Alþingi

Opinn fjarfundur efnahags- og viðskiptanefndar þriðjudaginn 20. apríl

19.4.2021

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fjarfund þriðjudaginn 20. apríl kl. 9:00. Fundarefnið er kynning á skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar. Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits.

Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda er ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Því verður fundinum streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.

Alþingi

Forsætisnefnd afgreiðir erindi um siðareglumál

12.5.2021

Forsætisnefnd afgreiddi á fundi sínum 10. maí erindi sem henni barst 18. apríl sl. frá Birni Leví Gunnarssyni alþingismanni þar sem hann óskaði álits forsætisnefndar á því hvort ummæli hans í grein í Morgunblaðinu 3. apríl sl. stæðist siðareglur alþingismanna. Niðurstaða forsætisnefndar er birt í meðfylgjandi bréfi til Björn Levís Gunnarssonar

Var niðurstaðan sú að skilyrði brysti til þess að nefndin tæki erindið til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Nefndadagar 12. og 14. maí

11.5.2021

Miðvikudaginn 12. maí og föstudaginn 14. maí eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að nefndir fundi fyrir og eftir hádegi. Við ákvörðun fundartíma á nefndadögum er reynt að gæta samræmis og tekið mið af stöðu mála í nefndum og fundaþörf nefnda.

Fundatafla fyrir framangreinda nefndadaga er eftirfarandi:

Miðvikudagur 12. maí

  • Kl. 9-11: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd
  • Kl. 13-16: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd

Föstudagur 14. maí 

  • Kl. 9-12: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd
  • Kl. 13-16: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd

Endanlegir fundartímar og dagskrár funda birtast venju samkvæmt á vef Alþingis.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Vinnu við Þingmannagátt miðar vel áfram

11.5.2021

Hugbúnaðarfyrirtækið Prógramm vinnur nú að því að hanna svokallaða Þingmannagátt fyrir Alþingi. Þingmannagáttin er hluti af þróun stafrænnar þjónustu fyrir þingmenn þar sem öll gögn sem tengjast þingstörfum þeirra eru á einum stað. Verkinu miðar vel og er stefnt að því að frumútgáfa kerfisins verði tilbúin til notkunar að loknum kosningum í haust.

Alþingi samþykkti í fyrra sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Þar var m.a. tilgreind Þingmannagátt og átti að verja 65 milljónum króna til verkefnisins. Verkið var boðið út og tilboð opnuð í nóvember sl. Tilboð bárust frá fyrirtækjunum Advania, Deloitte, Origo, Parallel ráðgjöf og Prógramm.

Matsnefnd skipuð hópi þingmanna, starfsfólki þingflokka og starfsfólki skrifstofu Alþingis fór yfir úrlausnir á notkunardæmum sem voru hluti af tilboðum. Á grundvelli einkunnar í útboði var hugbúnaðarfyrirtækið Prógramm valið til að hanna Þingmannagáttina.

Þó að frumútgáfan verði tilbúin í haust verður kerfið í vinnslu næstu tvö árin og reglulega verða gefnar út nýjar útgáfur.

Skjaskot_minnispunktar

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin