Alþingi

Opinn fundur fjárlaganefndar föstudaginn 29. apríl um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka

27.4.2022

Fjárlaganefnd Alþingis heldur opinn fund föstudaginn 29. apríl í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 kl. 8:30 til 9:30. 

Fundarefnið er sala ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Gestir fundarins verða Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri, Sigurður H. Helgason skrifstofustjóri, Jón Gunnar Vilhelmsson sérfræðingur og Haraldur Steinþórsson lögfræðingur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér. 

Fundurinn verður haldinn samkvæmt X. kafla reglna um starfsreglur fastanefnda Alþingis

Alþingi

Þingskjali útbýtt utan þingfunda föstudaginn 20. maí


Skrifstofa AlþingisHafa samband,
101 Reykjavík,
Kt. 420169-3889,
Sími 563 0500,

Sjá á korti

Meðhöndlun persónuupplýsinga


Öllum fyrirspurnum, ábendingum og tillögum um vef Alþingis skal beint til [email protected].

Jafnlaunavottun

Halda áfram að lesa

Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 23. maí

20.5.2022

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 23. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, matvælaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Nefndadagar fimmtudaginn 19. og föstudaginn 20. maí

17.5.2022

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar fimmtudaginn 19. maí og föstudaginn 20. maí. Samkvæmt venju verður fundað bæði fyrir og eftir hádegi í nefndum. Við ákvörðun um fundartíma er reynt að gæta samræmis og mið tekið af stöðu mála í nefndum og fundaþörf nefnda.

Fundatafla er birt með fyrirvara um óbreytta starfsáætlun. Endanlegir fundartímar og dagskrá funda birtast á vef Alþingis.

Fimmtudagur 19. maí 

  • Kl. 9–12: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd
  • Kl. 13–16: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd

Föstudagur 20. maí 

  • Kl. 9–12: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd
  • Kl. 13–16: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin