Innlent

Óbreytt rýmingarsvæði á Seyðisfirði – Hættustig áfram í gildi

Mynd frá hreinsunarstarfi tekin 29. desember s.l.

3 Janúar 2021 12:48

//English below//
//Polski poniżej//

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi:

  • Óbreytt rýmingarsvæði á Seyðisfirði.
  • Áfram í gildi hættustig almannavarna á Seyðisfirði.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórinn á Austurlandi ásamt vettvangsstjórn og ráðgjöfum fundaði nú í morgun vegna hreinsunarstarfs á Seyðisfirði.  Í dag ganga yfir hlýindi og því verður ekki unnið að fullum krafti innan þess svæðis sem stóra skriðan féll á 18. desember síðastliðinn.  Hreinsunar- og viðgerðarstarf verður unnið utan þess svæðis og búið í haginn vegna vinnu komandi viku.  Þá er veðurútlit gott og má búast við að vinna fari af stað af fullum krafti á morgun.

Þrátt fyrir að upptakasvæði skriðanna sé ekki innan rýmingarreits, þá er áréttað að þar getur verið hættulegt að fara um vegna lausra jarðlaga, skriðubrúna og sprungna sem hafa myndast.

Fylgst verður með aðstæðum í dag, farið upp í Botnabrún og sprungur skoðaðar, og gerðar mælingar á hreyfingu jarðlaga. Engin hreyfing mældist í morgun en hún hefur verið lítil sem engin undanfarna viku.

Áfram er í gildi óbreytt rýming á því svæði sem kynnt var fyrir áramót.

Þjónustumiðstöð almannavarna er opin í Herðubreið á Seyðisfirði í dag. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir á netfangið [email protected] og hringja í 839-9931 utan opnunartíma. 

Mynd frá hreinsunarstarfi tekin 29. desember s.l.


//English//

Announcement from the Civil Protection Department of the National Commissioner of the Icelandic Police and the Chief of Police in East Iceland:

  • Evacuation protocol in the Seyðisfjörður Evacuation Zone remains in effect.
  • The Civil Protection Crisis Level in Seyðisfjörður remains in effect.

The Civil Protection Department of the National Commissioner of Police, the Commissioner of Police in East Iceland, together with the operations committee and special advisers met this morning to review clean-up operations in Seyðisfjörður.  Today will see warmer temperatures and therefore the team will not be able to operate at full capacity within the zone where the majority of the mudflow impact was felt on December 18th.  Cleaning and repair work will be performed outside that zone and preparations made for the work ahead over the coming week.  The weather forecast is good and efforts can be expected to resume in full force tomorrow.

Although the source of the mudflows is not within the evacuation section, we would like to emphasize that it can be dangerous to traverse the area due to loose strata, mudflow edges and cracks that have formed.

Today’s situation will be monitored closely, with expeditions up to Botnabrún where cracks will be examined and readings made of the movement of strata. No movement was detected this morning but almost no movements have been detected over the past week.

The evacuation protocol that was announced before the end of the year will remain in force as before.

The Civil Protection Service Center is open today at Herðubreið in Seyðisfjörður. Inquiries can also be made by email to [email protected] and at 839 9931 outisde of opening hours.


//Polski//

Komunikat Departamentu Ochrony Ludności Krajowego Komisarza Policji i Szefa Policji we wschodniej Islandii: 

  • Niezmieniony obszar ewakuacji w Seyðisfirði.
  • W dalszym ciągu stan alarmowy dla Seyðisfirði.

Po obserwacjach ekspertów Biura Meteorologicznego i pracach porządkowych w Seyðisfjörður, zdecydowano, że obszar ewakuacji pozostanie niezmieniony przynajmniej do jutra, do południa. Wtedy zostaną podjęte dalsze decyzje.

Departament Ochrony Ludności Krajowego Komisarza Policji, Komisarza Policji we wschodniej Islandii, wraz z zarządem i doradcami spotkali się dziś rano w związku z pracami porządkowymi w Seyðisfjörður. Dziś będzie ciepło i dlatego w rejonie, w którym 18 grudnia nastąpiło osunięcie się zimii, prace porządkowe nie będą w pełni realizowane. Prace porządkowe i naprawcze będą wykonywane poza tym obszarem i przygotowane do uporządkowania w przyszłym tygodniu. Pogoda jest dobra i możemy spodziewać się, że jutro prace rozpoczną się w pełni.

Chociaż obszar osuwisk nie znajduje się w obszarze ewakuacji, podkreśla się, że chodzenie po nim może być niebezpieczne ze względu na luźne warstwy gleby, mosty osuwiskowe i powstałe pęknięcia.

Dzisiejsza sytuacja będzie monitorowana, aż do Botnabrún i zbadane pęknięcia, a także pomiary  aktywności w ruchach warstw gleby. Tego ranka nie wykryto żadnej aktywność, tak jak prawie w ciągu ostatniego tygodnia.

W rejonie, jaki został wyznaczony do ewakuacji przed końcem roku w dalszym ciągu obowiązuje ewakuacja.

Centrum Departamentu Ochrony Ludności Herðubreið będzie dzisiaj otwarte w Seyðisfjörður. Zapytania można przesyłać na adres e-mail: [email protected] i dzwonić pod numer 839 9931 poza godzinami otwarcia.

Innlent

Frumvarp til innleiðingar á hringrásarhagkerfi lagt fram á Alþingi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi sem felur í sér innleiðingu Evróputilskipana sem er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Tilgangurinn er að ýta undir bætta endurvinnslu úrgangs, draga úr myndun hans og draga stórlega úr urðun. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald.

Markmiðið með hringrásarhagkerfi er að draga úr auðlindanotkun, auka líftíma auðlinda jarðar og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur. Þannig eru fullnægjandi úrgangsforvarnir og úrgangsstjórnun mikilvægur hluti þess sem til staðar þarf að vera í virku hringrásarhagkerfi. Ljóst er að tækifæri eru til bættrar úrgangsstjórnunar hér á landi. Endurvinnsla heimilisúrgangs var einungis 28% árið 2018 en markmiðið var 50% árið 2020 samkvæmt gildandi löggjöf. Á komandi árum verður markmiðið hækkað í 65% og því ljóst að bregðast þarf strax við með bættri úrgangsstjórnun hér á landi. Með frumvarpinu er ætlunin að stíga mikilvæg skref í átt að hringrásarhagkerfi.

Með frumvarpinu er komið á skyldu til flokkunar og söfnunar fleiri úrgangstegunda en í núgildandi lögum og samræmdum flokkunarmerkingum á landsvísu. Jafnframt að skylt verði að flokka byggingar- og niðurrifsúrgang.

Skerpt er á þeirri skyldu í lögunum að sveitarfélög og fyrirtæki sem safna flokkuðum úrgangi komi honum sannanlega til endurvinnslu. Þá eru lagðar til breytingar sem varða heimildir sveitarfélaga til innheimtu gjalds fyrir meðhöndlun úrgangs.

Í frumvarpinu er lögð til framlengd framleiðendaábyrgð fyrir allar umbúðir, sem felur í sér að framleiðendur og innflytjendur bera ábyrgð á vöru þegar hún er orðin að úrgangi. Úrvinnslugjald er lagt á vöruna til þess að standa undir þeim kostnaði sem hlýst af meðhöndlun viðkomandi úrgangs og Úrvinnslusjóður sér um framkvæmdina. Þá er lagt til að framleiðendaábyrgð gildi einnig um plastvörur og veiðarfæri úr plasti.  

„Innleiðing hringrásarhagkerfisins er eitt af stóru áherslumálunum mínum. Við höfum þegar gripið til ákveðinna aðgerða varðandi plastmengun, mótun nýrrar stefnu um meðhöndlun úrgangs er á lokametrunum og sama gildir um aðgerðaáætlun um að draga úr matarsóun. Í þessu frumvarpi eru stjórntæki úrgangsmála styrkt til muna, þjónusta við almenning aukin og frekari kröfur gerðar til flokkunar úrgangs og meðhöndlunar hans, ekki síst að draga stórlega úr urðun sem er stórt loftslagsmál. Þá er kveðið á um að samræma flokkunarmerkingar á öllu landinu. Ég bind miklar vonir við að þetta frumvarp verði að lögum í vor og að það muni leiða til þess að við náum markmiðum okkar í úrgangsmálum sem fyrst,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum
um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi).

Halda áfram að lesa

Innlent

Ráðherra undirritar Bratislava yfirlýsingu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag s.kBratislava yfirlýsingu er hann tók þátt í fundi Forest Europe, en fjöldi ráðherra skógarmála í Evrópu sátu fundinn. Forest Europe er samstarf ráðherra á því sviði í álfunni sem hefur það markmið að efla og samhæfa, vernd, ræktun og nýtingu skóga í Evrópu.

Bratislava yfirlýsingin sem ráðherrarnir undirrituðu felur meðal annars í sér að stefnt er að því að stöðva eyðingu líffræðilegrar fjölbreytni í skógum, endurheimt skóga og að hlutverk skóga í jarðvegsvernd sé að fullu viðurkennt. Jafnframt felur hún í sér staðfestingu á  að skógar leiki stórt hlutverk við að sjálfbærni nái fram að ganga þ.á.m. í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Einnig er viðurkennt að hagaðilar hafi mikilvægu hlutverki að gegna í leiðinni að sjálfbærni sem og mikilvægi rannsókna í skógrækt og kynning á vísindalegri þekkingu.

Með undirritun sinni staðfestu ráðherrarnir einnig áframhaldandi vinnu og samstarf um þætti skógræktar á borð við gerð landsáætlana fyrir skógrækt, aðlögun skóga að loftslagsmálum og stuðning við hringrásarhagkerfið.

„Með þessari yfirlýsingu erum við að efla samstarf í Evrópu á sviði skóga, skógverndar, endurheimtar skóga og nýskógræktar. Þetta er mikilvægur liður í að styðja við stefnu um náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum þar sem á sama tíma er horft til loftslagsmála, endurheimtar líffræðilegrar fjölbreytni og að sporna gegn landeyðingu með samhæfingu þessara stóru umhverfismála að leiðarljósi, en ég hef lagt ríka áherslu á þessa nálgun í ráðherratíð minni. Það var jafnframt ánægjulegt að heyra hversu víða hefur komið í ljós síðasta árið hvað skógar sem útivistarsvæði geta haft jákvæð áhrif á heilsu og lífsgæði fólks,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Halda áfram að lesa

Innlent

Öll þingmál heilbrigðisráðherra komin til nefndar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn