Almannavarnir

Óvissustigi aflýst vegna hlaups í Skaftá

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. Hlaupið er yfirstaðið.

Í síðustu viku var hættustigi aflétt niður á óvissustig og þá um leið opnuðust vegir á svæðinu.

Almannavarnir

Hættustigi aflétt vegna hlaups í Skaftá

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta hættustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. Óvissustig almannavarna tekur því við.

Lokunum vega á svæðinu er aflétt en rétt er að minna ferðafólk á að áfram má búast við mengun af brennisteinsvetni fast við ána, sérstaklega á svæðinu við upptök árinnar þar sem hún rennur undan jökli.

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Óvissustig vegna landriss í Öskju

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju.  Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. Landrisið er rúmlega 7 sentimetrar sem telst mikið á þessu tímabili.

Líklegasta skýringin er að á 2-3 km dýpi sé kvika að safnast fyrir.  Í næstu viku munu Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans efla mælingar og vöktun í Öskju til þess að geta fylgst enn betur með hegðun eldstöðvarinnar.

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila.

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Hættustig almannavarna vegna Skaptárhlaups

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsir yfir hættustigi almannavarna vegna Skaftárhlaups.

Síðustu daga hefur hlaupið úr Vestari skaftárkatli en nú sýna mælingar að hlaup er að vænta úr Eystri Skaftárkatli.  Þau hlaup eru yfirleitt stærri en þau sem koma úr Vestari Skaftárkatli. Vatn getur náð meiri útbreiðslu en síðustu daga og má búast við einhverjum samgöngutruflunum á fjallvegum nærri Skaftá.  Vegfarendur eru því beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum um færð á vegum. 

Brennisteinsvetnismengun getur gætt þar sem hlaupvatn kemur undan jökli og getur skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum auk þess sem árnar geta flætt yfir bakka og vegi sem liggja þeim nærri. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir.

Ítarlegri upplýsingar um Skaftárhlaup og framvindu þess má finna á  vef Veðurstofu Íslands.

Hættu­stig al­manna­varna er sett á til að sam­hæfa að­gerðir og verk­lag ýmissa verk­lags­aðila og stofnana og hefur ekki á­hrif á al­menning. Hættu­stig er sett á ef heilsu og öryggi manna, um­hverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða manna­völdum þó ekki svo al­var­legar að um neyðar­á­stand sé að ræða.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin