Innlent

Önnur útgáfa af Handbók um barnalög á rafrænu formi

Út er komin önnur útgáfa af Handbók um barnalög eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Sem fyrr er markmiðið fyrst og fremst að bæta úr brýnni þörf á aðgengilegu, heildstæðu efni um túlkun barnalaganna. Miðað er við að bókin nýtist öllum þeim sem vilja kynna sér lögin, túlkun þeirra og helstu sjónarmið sem þau byggja á. Efni bókarinnar byggist að talsverðu leyti á athugasemdum sem fylgt hafa frumvörpum til barnalaga og fram hafa komið við málsmeðferð á Alþingi. Bókin gefur því vonandi glöggt yfirlit yfir þessi lögskýringargögn eins og hefðbundið er í íslenskum fræðiritum og sambærilegum norrænum ritum. Efnið byggir þó einnig að verulegu leyti á sjálfstæðu framlagi höfundar. 

  

Í fyrsta lagi er hér að finna almennan hluta þar sem fjallað er um þróun, hugtök og undirstöðuatriði í barnarétti. Í öðru lagi miðast umfjöllun hér fyrst og fremst við gildandi rétt án vísana til eldri laga nema þegar það þykir varpa sérstöku ljósi á þróun og túlkun lagaákvæða. Í þriðja lagi er efni úr almennum athugasemdum sem fylgt hafa lagafrumvörpum fléttað inn í umfjöllun um einstaka greinar ásamt frekari túlkun höfundar eftir því sem við á. Í fjórða lagi er stuðst við aðrar heimildir í einhverju mæli. Að lokum í fimmta lagi byggir ritið á ítarlegri yfirferð dóma á réttarsviðinu fram til 1. desember 2021 og margir þeirra reifaðir í tengslum við einstaka ákvæði.

Í fyrsta hluta bókarinnar er fjallað stuttlega um þróun barnalaga og ýmis grundvallaratriði. 

Í öðrum hluta er að farið yfir hvern kafla laganna og fjallað um einstök ákvæði. 

Í lok bókarinnar er að finna barnalögin með innfærðum öllum breytingum, meðal annars skv. breytingarlögum nr. 28/2021.  Í öðrum kafla er einnig vikið að reglugerð nr. 1450/2021 um ráðgjöf, sáttameðferð og samtal að frumkvæði barns. 

Útgefandi bókarinnar er dómsmálaráðuneytið sem hefur valið að gera bókina aðgengilega rafrænt. Rétt er að geta þess að ráðuneytið hefur auk þess gert samning við Úlfljót um heimild til eintakagerðar og dreifingar. 

Innlent

Fréttir frá félagsfólki SVÞ | Waldorfsskólinn hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Mbl.is birtir í dag frétt um foreldraverðlaun Heimilis og skóla sem Waldorfsskólinn hlaut frá samtökum.

For­eldra­verðlaun Heim­il­is og skóla voru af­hent í 27. sinn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu. Waldorf­skól­inn í Lækj­ar­botn­um hlaut verðlaun­in í ár fyr­ir verk­efnið „Vinnu­dag­ar Lækj­ar­botna og gróður­setn­ing plantna á skóla­setn­ingu“.

Fram fór hátíðleg at­höfn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu og mættu þau Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, og El­iza Reid for­setafrú til að ávarpa sam­kom­una og af­henda verðlaun­in.

SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT Á MBL.IS

Ljósmynd: Stjórnarráðið

Halda áfram að lesa

Innlent

Tuttugu og þrír nemendur útskrifast frá Jafnréttisskóla GRÓ

Jafnréttisskóli GRÓ (GRÓ-GEST) útskrifaði 23 sérfræðinga frá 15 löndum á föstudag, en þá var útskrift fjórtánda nemendahóps skólans frá upphafi fagnað í hátíðarsal Háskóla Íslands. Alls hafa nú 195 nemendur, frá 34 löndum útskrifast frá Jafnréttisskólanum með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum. Í ár voru í fyrsta sinn nemendur við skólann frá Moldóvu, Pakistan og Simbabve.

Í útskriftinni fengu tveir nemendur verðlaun fyrir lokaverkefni sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur verndara Jafnréttisskólans. Að þessu sinni féllu verðlaun fyrir rannsóknarverkefni í skaut Nicole Wasuna. Verkefni hennar fjallar um morð á konum í heimalandi hennar Kenía og hún setti þar fram tillögur að stefnumótun sem snúa meðal annars að þjálfun starfsmanna lögreglu, dómsstóla og fjölmiðla. Verðlaun fyrir lokaverkefni hlaut Sandani N. Yapa Abeywardena, en hún fjallaði um meðferð kynferðisbrotamála fyrir dómstólum í Sri Lanka. Hún skoðaði dóma í nauðgunarmálum, alvarlegum kynferðisafbrota- og áreitnimálum og hvernig dómarar líta á kynferði við túlkun laga um kynbundið ofbeldi og trúverðugleika fórnarlamba.

Ávörp fluttu Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sem færði nemendum hamingjuóskir Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, en Jafnréttisskólinn er hýstur af hugvísindasviði Háskólans, og Dr. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskóla GRÓ. Diana Motsi, nemandi frá Zimbabwe flutti áhrifamikið ljóð, sem hún samdi sjálf og Maame Adwoa Amoa-Marfo frá Gana flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Nemendur tóku við skírteinum sínum frá Ólöfu Garðarsdóttur, forseta Hugvísindasviðs HÍ, og Nínu Björk Jónsdóttir, forstöðumanni GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu.

Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfrækir á Íslandi undir merkjum UNESCO. Hinir skólarnir eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn, en GRÓ er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Samtals hafa nú 1.536 nemendur, frá rúmlega 100 löndum, lokið námi við skólana fjóra. Að auki hafa fjölmörg styttri námskeið verið haldin á vettvangi. Einnig veitir GRÓ skólastyrki til útskrifaðra nemenda til meistara- og doktorsnáms við íslenska háskóla.

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Launavísitala hækkaði um 1,6% í apríl

Flýtileið yfir á efnissvæði