Almannavarnir

Óbreytt rýmingarsvæði á Seyðisfirði yfir áramót – Hættustig almannavarna áfram í gildi

//Polski poniżej//
//English below//

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi:

 • Óbreytt rýmingarsvæði á Seyðisfirði fram yfir áramót.
 • Áfram í gildi hættustig almannavarna á Seyðisfirði.

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lagt mat á hættu á skriðuföllum á núgildandi rýmingarsvæði.  Ekki hefur orðið vart við neinar hreyfingar á jarðvegi frá því fyrir jól og eru aðstæður metnar stöðugar eins og er, á meðan kalt er í veðri og ekki rigning.  Í hlýindaköflum og rigningartíð er líklegt að svæðið verði óstöðugt og þyrfti þá að grípa til rýminga í varúðarskyni. 

Aðgengi að mörgum húsanna er erfitt og ljóst að mikið hreinsunarstarf þarf að vinna áður en almenn umferð verður heimiluð um svæðið. Að því sögðu hefur lögreglustjórinn á Austurlandi ákveðið að halda áfram óbreyttri rýmingu í gildi fram yfir áramót, hið minnsta.  

Hlé verður á hreinsunarstarfi yfir áramótin og hefst að nýju 2. Janúar.

Þjónustumiðstöð almannavarna verður lokuð yfir áramótin en hægt er að senda inn fyrirspurnir á netfangið [email protected] og hringja í 839 9931 utan opnunartíma.  


//Polski//

Komunikat Departamentu Ochrony Ludności Krajowego Komisarza Policji i Szefa Policji we wschodniej Islandii:

 • Niezmieniony obszar ewakuacji w Seyðisfirði do Nowego Roku.
 • W dalszym ciągu stan alarmowy dla Seyðisfirði.

Eksperci z Islandzkiego Urzędu Meteorologicznego ocenili ryzyko osuwisk w obecnym rejonie ewakuacji. Od świąt nie zaobserwowano tam żadnej aktywności gleby, a warunki teraz podczas gdy temperatura jest niska i nie ma deszczu uważane za stabilne. W okresach ciepłych i deszczowych obszar może stać się niestabilny i jako środek ostrożności konieczne będzie podjęcie środków ewakuacyjnych.

Dostęp do wielu domów jest utrudniony i oczywiste jest, że należy wykonać wiele prac porządkowych, zanim ruch publiczny zostanie dopuszczony w okolicy. Dlatego, komendant policji we wschodniej Islandii podjął decyzję o kontynuacji obowiązującej ewakuacji w niezmienionej formie przynajmniej do końca roku. W Nowy Rok nastąpi przerwa w pracach porządkowych, które rozpoczną


//English//

Announcement from the Civil Protection Department of the National Commissioner of the Icelandic Police and the Chief of Police in East Iceland:

 • Evacuation protocol in the Seyðisfjörður Evacuation Zone will remain in effect until the end of the year.
 • The Civil Protection Crisis Level in Seyðisfjörður remains in effect.

Experts from the Icelandic Meteorological Office have assessed the risk of mud flow in the current evacuation zone.  No movement of sediment or soil has been observed since before Christmas and current conditions have been assessed as stable, while weather conditions remain cold and without precipitation.  During warm periods and the rainy seasos, the area is likely to become unstable again and precautionary evacuation measures may be required. 

Access to many homes in the zone remains difficult and it is clear that considerable cleaning efforts lie ahead before public traffic can resume within the zone. That being said, the Chief of Police in East Iceland has decided that evacuation protocols will remain unchanged and will extend into the new year, at a minimum.  

There will be a break in cleaning efforts over the New Year but they are set to resume January 2nd.

The Civil Protection Service Center will be closed over the New Year, but inquiries can be sent by e-mail to [email protected] or by phone at 839 9931, outside opening hours.  

Síðast uppfært: 31. desember 2020 klukkan 13:43

Almannavarnir

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings.

Almenningur er hvattur til að sýna aðgát með opinn eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Það þarf ekki mikinn neista til þess að af verði stórt bál.

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr hættu af gróðureldum https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/ og einnig inn á https://www.grodureldar.is/

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Hættustig vegna hættu á gróðureldum

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vestfjörðum, Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. (Sjá tilkynningu vegna óvissustigs). Svæðið sem um er að ræða nær frá Breiðafirði að Eyjafjöllum. Þessi ákvörðun er byggð á undanfarið hefur lítið rignt þessu svæði og veðurspá næstu daga sýnir ekki neina úrkomu af ráði.

Hættustig almannavarna er sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum þó ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sé að ræða.  Að lýsa yfir hættustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings

Banna opin eld vegna þurrkatíðar
Samhliða því að fara á hættustig þá hafa allir slökkviliðsstjórar, á því svæði sem hættustig nær yfir, tekið þá sameiginlegu ákvörðun að banna meðferð opins elds vegna þurrkatíðar sem nú geysar. Slökkviliðsstjórar hafa sammælst um að slíkt bann sé nauðsynlegt þar sem mikil eldhætta getur skapast af litlum neista.

Bann þetta er í samræmi við reglugerð nr. 325/2016 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.

26. gr.
Afturköllun leyfis.

Sýslumanni er heimilt að afturkalla leyfi sem veitt eru skv. reglugerð þessari ef skilyrðum í leyfi er ekki fylgt eða ef upp koma þær aðstæður að hætta er talin geta stafað af leyfðri brennu.

Slökkviliðsstjóri getur stöðvað leyfða sinubrennu, eða að kveikt sé í bálkesti, og bannað meðferð opins elds sé það talið viðsjárvert vegna veðurs eða af öðrum öryggisástæðum.

Bann þetta tekur gildi frá og með deginum í dag (11.5.2021) og tekur til þess landsvæðis sem hættustigið nær yfir. Bannið gildir þar til tilkynning um afléttingu er send út. Brot varða sektum.

Almenningur og sumarhúsaeigendur á svæðinu eru hvattir til að:

 • Ekki kveikja eld innan sem utandyra (kamínur, grill,  varðeldar, flugeldar og fleira)
 • Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill
 • Kanna flóttaleiðir við sumarhús  
 • Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun
 • Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista
 • Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta)
 • Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er

Hægt er að kynna sér betur hættur vegna gróðurelda:

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112.

Mynd: Landhelgisgæslan
Mynd: Landhelgisgæslan

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum.

Svæðið sem um er að ræða nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt þessu svæði undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði.

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings.

Almenningur er hvattur til að sýna aðgát með opin eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Það þarf ekki mikinn neista til þess að af verði stórt bál.

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112.

Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (www.almannavarnir.is) má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr hættu af gróðureldum https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/ og einnig inn á https://www.grodureldar.is/

Sjá meðferð eld á grónu svæði

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin