Innlent

Ráðherra kallar eftir alþjóðlegu samtali um aðgerðir í jafnréttismálum

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók þátt alþjóðlegri jafnréttisráðstefnu í tengslum við átaksverkefnið Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality Forum) í gær sem haldin er á vegum UN Women og mexíkóskra stjórnvalda. 

Guðlaugur Þór sagði á fundinum að mikilvægt væri að efla forvarnaraðgerðir til þess að útrýma kynbundnu ofbeldi og standa vörð um framfarir á sviði jafnréttismála. „Við höfum hér einstakt tækifæri til að sameina krafta okkar með fjölbreyttum hópi hagaðila og eiga samstarf um leiðir til að knýja fram umbreytandi aðgerðir í þágu jafnréttis. Alþjóðlegt samtal um brýnar aðgerðir í jafnréttismálum þarf að eiga sér stað núna,“ sagði hann meðal annars.

Ísland er meðal forysturíkja Kynslóðar jafnréttis og tekur þátt í gerð aðgerðaáætlana gegn kynbundnu ofbeldi á alþjóðavísu. Verkefnið er stærsta verkefni UN Women hingað til og er markmið þess að vinna að úrbótum á sviðum þar sem enn hallar á konur og stúlkur, í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Markmið ráðstefnunnar í Mexíkó er að kynna og kalla eftir stuðningi við stefnumið aðgerðabandalaga átaksverkefnisins og gera samtökum ungmenna- og kvennahreyfinga kleift að eiga samtal við mismunandi hagaðila frá aðildaríkjum, einkageiranum og alþjóðastofnunum. Ráðstefnan hófst 29. mars og lýkur í dag.

Átaksverkefnið, Kynslóð jafnréttis, hófst árið 2020 í tilefni 25 ára afmælis fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna sem haldin var í Peking árið 1995. Á ráðstefnunni var samþykkt pólitísk yfirlýsing og framkvæmdaáætlun um réttindi kvenna, Pekingáætlunin, sem meðal annars byggist á ákvæðum kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1979, um afnám allrar mismununar gegn konum.

Almannavarnir

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings.

Almenningur er hvattur til að sýna aðgát með opinn eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Það þarf ekki mikinn neista til þess að af verði stórt bál.

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr hættu af gróðureldum https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/ og einnig inn á https://www.grodureldar.is/

Halda áfram að lesa

Alþingi

Forsætisnefnd afgreiðir erindi um siðareglumál

12.5.2021

Forsætisnefnd afgreiddi á fundi sínum 10. maí erindi sem henni barst 18. apríl sl. frá Birni Leví Gunnarssyni alþingismanni þar sem hann óskaði álits forsætisnefndar á því hvort ummæli hans í grein í Morgunblaðinu 3. apríl sl. stæðist siðareglur alþingismanna. Niðurstaða forsætisnefndar er birt í meðfylgjandi bréfi til Björn Levís Gunnarssonar

Var niðurstaðan sú að skilyrði brysti til þess að nefndin tæki erindið til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.

Halda áfram að lesa

Innlent

Landlæknir spurður út í bólusetningar vegna COVID-19

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir að landlæknir veiti upplýsingar um hvernig staðið hefur verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna COVID-19 bólusetningar. Einkum með tilliti til þeirra sem, af heilsufarslegum ástæðum, telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin