Connect with us

Samtök Atvinnulífsins

Öll í takt

Published

on

Öll í takt

Eng­um dylj­ast stór­stíg­ar fram­far­ir í land­inu á síðari hluta 20. ald­ar. Hag­ur alls al­menn­ings batnaði jafnt og þétt, lífs­kjör urðu sam­bæri­leg því sem best ger­ist. Stór­stíg­ar fram­far­ir urðu í al­menn­um innviðum; heil­brigðis­kerfi, sam­göng­um, orku­kerfi, fjar­skipt­um ásamt því að starf­semi rík­is og sveit­ar­fé­laga efld­ist mjög.

All­ar þess­ar fram­far­ir byggðust að veru­legu leyti á sí­vax­andi styrk at­vinnu­lífs­ins, gríðarlegri aukn­ingu út­flutn­ingstekna, mikl­um skipu­lags­breyt­ing­um, sér­hæf­ingu og frum­kvæði ein­stak­linga og fyr­ir­tækja um að sækja fram, stunda ný­sköp­un og öfl­uga markaðssókn. Áhersla á sjálf­bæra nýt­ingu auðlinda varð einnig lyk­ill þess að horfa til lengri tíma og há­marka þannig arðsemi auðlind­anna í þágu kom­andi kyn­slóða.

Frjáls alþjóðaviðskipti hafa lagt grunn að öfl­ug­um út­flutn­ingi og tryggja hag­kvæm­an aðgang að vör­um og þjón­ustu sem ekki eru eða verða til inn­an­lands. Þessi viðskipti eru byggð á alþjóðleg­um samn­ing­um þar sem leit­ast er við að af­nema tolla og aðrar viðskipta­hindr­an­ir hvort sem er tak­mörk­un fjár­magns­flutn­inga, höf­unda­rétt­ar eða veit­ingu þjón­ustu á milli landa. Einnig hef­ur skipt máli að Íslend­ing­ar hafa verið iðnir að sækja sér mennt­un og fróðleik til annarra landa og flytja heim með sér dýr­mæta þekk­ingu og reynslu. Á síðustu ára­tug­um hef­ur einnig skipt máli að fjöl­breytt fólk hef­ur tekið sér bú­setu hér á landi og sam­fé­lagið allt notið góðs af því.

Ísland hef­ur und­an­farna ára­tugi borið gæfu til að eiga aðild að öfl­ug­um viðskipta­samn­ing­um en gerð þeirra hófst að lok­inni seinni heims­styrj­öld­inni. Mestu hafa skipt samn­ing­ar um aðild að EFTA og síðar að Evr­ópska efna­hags­svæðinu. Nú er svo komið að viðskipta­samn­ing­ar sem Ísland á aðild að skipta tug­um og ná til flestra heims­svæða og alls kyns viðskipta.

Sam­starf at­vinnu­lífs­ins og stjórn­valda um þjón­ustu við fyr­ir­tæki og viðskipta­hags­muni er­lend­is hef­ur jafn­an verið gott og stjórn­völd brugðist við ósk­um fyr­ir­tækja um aðstoð við þessa hags­muni víða um heim.

Nú síðast varð eðlis­breyt­ing á Íslands­stofu sem er rek­in sem sjálf­seign­ar­stofn­un í eigu rík­is­ins og at­vinnu­lífs­ins og þjón­ust­ar víðtæka hags­muni sem bæði eru mik­ils­verðir hér inn­an lands auk þess að skipta fjölda­mörg út­flutn­ings­fyr­ir­tæki mjög miklu við öfl­un nýrra markaða og aukna sókn á eldri markaði.

Öllu þessu er lýst í skýrslu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins ÁFRAM GAKK – Ut­an­rík­is­viðskipta­stefna Íslands, sem út kom í síðasta mánuði. Samn­ing­um Íslands er þar lýst ásamt þróun í alþjóðaviðskipt­um síðustu ára­tugi. Mik­ill feng­ur er að skýrsl­unni og er hún afar gagn­leg þeim sem vilja kynna sér þróun viðskipta­samn­inga, eðli þeirra og nyt­semi fyr­ir ein­stök fyr­ir­tæki, at­vinnu­lífið og sam­fé­lagið í heild.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu.

Samtök Atvinnulífsins

Aftur um áratug

Published

on

Aftur um áratug

Ísland er smáríki – lítið, opið og einhæft hagkerfi – sem byggir lífsgæði sín á fáum útflutningsgreinum. Lengst af treystu Íslendingar nær eingöngu á hrávöruútflutning sjávarafurða og landbúnaðar. Með tíð og tíma hafa aðrar greinar bæst við og vægi landbúnaðar minnkað. Þar vegur hlutur ferðaþjónustu þyngst. Árið 2018 var hlutur greinarinnar í úflutningsverðmætum 42 prósent. Árið 2019 var hlutur hennar í landsframleiðslu 8 prósent. Lítið má út af bregða. Hindranir í vegi fyrir frjálsum alþjóðlegum viðskiptum koma sér afar illa fyrir efnahag þjóðarinnar. Það er ekki síst vegna fábreytileikans sem íslenska hagkerfið hefur orðið illa fyrir barðinu á heimsfaraldri kórónuveiru.

Snertifletir faraldursins eru margir og áhrifin hafa verið misjöfn eftir atvinnugreinum. Afleiðingarnar endurspeglast til að mynda í samsetningu útflutnings vöru og þjónustu. Ferðatakmarkanir og aðrar sóttvarnaraðgerðir á landamærum settu strik í reikninginn. Hlutur ferðaþjónustu í heildarútflutningi nam aðeins 12% á liðnu ári skv. nýjustu upplýsingum Hagstofu Íslands. Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst eðli máls samkvæmt einnig umtalsvert saman og mældist aðeins 3,5%.

Leita þarf aftur til ársins 2010 til að finna viðlíka tölur. Segja má að íslenskur útflutningur hafi þannig farið aftur um heilan áratug með COVID tímavélinni.

Continue Reading

Samtök Atvinnulífsins

Sneypuför Eflingar gegn Eldum rétt

Published

on

Sneypuför Eflingar gegn Eldum rétt

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi öllum kröfum fjögurra fyrrverandi starfsmanna starfsmannaleigu sem starfað höfðu í nokkra daga fyrir Eldum rétt. Dómurinn telur ótvírætt að laun hafi verið í samræmi við kjarasamninga og greidd að fullu, löglegt hafi verið að draga frá launum útgjöld á borð við húsaleigu og flugfargjöld og lýsing Eflingar á aðbúnaði starfsmanna hafi ekki verið í neinu samræmi við staðreyndir málsins.

Efling stéttarfélag hafði upp stór orð í fjölmiðlum og sakaði fyrirtækið Eldum rétt meðal annars um að nýta sér bágindi verkafólks og skipta við starfsmannaleigu sem framkvæmdastjóri Eflingar kallaði ,,einhvers konar mansalshring.“ Þá var teiknuð upp dökk mynd af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV.

Ljóst er að aðför Eflingar að Eldum rétt og tilefnislausar ásakanir hafa valdið fyrirtækinu miklu tjóni og er eðlilegt að fyrirtækið skoði réttarstöðu sína gagnvart Eflingu. Starfsmönnum var gert að greiða sameiginlega fjórar milljónir í málskostnað til stefndu sem undirstrikar það mat héraðsdóms að málshöfðun Eflingar var tilefnislaus.

Sjá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.

Continue Reading

Samtök Atvinnulífsins

Tíu færniþættir framtíðar

Published

on

Tíu færniþættir framtíðar

Á Menntadegi atvinnulífsins fór fram fjölbreytt og skemmtileg dagskrá þar sem valinkunnir stjórnendur úr atvinnulífinu fjölluðu m.a. um topp tíu færniþætti framtíðar eftir viðmiðum Alþjóðaefnahagsstofnunar fyrir árið 2025.

Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF stýrði umræðum um þessa færniþætti undir yfirskriftinni „Strax í dag“. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, Sigrún Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Bláa Lónsins og Ingvi Hrannar Ómarsson, sérfræðingur í skólaþróunarteymi Menntamálaráðuneytisins töluðu hispurslaust um innslög stjórnendanna og um það sem allar menntastofnanir og vinnustaðir geta ráðist í strax í dag:

Topp tíu færniþættir

1. Greiningar- og nýsköpunarhæfni  

Gerum betur með

 • að vinna með gagnasafn
 • að vinna í fjölbreyttum teymum til að skapa nýjar lausnir
 • teymiskennslu

2. Virkni í námi og námsaðgerðum 

Gerum betur með

 • að hvetja til sjálfsnáms t.d. netnámskeiða
 • að kapa námsumhverfi á vinnustað
 • röð fræðsluerinda
 • að deila hugmyndum með öðrum

3. Lausnamiðuð nálgun  

Gerum betur með

 • að takast á við raunveruleg viðfangsefni
 • að vinna í hópum með ólíka styrkleika

4. Gagnrýnin hugsun og greining 

Gerum betur með

 • að þjálfa rökræðu
 • að æfa ályktunarhæfni
 • að koma fram og færa rök fyrir máli sínu

5. Sköpun, frumleiki og frumkvæði  

Gerum betur með

 • að vinna með spuna
 • að vinna með túlkun í fjölbreyttu listformi
 • að skapa rými fyrir flæði
 • að vinna með liðsheild

6. Forysta og félagsleg áhrif 

Gerum betur með

 • að úthluta leiðtogahlutverkum
 • að æfa lýðræðislega þátttöku
 • að leggja fram tillögur að breytingum og fylgja þeim eftir

7. Tækninotkun, eftirlit og stjórn 

Gerum betur með

 • að æfa sig að gera mistök
 • að æfa sig í að reka sig á
 • að æfa kjark og þor gagnvart hinu óþekkta

8. Tæknihönnun og forritun 

Gerum betur með því að

 • að vinna með óvissu – hvað ef?
 • að æfa rökhugsun

9. Seigla, streituþol og sveigjanleiki

Gerum betur með

 • að vinna markvisst að langtímaverkefni með endanlegu markmiði
 • að æfa sjálfsvinnu

10. Rökhugsun, lausn vandamála og hugmyndaauðgi

Gerum betur með

 • skapandi hugsun og að leysa verkefni með mismunandi útfærslum
 • að geta fært rök fyrir því hvers vegna valin leið er góð leið

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér: 

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.

Continue Reading

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin