Innlent

Orkustofnun eykur áherslu á loftslagsmál, orkuskipti og nýsköpun

Í samræmi við áherslur úr Orkustefnu fyrir Ísland til 2050, og aðgerðaráætlun Orkustefnu, hefur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra staðfest nýtt skipurit fyrir Orkustofnun og áherslur stofnunarinnar.

Hið nýja skipurit, og áherslur, miða að því að stofnunin geti sem best sinnt hlutverki sínu í þágu almennings og stuðlað að sjálfbærri og ábyrgri orku- og auðlindanýtingu. Auk lögbundinna verkefna fela skipuritið og áherslurnar Orkustofnun leiðandi hlutverk á sviði orkuskipta og nýsköpunar í orkumálum, þar sem lögð er áhersla á mikilvægi Orkustofnunar við að takast á við áskoranir og tækifæri á sviði orku- og loftslagsmála.

Samkvæmt nýja skipuritinu eru þrjú fagsvið innan Orkustofnunar. Í fyrsta lagi eftirlit, í öðru lagi leyfisveitingar og í þriðja lagi loftlagsbreytingar, orkuskipti og nýsköpun. Áherslur úr Orkustefnu á sviði orkuskipta, loftslagsmála og nýsköpunar eru í forgrunni í nýju skipuriti þar sem sérstakt svið heldur utan um þann málaflokk. Á því sviði verða einnig starfsemi Orkuseturs og Orkusjóðs þar sem gert er ráð fyrir vaxandi hlutverki slíkrar starfsemi í þágu orkuskipta og nýsköpunar í orkumálum. Með aðskilnaði lögbundins eftirlits og stjórnsýslu leyfisveitinga í tvö svið er gegnsæi og aðhald aukið í stjórnsýslu Orkustofnunar. Þá er sjálfstæði raforkueftirlits Orkustofnunar dregið fram með skýrum hætti. Einnig er lögð áhersla á alþjóðlegt samstarf, samskipti út á við og greiningu og gagnavinnslu, þvert á stofnunina, enda mörg tækifæri sem felast í því.

„Orkuskipti eru stærsta framlag Íslands til loftlagsmála,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. „Við höfum alla burði til að vera í fararbroddi í orkuskiptum, nýta okkar eigin hreinu orku og byggja um leið upp öfluga hugvitsdrifna atvinnugrein. Orkustofnun gegnir lykilhlutverki í þessari vegferð.“

„Orkustofnun starfar fyrst og fremst í þágu almennings í landinu því orkumál varða alla þætti samfélagsins,“ segir Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. „Stofnunin býr að öflugu fagfólki og gegnir veigamiklu hlutverki við samþættingu orkumála, loftslagsmála og innleiðingu grænna lausna. Orkustofnun er einnig vettvangur nýsköpunar, stuðlar að upplýstri umræðu um orku- og auðlindamál og leggur áherslu á að veita stjórnvöldum faglega ráðgjöf í þágu almannaheilla.“

Sjá má nýtt skipurit stofnunarinnar og helstu stefnuáherslur hér að neðan.

STEFNA ORKUSTOFNUNAR

Orkustofnun starfar í þágu samfélagsins og í takt við orkustefnu Íslands.

Orkustofnun leggur áherslu á að byggja upp þekkingu á fagsviðum stofnunarinnar svo sem á sviðum orkuvinnslu, orkunýtingar og loftslagsmála, stunda skilvirka og gagnsæja stjórnsýslu, sem og sjálfstætt og vandað eftirlit.  Þannig getur stofnunin skapað málaflokknum skýra umgjörð, stuðlað að nýsköpun, upplýstri umræðu, og veitt stjórnvöldum faglega ráðgjöf í þágu almannaheilla.

Orkustofnun er framsýn, traust og skilvirk stofnun sem leggur áherslu á fagmennsku, frumkvæði og samvinnu í störfum sínum.

Innlent

Fitch Ratings staðfestir A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með neikvæðum horfum

Fitch Ratings birti í dag mat á lánshæfi ríkissjóðs. Langtímaeinkunnir eru óbreyttar og standa í A. Horfur eru neikvæðar.

Í fréttatilkynningu Fitch segir að A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs endurspegli m.a. mjög háa landsframleiðslu á mann, góða stjórnarhætti, hátt þróunarstig og góða umgjörð viðskiptalífsins sem eru sambærilegri við lönd með „AAA“ og „AA“ lánshæfiseinkunn. Smæð hagkerfisins og takmörkuð fjölbreytni útflutnings sem eykur áhættu gagnvart ytri áföllum hamla lánshæfiseinkunninni.

Neikvæðar horfur endurspegla óvissu um þróun opinberra fjármála í kjölfar heimsfaraldursins, sem hefur leitt til verulega hærra skuldahlutfalls hins opinbera en fyrir faraldurinn og hættu á að það hækki enn frekar til meðallangs tíma. Þrátt fyrir að óvissa ríki um þróun ríkisfjármála eftir kosningar telur Fitch að breiður pólitískur stuðningur um að snúa við þróun í opinberum fjármálum og mikil skuldalækkun hins opinbera á árunum 2011-18, styðji við trúverðugleika ríkisfjármála til lengri tíma litið.

Aukið traust á því að skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu taki að lækka á ný þegar heimsfaraldurinn tekur að hjaðna og viðvarandi efnahagsbati sem byggist t.d. á því að útflutningsgreinar, sér í lagi ferðaþjónusta, hafi reynst standa af sér áfallið, gætu leitt til hærri lánshæfiseinkunnar.

Vísbendingar um að efnahags- og ríkisfjármálastefnu muni ekki takast að stöðva hækkun í skuldahlutfalli hins opinbera yfir tíma, veikari hagvaxtarhorfur eða verulegt áfall, til dæmis vegna hægari bata í ferðaþjónustu en búist var við, viðvarandi leiðréttingar á fasteignamarkaði og verulegra skaðlegra áhrifa á bankageirann, gætu leitt til lægri lánshæfiseinkunnar.

Halda áfram að lesa

Innlent

Ávarp á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um orkumál

Mr. Secretary General, excellencies, ladies, and gentlemen,

As a Global Champion of this High-level Dialogue, I am incredibly honoured to participate in today´s event.

We all recognize that bold action is needed to driving progress on SDG7 and ensure access to affordable, reliable, sustainable, and modern energy for all.

It is simply unacceptable that close to 760 million people still lack access to electricity and that a third of the world relies on harmful, polluting fuels for cooking.

Our decision to take on a role as a Global Champion was therefore not a difficult one.

In Iceland we also know from our own experience how access to sustinable energy can transform societies and economies.

Indeed, it cannot be overstated that progress on SDG7 is key to drive achievement of all the other SDGs.

We have therefore taken our role as Global Champion seriously, both in our advocacy efforts and in our own Energy Compact.

And today, based on Iceland´s clear vision of a sustainably energy future, I am pleased to share with you some of the highlights of our national energy compact.

Domestically, Iceland aims to:

  • Become independent from use of fossil fuels at the latest by 2050 and carbon neutral by 2040. Renewable energy in transport will be at least 40% by 2030.
  • Take measures to improve energy efficiency and minimize energy waste.
  • Meet all energy needs of the country in a secure manner for the near and distant future.

    Internationally, Iceland aims to:

  • Increase climate-related financing, focusing on the transition to sustainable energy.

  • Support countries in increasing the share of renewable energy and in transitioning to the circular economy through direct multiple use of energy, including for food production.

  • Help advance gender equality in the just transition to sustainable energy, including through technical training.

Iceland also proudly joins the Gender Equality Energy Compact, as well as the 24/7 Carbon-free Energy Compact, and we also hope to see a Geothermal Energy Compact.

Mr. Secretary General,

The world is at a critical juncture.

We should look at today´s High-Level Dialogue on Energy as the beginning of a new chapter – a chapter which will be remembered as the start of renewed global efforts to drive the sustainable energy agenda.

Let me assure you, that Iceland will play its part.

Thank you.

Ávarpið var flutt á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um orkumál 24. september 2021

Halda áfram að lesa

Innlent

Heilbrigðistæknilausnir til að efla þjónustu í heimahúsi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn