Innlent

Önnur og þriðja vaktin rannsakaðar

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að tillögu forsætisráðherra að hefja undirbúning að rannsókn á ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum, sem stundum nefnast önnur og þriðja vaktin. Í nýrri, árlegri stöðuskýrslu um kortlagningu kynjasjónarmiða kemur fram að slík rannsókn gæti fangað kynjaðan raunveruleika og nýst við stefnumótunarvinnu, líkt og raunin hefur verið í nágrannalöndunum.

Skýrsla um kortlagningu kynjasjónarmiða kemur nú út í þriðja sinn, en hún er unnin af öllum ráðuneytum undir forystu forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Kynjasjónarmið eiga við á flestum þeim málefnasviðum sem fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tekur til og greinir skýrslan frá helstu niðurstöðum kortlagningar þeirra auk þess sem kynntar eru tillögur um næstu skref.

Í skýrslunni kemur fram að þótt rannsóknir bendi til að ólaunuðum störfum sé sinnt með ólíkum hætti af kynjunum skorti áreiðanlegar mælingar á því. Í nágrannalöndunum hafa verið gerðar tímanotkunarrannsóknir sem nýst hafa við stefnumótun og gæti íslensk rannsókn á þessu efni gefið skýrar og auðskiljanlegar niðurstöður og náð að fanga kynjaðan raunveruleika á annan hátt en gert hefur verið. Ákvað ríkisstjórnin að forsætisráðuneytið hefji undirbúning slíkrar rannsóknar í samstarfi við Hagstofu Íslands.

Í skýrslunni eru dregnar fram fjölmargar áskoranir í jafnréttis¬málum og má skipta þeim í fjögur þemu:

  • Kynskiptur vinnumarkaður
  • Launamunur kynjanna
  • Ólaunuð heimilis- og umönnunarstörf
  •  Kynjamunur á heilsu og líðan

Þessir þættir hafa allir áhrif hver á annan og birtingarmyndirnar eru ólíkar eftir málefnasviðum.

Dæmi um niðurstöður úr skýrslunni:

Konur eru í miklum meiri hluta vaktavinnufólks hjá ríkinu. Þær eru mun líklegri en aðrar konur sem starfa hjá ríkinu til að vera í hlutastarfi. Starfshlutfall kvenna í vaktavinnu hefur þó aukist við innleiðingu betri vinnutíma.

Geðraskanir eru nú algengasta orsök þess að konur eru metnar til örorku. Dregið hefur úr vægi stoðkerfissjúkdóma meðal kvenna og karla og er talið að aukin áhersla á endurhæfingu skýri það. Konur eru þó áfram í mun meira mæli metnar til örorku vegna stoðkerfissjúkdóma

Um fjórðungur feðra en aðeins um tíunda hver móðir fékk hámarksgreiðslur frá Fæðingarorlofssjóði. Nýting feðra á rétti sínum til fæðingarorlofs hefur aukist hægt í takt við hækkun hámarksgreiðslna

Þá samþykkti ríkisstjórnin að hvert ráðuneyti skilgreini að lágmarki eitt sértækt jafnréttismarkmið í fjármálaáætlun 2024-2028 og vinnu markvisst að framgangi þess, m.a. með skilgreindum aðgerðum í fjárlagafrumvarpi ársins 2024.

Hagstofan

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,09% á milli mánaða

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í september 2022, er 555,6 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,09% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 460,0 stig og hækkar um 0,09% frá ágúst 2022.

Verð á fötum og skóm hækkaði um 4,6% (áhrif á vísitöluna 0,15%) og verð á raftækjum til heimilsnota hækkaði um 5,4% (0,10%). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 17,9% (-0,42%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,0%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í september 2022, sem er 555,6 stig, gildir til verðtryggingar í nóvember 2022. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 10.970 stig fyrir nóvember 2022.

Talnaefni

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Hættustigi aflýst á Austurlandi og Suðurlandi

Ríkislögreglutjóri í samráði við lögreglustjóra á Austurlandi og Suðurlandi aflýsir hættustigi almannavarna vegna veðurs sem fór yfir umdæmin 24.-26. september.  Engar veðurviðvaranir eru í gildi.

Halda áfram að lesa

Innlent

Vefútsending á morgun vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar og útgáfu Fjármálastöðugleika

27. september 2022

Fjármálastöðugleikanefnd. Frá vinstri eru Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.
Fjármálastöðugleikanefnd. Frá vinstri eru Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar verður birt á vef Seðlabankans kl. 8.30 á morgun 28. september. Ritið Fjármálastöðugleiki verður birt á vefnum kl. 8.35. Klukkan 9.30 hefst vefútsending frá kynningunni vegna yfirlýsingar nefndarinnar. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og kynna efni ritsins Fjármálastöðugleika.

Nánari upplýsingar um fjármálastöðugleika má finna sérstakri síðu, sjá hér.

Hér má finna tengla á útgefin rit, m.a. Fjármálastöðugleika.

Vefútsending verður aðgengileg hér (tengill settur hér von bráðar).

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin