Almannavarnir

Óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesi aflýst.

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum aflýsir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga.  Landris mældist vestan við Þorbjörn á tímabilinu 28. apríl – 28. maí og var mesta hækkun um 5,5 sm.  Samhliða því var aukin skjálftavirkni og mældust um 800 skjálftar á sólahring þegar mesta var. Ástæða landrissins er talin vera myndun innskots á svipuðum slóðum og innskotin þrjú sem urðu til 2020. 

Atburðurinn í maí er áframhald af óróa á Reykjanesskaga sem hófst í lok árs 2019.  Mikil skjálftavirkni hefur verið síðan, nokkur innskot hafa myndast og eldgos varð í Geldingadölum 2021.  Þessi atburðarrás og saga eldvirkni á Reykjanesskaga renna stoðum undir að nýtt eldgosatímabil kunni að vera að hefjast á Reykjanesskaga.  Síðasta tímabil stóð yfir á árunum 800-1240 og urðu 18 gos á 440 árum.  Á þessum tíma runnu hraun frá eldstöðvakerfunum Reykjanesi, Svartsengi, Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum.

Almannavarnir, ríki, sveitarfélög og fyrirtæki á svæðinu munu halda áfram vinnu við áhættumat, mótvægisaðgerðir og viðbragðsáætlanagerðir til þess að vera undirbúin löngu tímabili óróa á Reykjenesskaga. Íbúar á Reykjanesskaganum eru hvattir til þess sama. Nánari upplýsingar um viðbrögð almennings við jarðhræringum er hægt að kynna sér hér á heimasíðu Almannavarna.   

Ef jarðskjálftavirkni eykst á ný samhliða landrisi verður almannavarnastig endurskoðað.

Almannavarnir

Framgangur eldgossins eins og við er að búast

Vísindaráð Almannavarna fundaði í morgun um eldgosið á Reykjanesskaga. Farið var yfir nýjustu gögn og mælingar til að meta stöðuna og framhald gossins. Er það mat vísindamanna að framgangur gossins er eins og við mátti búast. Gosvirknin hefur haldist nokkuð stöðug síðustu daga og er mikilvægt að undirbúa sig undir að gosið standi yfir í nokkuð langan tíma.

Á gervihnattamyndum sem sýna landbreytingar á Reykjanesskaga frá lok júlí má sjá merki um aflögun skammt norðaustur af Grindavík (Sjá svartan kassa á mynd hér að neðan). Aflögunin sem sést á gervihnattamyndunum er við upptök skjálftans sem varð 31. júlí og mældist M5.5. Á fundi vísindaráðs var farið yfir önnur gögn frá svæðinu s.s. GPS mælingar, skjálftagögn og sýna þau engar vísbendingar um að kvika sé þarna á ferðinni og líklegast skýringin sé breytingar á yfirborði sem urðu í skjálftanum fyrir um 10 dögum síðan. Engu að síður munu vísindamenn safna frekari gögnum til að staðfesta ennfrekar að svo sé. Rætt var að mikilægt væri að auka vöktun enn frekar á þeim umbrotasvæðum sem geta haft áhrif nærri byggð með því að setja upp fleiri mælitæki til rauntímavöktunar.

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Drónaflug og eldgosið á Reykjanesi

Almannavarnir eru í góðu samstarfi við Samgöngustofu. Textinn hér að neðan er af heimasíðu Samgöngustofu.

Nú þegar eldgos er hafið að nýju á Reykjanesi vill Samgöngustofa, að gefnu tilefni, árétta reglur sem gilda um drónaflug. Þær eru settar til að tryggja öryggi, t.d. aðgreiningu dróna og annarra loftfara:

  • Drónar skulu EKKI fljúga hærra en 120 m yfir jörðu
  • Drónar skulu víkja fyrir mönnuðum loftförum
  • Dróna má ekki fljúga utan sjónsviðs stjórnanda hans
  • Umráðandi dróna ber ábyrgð á því tjóni sem kann að hljótast af notkun hans
  • Til dróna í atvinnuskyni eru gerðar frekari kröfur, til dæmis um skráningu

Verði vart við brot sem geta stefnt öryggi í hættu gæti þurft að grípa til þess að setja verulegar takmarkanir eða bann við drónaflugi við eldstöðina.

Rannsóknarflug í forgangi
Vegna eldgossins má búast við reglubundnu rannsóknarflugi flugvéla og þyrlna á vegum stjórnvalda við eldstöðina. Flugið er í þágu almannavarna og vísinda og mun njóta forgangs fram yfir annað flug.

Til að tryggja öryggi verður svæði skilgreint sem hættu- eða haftasvæði fyrir starfrækslu flugvéla og þyrlna. Samhliða þessu verður skilgreint bannsvæði fyrir dróna á meðan rannsóknarflugið fer fram. Hætt er við að stuttur fyrirvari verði á slíku og mun umfang og gildistími markast af aðstæðum hverju sinni.

  • Stjórnendur dróna skulu fylgjast með nýjustu tilkynningum um slíkt bannsvæði á vef Almannavarna . Upplýsingar verða reglulega uppfærðar þar.
  • Hættu- eða haftasvæði fyrir loftför önnur en dróna verða auglýst með NOTAM.
  • Jafnframt er bent á upplýsingar í flugmálahandbók AIP og gagnlegar upplýsingar og reglur um drónaflug.

 

Til að tryggja öryggi er svæði skilgreint sem hættu- eða haftasvæði fyrir annað flug og bannsvæði fyrir dróna á meðan rannsóknarflugið fer fram. Hætt er við að stuttur fyrirvari verði á slíku og mun umfang og gildistími markast af aðstæðum hverju sinni. Þegar slíkt bann er í gangi þá verður tilkynningin sett hér að ofan og á facebooksíðu Almannavarna.

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Almannavarnastig fært niður á hættustig vegna eldgossins í Meradölum

Í dag fóru fór vísindafólk og fulltrúi frá Almannavörnum í könnunarflug yfir gosstöðvarnar til að meta umfang eldgossins. Það er mat þeirra að eldgosið sé fremur lítið og ógni ekki byggð eða mannvirkjum.

Í kjölfar könnunarflugsins var farið yfir tiltæk gögn og ákveðið af Ríkislögreglustjóra í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að lækka almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig.

Hér er athyglisvert hraunlíkan sem birt var á vef Veðurstofu Íslands í dag:
https://www.vedur.is/um-vi/frettir/eldgos-a-reykjanesskaga

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin