðan rammasamning Sjúkratrygginga Íslands við ljósmæður vegna fæðinga og umönnunar sængurkvenna í heimahúsum. Helsta nýmæli samningsins felst í stóraukinni þjónustu við mæður sem þurfa ráðgjöf vegna brjóstagjafar. Ráðherra hefur jafnframt samþykkt aðgerðaáætlun til ársins 2030 sem miðar að því að bæta barneignaþjónustu, jafnt á meðgöngutíma, við fæðingu barns og í kjölfar fæðingar.

Árið 2020 fjölgaði konum sem nutu aðstoðar við heimafæðingu um 40% frá fyrra ári. Sjálfstætt starfandi ljósmæður hafa ekki getað annað eftirspurn eftir þjónustu við konur sem kjósa að fæða í heimahúsum og hefur heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að efla fæðingarþjónustu sem miðar að eðlilegu fæðingarferli og vali kvenna á fæðingarstað. Með þeim samningi sem nú hefur verið undirritaður er stuðlað að því að fæðandi konur fái þjónustu á viðeigandi þjónustustigi í samræmi við heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Samfelld þjónusta eykur öryggi og ánægju kvenna og fjölskyldna þeirra og bætir útkomu þjónustunnar. Í nýjum samningi er skapað rými fyrir aukna þjónustu og eftirfylgd vegna fæðingar andvana barns. Þá er það nýmæli að vitjunum brjóstagjafaráðgjafa er fjölgað og tímabilið sem konur geta nýtt sér þjónustu þeirra er lengt úr tíu dögum í 6 mánuði eftir fæðingu. 

Aðgerðaáætlun til ársins 2030

Við þróun barneignarþjónustunnar er mikilvægt að viðhalda góðum árangri sem hér á landi er með því besta sem þekkist. Engu að síður er mikilvægt að nýta öll færi sem gefast til að bæta enn frekar heilsu og líðan fjölskyldna í barneignarferli.

Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er m.a. lögð áhersla á þjónustustýringu og flæði notenda milli þjónustustiga og hvernig stýra megi þjónustu til að tryggja öryggi, hagkvæmni og jafnræði. Til þess þarf að vera yfirsýn yfir þjónustuna, mismunandi þætti hennar og upplýsingaflæði milli þeirra. Teymisvinna og skipulögð samvinna milli starfsfólks heilsugæslustöðva og einnig milli ljósmæðra og fæðingarlækna, er lykilatriði enda hefur sýnt sig að fæðingarútkoma er best þar sem gott samstarf er á milli þessara stétta. Aðgerðaáætlunin miðar að því að því að auka yfirsýn, aðgengi og samfellu í þjónustunni til að tryggja öryggi, gæði og fagmennsku hennar, óháð búsetu, fjárhag og félagslegri stöðu skjólstæðinga.

Heilbrigðisráðherra samþykkti meðfylgjandi aðgerðaáætlun um barneignaþjónustu á alþjóðadegi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um sjúklingaöryggi sem í ár var tileinkaður öryggi fæðandi kvenna og nýburum um allan heim. Áætlunin er byggð á skýrslu starfshóps sem heilbrigðisráðherra fól að gera tillögur að bættri barneignaþjónustu með áherslu á að auka samþættingu milli meðgönguverndar, fæðingarhjálpar og þjónustu við konur í sængurlegu. Yfirsýnin yfir þjónustuna og samvinnan milli stofnana er gríðarlega mikilvæg og einnig bakstuðningur fyrir fagfólk sem eykur fagmennsku og aðgengi að nauðsynlegri þjónustu og eykur þar með öryggi kvenna og barna. Skýrsla með tillögum starfshópsins var birt til  umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í byrjun þessa árs og bárust sjö umsagnir sem einnig voru hafðar til hliðsjónar við gerð meðfylgjandi áætlunar.

Innlent

Umræðuferli hjá ESMA er hafið varðandi bestu framkvæmd á grundvelli MiFID 2

15. október 2021

Bygging Seðlabanka Íslands

ESMA hefur sett af stað umræðuferli um tillögur að endurbótum á skýrsluskilum í tengslum við bestu framkvæmd á grundvelli MiFID 2. Tillögurnar eiga að miða að því að tryggja árangursríka og samræmda reglusetningu og eftirlit ásamt því að efla fjárfestavernd.

Hagsmunaaðilar eru hvattir til að senda athugasemdir fyrir 23. desember 2021, sjá nánar á vef ESMA.

Halda áfram að lesa

Innlent

Búist við úrkomu aðfaranótt mánudags á Seyðisfirði

15 Október 2021 15:49

Búist við úrkomu aðfaranótt mánudags á Seyðisfirði

//English below//

//Polski poniżej//

Búist er við úrkomu á Austfjörðum aðfaranótt mánudags og fram á miðvikudagsmorgun. Aukin ákefð er í spánni uppúr hádegi á mánudegi og helst hún fram á hádegi á þriðjudag í hvassri austan eða norðaustan átt. Uppsöfnuð úrkoma gæti orðið 100-120 mm. Af þessum sökum gæti komið til rýmingar í húsum undir Botnabrún á Seyðisfirði einkum í nágrenni við stóra skriðusárið. Ekki er orðið ljóst hversu viðamikil sú rýming yrði og verður tekin ákvörðum um framhaldið um miðjan dag næstkomandi sunnudag. Fólk er vinsamlegast beðið um að fylgjast með veðurspá og fréttatilkynningum á sunnudaginn.

Enn er mikilvægt að sýna aðgæslu vegna umferðar á göngustígum meðfram Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. 

Þá er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins 1717.

//English//

Precipitation is expected on the eve of Monday in Seyðisfjörður

Precipitation is expected in the East Fjords on the eve of Monday and until Wednesday morning. There is increased intensity in the forecast from noon on Monday, and it will remain until noon on Tuesday with sharp easterly or north-easterly winds. Cumulative precipitation could be 100-120 mm. Therefore, there could be evacuations in houses under Botnabrún in Seyðisfjörður, especially in the vicinity of the big landslide wound. It has not become clear how extensive that evacuation would be, and a decision will be made about the next steps mid-day next Sunday. People are kindly asked to monitor the weather forecast and press releases on Sunday.

It is still important to show caution due to traffic on footpaths along the Búðará river and elsewhere where levees direct the landslide flow. 

Also, remember The Red Cross helpline at 1717.

//Polski//

Spodziewane opady deszczu w poniedziałek w nocy w Seyðisfjörður

Opady spodziewane są na Fiordach Wschodnich od poniedziałku nocy do środy rano. Prognoza przewiduje w poniedziałek od godzin południowych wiatr o kierunku  wschodnim lub północno-wschodnim przybierającym  na sile do wtorku do południa. Skumulowane opady mogą wynosić 100-120 mm. W związku z tym może dojść do ewakuacji w domach pod Botnabrún w Seyðisfjörður, zwłaszcza w okolicach osuwiska z zeszłego roku  Nie jest jasne, jak rozległa będzie ta ewakuacja, a decyzje o jej kontynuacji zostaną podjęte w połowie przyszłej niedzieli. Uprzejmie prosimy o śledzenie prognozy pogody i komunikatów prasowych w niedzielę.

Należy zachować ostrożność pod względem przemieszczania się  wzdłuż rzeki Búðará oraz w innych miejscach, gdzie fortyfikacje kierują drogą osuwiska.

Przypominamy również o infolinii Czerwonego Krzyża 1717.

▪ Na stronie Islandzkiego Biura Meteorologicznego znajduje się pasek  powiadomień, gdzie  można uzyskać dostęp do informacji na temat monitoringu oraz nie tylko.

Halda áfram að lesa

Innlent

Ársskýrsla Neytendastofu komin út

15.10.2021

Ársskýrsla Neytendastofu fyrir árið 2020 er komin út.

Í ársskýrslunni er farið yfir lykiltölur og helstu stjórnsýsluverkefni hvers sviðs stofnunarinnar. Þá er gerð grein fyrir nokkrum af öðrum verkefnum sem stofnunin sinnti á árinu, svo sem setningu reglna og umsagna um lagafrumvörp.
Í formála forstjóra eru raktar þær breytingar sem gerðar voru á starfsemi stofnunarinnar árið 2020 með nýjum forstjóra og tilfærslu verkefna frá Neytendastofu.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin