Alþingi

Opinn fjarfundur efnahags- og viðskiptanefndar þriðjudaginn 11. janúar um áhrif sóttvarnaaðgerða á atvinnulífið og mótvægisaðgerðir

10.1.2022

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fjarfund þriðjudaginn 11. janúar kl. 13:30. Tilefnið er áhrif sóttvarnaaðgerða á atvinnulífið og mótvægisaðgerðir.

Gestir fundarins verða: Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Róbert Farestveit, sviðsstjóri og hagfræðingur hjá ASÍ,  Magnús Norðdahl, sviðsstjóri og lögfræðingur hjá ASÍ, fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá BSRB.

Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda er ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Því verður fundinum streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.

Alþingi

Sérstök umræða miðvikudaginn 19. janúar um sölu Símans hf. á Mílu ehf.
19.1.2022Miðvikudaginn 19. janúar um kl. 15:30 verður sérstök umræða um sölu Símans hf. á Mílu ehf. Málshefjandi er Ásthildur Lóa Þórsdóttir og til andsvara verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

AsthildurLoa_KatrinJakobs

Halda áfram að lesa

Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 20. janúar
18.1.2022Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 20. janúar kl. 10:30. Þá verða til svara innviðaráðherra og vísinda,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Sérstök umræða þriðjudaginn 18. janúar um stöðuna í heilbrigðiskerfinu
18.1.2022Þriðjudaginn 18. janúar um kl. 14 verður sérstök umræða um stöðuna í heilbrigðiskerfinu.

Málshefjandi er Oddný G. Harðardóttir og til andsvara verður Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

OddnyHardardottir_WillumThor

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin