Heilsa

Opið kennsluefni fyrir börn um hafið

15. desember.2021 | 13:55

Opið kennsluefni fyrir börn um hafið

Rafbókin Hreint haf – Plast á norðurslóðum er komin út. Bókin er fyrir grunnskólabörn og fjallar um áhrif hafsins á líf þeirra og hvaða áhrif þau hafa á hafið. Útgáfan er samstarf Umhverfisstofnunar, Landverndar og Menntamálastofnunar. Höfundur er Margrét Hugadóttir, námsgagnahönnuður hjá Landvernd.

Mikilvægi hafsins fyrir allt líf á jörðinni

Í bókinni er hafið skoðað á heildstæðan hátt. Það er notað sem rauður þráður til að kenna börnunum um áhrif manna á náttúruna, mengun og getu til aðgerða.

Fjallað er um:

  • Áhrif hafsins á líf okkar
  • Áhrif okkar á hafið
  • Plast í hafinu
  • Hvernig er hægt að hjálpa hafinu
  • Mikilvægi hafsins fyrir allt líf á jörðinni

Bókin byggir á haflæsi og valdeflandi aðferðum menntunar til sjálfbærni, Hún skiptist í þrjá valdeflandi kafla:

  1. Hafið bláa hafið
  2. Plastfisk á diskinn þinn?
  3. Hjálparhellur hafsins

Opið kennsluefni á fimm tungumálum

Bókin er ætluð nemendum á yngsta- og miðstigi í grunnskóla.

Að auki rafbókarinnar er komið út verkefnasafn og kennsluleiðbeiningar.

Kennsluefnið hefur verið þýtt yfir á fimm Norðurlandamál og er aðgengileg öllum á vef Menntamálastofnunar og Norden i skolen.

Um útgáfuna

Útgáfa bókarinnar er samstarf Umhverfisstofnunar, Landverndar og Menntamálastofnunar.

Bókin er gefið út af Menntamálastofnun með styrk frá Umhverfisstofnun í gegnum verkefnið NordMar Plastic – formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni

Höfundur bókarinnar er Margréti Hugadóttur, námsgagnahönnuður hjá Landvernd. Margrét er náttúrufræðikennari með meistarapróf í fjölmenningarlegum kennsluháttum. Hún hefur mikla reynslu af námsefnisgerð sem byggir á hugsmíðahyggju, menntun til sjálfbærni, leitarnámi og umbreytandi námi.

Margrét hefur skrifað námsefni á borð við Hreint haf (2020), Vísindavöku (2017), Skapandi skóli, handbók um fjölbreytta kennsluhætti (2017), og Jörð í hættu!? (2016).

Aron Freyr Heimisson, grafískur hönnuður, sá um hönnun og teikningar.

 

Skoða bókina Hreint haf – Plast á norðurslóðum 

 

Mynd: Rafbókin Hreint haf – Plast á norðurslóðum er komin út á fimm tungumálum, ásamt verkefnasafni og kennsluleiðbeiningum. Efnið er öllum aðgengilegt. 

 

Heilsa

Útgáfa leyfis Alvotech hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

18. janúar.2022 | 15:05

Útgáfa leyfis Alvotech hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis Alvotech hf., þann 14. janúar 2022, fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera í rannsóknarhúsnæði rekstraraðila við Klettagarða 6, 104 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna í greinargerð með leyfinu. 

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 14. janúar 2038.

Umhverfisstofnun bendir á að skv. 29. gr. laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur sæta ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varða veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfis, kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá auglýsingu ákvörðunarinnar skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. 

Fylgiskjöl: 
Leyfi með greinargerð
Umsögn Vinnueftirlitsins

Halda áfram að lesa

Heilsa

COVID-19 – 18. janúar: Staðan

Landspítali er á neyðarstigi.

Staðan kl. 9:00

39 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.  

Meðalaldur innlagðra er 62 ár.

8.045 sjúklingar eru í COVID göngudeild spítalans, þar af 2.893 börn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 346 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Frá farsóttanefnd um stöðuna í COVID á Landspítala 17. janúar – Viðbótarmannskap vantar

Landspítali er á neyðarstigi

Í dag liggja 45 sjúklingar á Landspítala með COVID, þar af er 31 með virkt smit, flestir á A7, A6 og gjörgæsludeildum en einnig eru 7 sjúklingar á Landakoti og 2 á geðdeildum.
Alls bættust 19 sjúklingar við um helgina, 6 greindust við innlögn eða inniliggjandi, þar af var einn í sóttkví.
Á gjörgæslu eru 7 sjúklingar, tveir í öndunarvél.

Í fjarþjónustu eru 8.025, þar af 2.795 börn. Í gær komu 17 einstaklingar til meðferðar og mats í COVID göngudeild en alls hafa 240 manns komið þangað það sem af er janúar. Ljóst er að talsverður hluti þessa hóps myndi þurfa innlögn ef göngudeildarinnar nyti ekki við.

Nú eru 140 starfsmenn í einangrun og 98 í sóttkví.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

  • Í morgun var opnuð ný sýnatökustöð á Eiríksgötu 37 þar sem augndeildin var áður til húsa. Þar verða tekin sýni hjá starfsmönnum alla virka daga kl. 9. Nauðsynlegt er að vera með strikamerki.
  • Áfram er mikil þörf fyrir viðbótarmannskap, sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og fólk í yfirsetuteymi.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin