Alþingi

Opinn fjarfundur umhverfis- og samgöngunefndar þriðjudaginn 1. febrúar um málefni kísilvers í Helguvík

27.1.2022

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fjarfund þriðjudaginn 1. febrúar kl. 09:00. Tilefnið er umfjöllun nefndarinnar um málefni kísilvers í Helguvík.

Gestir fundarins verða:

  • Kl. 9:00: Friðjón Einarsson frá Reykjanesbæ, Kristján Þór Magnússon og Gaukur Hjartarson frá Norðurþingi og Margrét S. Þórólfsdóttir og Þórólfur J. Dagsson frá Andstæðingum stóriðju í Helguvík.
  • Kl. 10:00: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir og Egill Þórarinsson frá Skipulagsstofnun og Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, Þorsteinn Jóhannsson og Sigrún Ágústsdóttir frá Umhverfisstofnun.
  • Kl. 10:40: Ólafur Hrafn Höskuldsson og Þórður Ólafur Þórðarson frá Arion banka.

Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda er ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Því verður fundinum streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.

Alþingi

Þingskjali útbýtt utan þingfunda föstudaginn 20. maí


Skrifstofa AlþingisHafa samband,
101 Reykjavík,
Kt. 420169-3889,
Sími 563 0500,

Sjá á korti

Meðhöndlun persónuupplýsinga


Öllum fyrirspurnum, ábendingum og tillögum um vef Alþingis skal beint til [email protected].

Jafnlaunavottun

Halda áfram að lesa

Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 23. maí

20.5.2022

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 23. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, matvælaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Nefndadagar fimmtudaginn 19. og föstudaginn 20. maí

17.5.2022

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar fimmtudaginn 19. maí og föstudaginn 20. maí. Samkvæmt venju verður fundað bæði fyrir og eftir hádegi í nefndum. Við ákvörðun um fundartíma er reynt að gæta samræmis og mið tekið af stöðu mála í nefndum og fundaþörf nefnda.

Fundatafla er birt með fyrirvara um óbreytta starfsáætlun. Endanlegir fundartímar og dagskrá funda birtast á vef Alþingis.

Fimmtudagur 19. maí 

  • Kl. 9–12: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd
  • Kl. 13–16: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd

Föstudagur 20. maí 

  • Kl. 9–12: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd
  • Kl. 13–16: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin