Samtök Atvinnulífsins

Orkuskipti í landflutningum – Þáttur hefst kl. 10:00

Orkuskipti í landflutningum – Þáttur hefst kl. 10:00

Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu ræðir við Gísla Arnarson, framkvæmdastjóra innanlandssviðs Samskipa um orkuskipti í landflutningum í snörpum 15 mínútna þætti.

Í þættinum er m.a. rætt um áhuga flutningafyrirtækja á orkuskiptum, óvissu sem þeim tengist, þær áskoranir sem fylgja áformum stjórnvalda um hröð orkuskipti og hverskonar skilaboð gætu e.t.v. liðkað fyrir.

Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og málefnum orkuskipta í fróðlegum 20 mínútna umræðuþáttum. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00 í Sjónvarpi atvinnulífsins og í Samtölum atvinnulífsins á helstu hlaðvarpsveitum.

Hér má sjá nánari dagskrá mánaðarins

 Samtöl atvinnulífsins  

Samtök Atvinnulífsins

Skýringar óskast

Skýringar óskast

Samkvæmt úrvinnslu Hagstofunnar á skattskrám fjölgaði starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði um 1.000 á síðustu fjórum árum, þ.e. frá september 2017 til og með september 2021.

Starfsfólk í atvinnugreinunum opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu, sem að mestu eru reknar af ríki og sveitarfélögum, fjölgaði um 9.000 en starfsfólki í einkageiranum fækkaði á sama tíma um 8.000.

Hagstofan flokkar einnig starfsfólk eftir rekstrarformi launagreiðenda. Samkvæmt þeirri flokkun fjölgaði starfsfólki á framangreindu tímabili samtals um rúmlega 1.000.

Starfsfólki á almennum vinnumarkaði fækkaði um 5.500 (4%) en starfsfólki hjá hinu opinbera fjölgaði á sama tíma um tæplega 7.000. Skiptingin hjá hinu opinbera var þannig að fjölgunin var 2.400 hjá ríkinu en 4.300 hjá sveitarfélögunum.

Halda áfram að lesa

Samtök Atvinnulífsins

Sameining eftirlitsstofnana

Sameining eftirlitsstofnana

Í nýjum stjórnarsáttmála aðventustjórnarinnar segir eftirfarandi: „Stefnt verður að sameiningu Samkeppniseftirlitsins og Neytendastofu og verða kannaðir möguleikar á sameiningu við aðrar stofnanir eftir atvikum sem getur aukið samlegðaráhrif og skilvirkni í opinberu eftirliti. Meginmarkmiðið er að styrkja samkeppni innanlands, tryggja stöðu neytenda betur í nýju umhverfi netviðskipta og efla alþjóðlega samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.“ Á öðrum stað segir að á fyrri hluta kjörtímabilsins sé stefnt á að gera breytingar á fyrirkomulagi samkeppnismála og samkeppniseftirlits og það eflt með sameiningu stofnana, lagabreytingum og styrkingu samtaka neytenda. Á enn öðrum stað segir að skýra eigi leiðbeinandi hlutverk eftirlitsstofnana til að tryggja betri eftirfylgni. Þetta er allt gott og vel og þessu ber að fagna. 

Áætlanir vilja enda í skúffunni

Þessar hugmyndir um sameiningu eftirlitsstofnana eru þó ekki nýjar af nálinni. Í ágúst 2015 gerði Capacent fýsileikagreiningu á sameiningu Póst- og fjarskiptastofnunar og Samkeppniseftirlitsins. Niðurstaðan var að fýsilegt væri að sameina Samkeppniseftirlitið, Póst- og fjarskiptastofnun, Fjölmiðlanefnd og raforkueftirlit Orkustofnunar í eina stofnun. Í skýrslu vinnuhóps á vegum forsætisráðuneytisins um eftirlitsstofnanir sem birt var í október 2014 segir: „Eftirlitsaðgerðir ætti að samræma milli eftirlitsstofnana og sameina eftirlitsstofnanir ef þörf er talin á. Minni tvíverknaður og skörun verkefna leiðir til betri nýtingar á því takmarkaða fé sem varið er til eftirlits, minni reglubyrði fyrir atvinnulífið og skilvirkari framkvæmd eftirlits. Ein mikilvægasta kerfisbreytingin sem hægt er að ráðast í til að auka skilvirkni eftirlitsstofnana og draga úr reglubyrði er að endurskipuleggja starfsemi eftirlitsstofnana þannig að verkefni þeirra séu sameinuð og samþætt en með því má lágmarka tvíverknað og skörun verkefna.“ Þá komst svokallaður Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar að svipaðri niðurstöðu árið 2013. Allar hafa þessar áætlanir endað einhvers staðar ofan í skúffu.

Ísland eftirbátur annarra

Þessu til viðbótar má benda á að þetta fyrirkomulag þekkist víða á Norðurlöndunum og í Evrópu. Danska samkeppnis- og neytendaeftirlitið (DCCA) var endurskipulagt þann 1. júlí 2015 og ákvarðanataka í samkeppnismálum var færð yfir til nýrrar stofnunar, en markmið breytinganna var m.a. að styðja við aukna skilvirkni og sjálfstæði eftirlitsins við framkvæmd samkeppnismála. Í öðrum Evrópulöndum, t.d. í Finnlandi, Tékklandi og víðar, starfar samkeppniseftirlitið með öðrum stofnunum eða hlýtur stuðnings aðila eins og neytendasamtaka.

Í þessu sambandi má einnig vísa til greinar frá 2016 eftir Frederic Jenny, prófessor í hagfræði hjá ESSEC viðskiptaháskólanum í París og formanns samkeppnismálanefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD Competition Committee). Í greininni kemst hann að þeirri niðurstöðu að hagkvæmni hljótist einkum af almennri sameiningu samkeppniseftirlits og eftirlits með samkeppni í ákveðnum geirum í litlum löndum með takmarkaðan mannauð. Ísland er því vafalaust gott dæmi um ríki þar sem ráðast ætti í slíka sameiningu. Enn sterkari rök má færa fyrir sameiningu stofnana þegar um er að ræða svið atvinnulífsins þar sem virk samkeppni er þegar komin á, t.d. á fjarskiptamarkaði. Þá er óþarft að hafa sértækar reglur og eftirlit með ákveðnum sviðum heldur eiga almennar samkeppnisreglur við. 

Evrópsk löggjöf með auknum byrðum

Það er fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætlar að koma þessum málum til betri vegar. Sér í lagi þegar litið er til þess að í frumvarpi þáverandi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingu á samkeppnislögum árið 2019 var ekki að finna ákvæði þessa efnis. Með frumvarpinu var sérstaklega stefnt að einföldun á tilteknum atriðum við framkvæmd laganna en einnig að uppfæra hluta þeirra til samræmis við gildandi EES-rétt. Reynsla af framkvæmd samkeppnislaga undanfarin ár hafði leitt í ljós að rétt var að gera ákveðnar breytingar á efnisákvæðum þeirra til að auka skilvirkni og gegnsæi til hagsbóta fyrir atvinnulífið. Þær breytingar á lögum sem frumvarpið hafði í för með sér voru um margt góðar en þó hefði mátt ganga lengra enda eru samkeppnisreglur hér á landi meira íþyngjandi en víðast hvar í Evrópu.

Stór hluti lagaumhverfis atvinnulífsins kemur frá Evrópusambandinu vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Tilhneigingin hér á landi er sú að innleiða EES-gerðir með óþarflega íþyngjandi hætti og jafnvel bæta við séríslenskum kröfum. Slík framkvæmd kemur niður á samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja, stórra sem smárra.

Einföldun og aukin skilvirkni

Of íþyngjandi eða óskýrar samkeppnisreglur auka á kostnað fyrirtækja og draga úr möguleikum á hagkvæmum rekstri, neytendum og samfélaginu öllu til tjóns. Í því augnamiði ber að einfalda regluverk í samkeppnismálum og gera ráðstafanir til þess að auka skilvirkni stofnunarinnar. Framangreindar áætlanir ríkisstjórnarinnar eru liður í átt að því markmiði. Það er ekki eftir neinu að bíða.

Árni Grétar Finnsson lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu, 1. desember 2021.

Halda áfram að lesa

Samtök Atvinnulífsins

Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2021

Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent 30. nóvember á rafrænum morgunfundi um jafnréttismál. 

Veitt verða verðlaun í þremur flokkum, með áherslu á kynjajafnrétti, fjölmenningu og fötlun.

Að verðlaununum standa Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands.

Hér má horfa á streymið

Dagskrá

Erindi frá verðlaunahafa ársins 2020
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Regnbogakortið – lagaleg réttindi hinsegin fólks
Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78

Erlent starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði
Anna Maria Wojtynska, mannfræðingur og nýdoktor við Háskóla Íslands

Ávarp
Jón Atli Benediktsson rektor HÍ

Afhending Hvatningaverðlauna jafnréttismála

Fundarstjóri er Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin