Innlent

Nýr vefur með gagnvirkri framsetningu tölfræðiupplýsinga á sviði félags- og heilbrigðismála

Nýr vefur með gagnvirkri framsetningu tölfræðiupplýsinga á sviði félags- og heilbrigðismála hefur verið settur í loftið á vegum NOSOSKO og NOMESKO, en það eru norrænar nefndir sem starfa að félags- og heilbrigðismálum og hafa það markmið að þróa og birta samanburðahæfar tölulegar upplýsingar um stöðuna á þessum tveimur sviðum. Á vefnum er bæði hægt að finna tölfræði og þemaskýrslur þar sem ákveðin efni eru tekin fyrir og rýnd.

Gagnvirk birting á vef mun auðvelda aðgengi haghafa að tölulegum upplýsingum sem nýta má til stefnumótunar auk markvissrar miðlunar á þekkingu á sviði félags- og heilbrigðismála. Upplýsingarnar á vefnum koma frá hagstofum Norðurlandanna auk hinna ýmsu stofnana í hverju landi fyrir sig. Gögn fyrir Ísland koma meðal annars frá Hagstofu Íslands, Tryggingastofnun ríkisins, embætti landlæknis, Lyfjastofnun og Krabbameinsskrá.

Félagsmálaráðuneytið hefur, í gegnum þátttöku í NOSOSKO, og í samvinnu við embætti landlæknis, sem vinnur með NOMESKO, unnið að undirbúningi vefsíðunnar ásamt þeim stofnunum sem eru taldar upp hér að ofan. Hér má finna vefinn

Innlent

Hyundai á Íslandi innkallar 105 Hyundai Tucson bifreiðar

28.07.2021

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 105 Hyundai Tucson NX4 HEP/PEHV af árgerð 2020-2021. Ástæða innköllunarinnar er að viðkomandi ökutæki uppfylla ekki Evrópureglugerðir um lyklalaust aðgengi ef bilun á sér stað.

Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis eða símleiðis

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

Halda áfram að lesa

Innlent

Um grímuskyldu

Nokkurrar óvissu hefur gætt um framkvæmd reglugerðar nr. 587/2021frá 25. júlí s.l. um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Óvissan hefur einkum beinst að því hversu langt skyldan til að bera andlitsgrímur nær.

SVÞ finnst því ástæða til að skýra þessi atriði frekar.

Samkvæmt skýru ákvæði reglugerðarinnar er einungis um að ræða skyldu til að bera andlitsgrímu inni í verslunum og öðrum sambærilegum stöðum, þegar ekki er hægt að tryggja a.m.k eins metra fjarlægð milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Ákvæði sem upphaflega var í reglugerðinni þess efnis að einnig bæri að bera anliltsgímur þegar loftræsting væri ófullnægjandi, hefur verið felld út.

Eftir þessu er það lagt í hendur hvers fyrirtækis fyrir sig að meta hvenær ekki er hægt að tryggja nálægðartakmörkun með fullnægjandi hætti.

Halda áfram að lesa

Innlent

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar 28. – 29. júní

27. júlí 2021

Fjármálastöðugleikanefnd ásamt ritara nefndarinnar
Fjármálastöðugleikanefnd ásamt ritara nefndarinnar

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands 28. – 29. júní 2021 hefur verið birt hér á vef Seðlabankans. Nefndarmenn ræddu meðal annars um stöðu og horfur fyrir fjármálastöðugleika, stöðu efnahagsmála, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, stöðu og áhættu í fjármálakerfinu og í rekstri einstakra fjármálafyrirtækja, vanskil, fasteignamarkaðinn, álagspróf, kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki, fjármálasveifluna, ný heildarlög um gjaldeyrismál, sveiflujöfnunaraukann og takmörkun á fasteignalánum.

Sjá hér: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Fundur 28. – 29. júní 2021 (8.fundur). Birt 27. júlí 2021.

Sjá nánari upplýsingar um nefndina hér.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin