Innlent

Nýsköpunarmiðstöð Alþjóðagreiðslubankans opnar norræna starfsstöð (BIS Innovation Hub Nordic Centre)

16. júní 2021

Í dag var opnuð norræn starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar Alþjóðagreiðslubankans í Stokkhólmi. Miðstöðin verður rekin í samstarfi við seðlabanka Danmerkur, Íslands, Noregs og Svíþjóðar. Þetta er fimmta starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvarinnar sem opnuð er á tveimur árum en starfsstöðvar eru einnig í Hong Kong, Singapúr, Sviss og London.

Nýsköpunarmiðstöð Alþjóðagreiðslubankans var stofnuð af bankanum árið 2019 til að greina og þróa skilning á helstu straumum og stefnum í fjártækni sem tengjast starfi seðlabanka, leita tækifæra til að þróa tæknilausnir til að efla virkni fjármálakerfisins í almannaþágu og til að þjóna sem miðstöð fyrir skoðanaskipti og samstarf sérfræðinga innan seðlabanka á sviði nýsköpunar.

Viðfangsefni Nýsköpunarmiðstöðvar Alþjóðagreiðslubankans beinist fyrst í stað að sex sviðum: notkun tækni í eftirliti og reglusetningu (e. subtech og regtech), þróun innviða á fjármálamarkaði, rafrænu seðlabankafé, opnu fjármálaaðgengi, tölvuöryggi og grænum fjármálamarkaði. Vinna í tengslum við þessa málaflokka dreifist á milli starfstöðva Nýsköpunarmiðstöðvarinnar. Ekki er enn búið að afmarka sérstök verkefni fyrir norrænu starfsstöðina.

Opnunin í dag er liður í að gera starfsemina enn alþjóðlegri. Þáttur í þeirri áætlun er einnig opnun starfsstöðva með Seðlabanka Kanada í Toronto og Seðlabanka Evrópu í Frankfurt og París. Alþjóðagreiðslubankinn undirritaði jafnframt í janúar á þessu ári viljayfirlýsingu um stefnumarkandi samstarf við Seðlabanka Bandaríkjanna í New York.

Þeir sem tóku þátt í opnun norrænu starfsstöðvarinnar í dag voru: Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans, Benoît Cœuré, stjórnandi BIS Innovation Hub, Åsa Lindhagen, ráðherra fjármálamarkaða í Svíþjóð, Lars Rohde, bankastjóri Seðlabanka Danmerkur, Gunnar Jakobsson, varabankastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, Øystein Olsen, bankastjóri Seðlabanka Noregs, Stefan Ingves, bankastjóri Seðlabanka Svíþjóðar og Cecilia Skingsley, fyrsti varabankastjóri Seðlabanka Svíþjóðar.

Hægt er að horfa á upptöku af opnunarathöfninni á vef Sænska Seðlabankans: Opnun norrænu starfsstöðvar Nýsköpunarmiðstöðvar Alþjóðagreiðslubankans

Innlent

Um grímuskyldu

Nokkurrar óvissu hefur gætt um framkvæmd reglugerðar nr. 587/2021frá 25. júlí s.l. um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Óvissan hefur einkum beinst að því hversu langt skyldan til að bera andlitsgrímur nær.

SVÞ finnst því ástæða til að skýra þessi atriði frekar.

Samkvæmt skýru ákvæði reglugerðarinnar er einungis um að ræða skyldu til að bera andlitsgrímu inni í verslunum og öðrum sambærilegum stöðum, þegar ekki er hægt að tryggja a.m.k eins metra fjarlægð milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Ákvæði sem upphaflega var í reglugerðinni þess efnis að einnig bæri að bera anliltsgímur þegar loftræsting væri ófullnægjandi, hefur verið felld út.

Eftir þessu er það lagt í hendur hvers fyrirtækis fyrir sig að meta hvenær ekki er hægt að tryggja nálægðartakmörkun með fullnægjandi hætti.

Halda áfram að lesa

Innlent

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar 28. – 29. júní

27. júlí 2021

Fjármálastöðugleikanefnd ásamt ritara nefndarinnar
Fjármálastöðugleikanefnd ásamt ritara nefndarinnar

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands 28. – 29. júní 2021 hefur verið birt hér á vef Seðlabankans. Nefndarmenn ræddu meðal annars um stöðu og horfur fyrir fjármálastöðugleika, stöðu efnahagsmála, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, stöðu og áhættu í fjármálakerfinu og í rekstri einstakra fjármálafyrirtækja, vanskil, fasteignamarkaðinn, álagspróf, kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki, fjármálasveifluna, ný heildarlög um gjaldeyrismál, sveiflujöfnunaraukann og takmörkun á fasteignalánum.

Sjá hér: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Fundur 28. – 29. júní 2021 (8.fundur). Birt 27. júlí 2021.

Sjá nánari upplýsingar um nefndina hér.

Halda áfram að lesa

Innlent

Ungir Íslendingar geti búið og starfað í Bretlandi

Samkomulag er í höfn milli Íslands og Bretlands sem gerir ungu fólki frá Íslandi, á aldrinum 18 til 30 ára, mögulegt að búa og starfa í Bretlandi í allt að tvö ár. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, undirrituðu samkomulagið í dag en það gerir ungum Bretum að sama skapi mögulegt að búa og starfa á Íslandi. 

Viðræður um framtíðarsamband Íslands og Bretlands hafa verið afar umfangsmiklar. Í byrjun júlí undirritaði ráðherra nýjan fríverslunarsamning við Bretland og þá hefur einnig verið skrifað undir samkomulag við bresk stjórnvöld um samstarf á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar og geimvísinda

Guðlaugur Þór fagnar samkomulaginu sem hann segir afar mikilvægt. „Við höfum frá upphafi lagt áherslu á að tryggja tækifæri ungs fólks til þess að búa, starfa og mennta sig í Bretlandi, sem sést meðal annars í þeirri staðreynd að Ísland er fyrsta ríkið á öllu Evrópska efnahagssvæðinu til að gera samning við Bretland um vinnudvöl ungs fólks frá því landið gekk úr Evrópusambandinu. Ég er sannfærður um að sterk tengsl ríkjanna muni styrkjast enn frekar með þessum samningi,“ segir Guðlaugur Þór. 

Eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu þurfa allir sem vilja flytja til Bretlands að sækja um dvalarleyfi og uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi Bretlands, en nýja samkomulagið mun auðvelda ungu fólki frá Íslandi ferlið til muna. 

Áætlað er að nýja fyrirkomulagið taki gildi í byrjun árs 2022 að undangengnum nauðsynlegum lagabreytingum. 

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin