Innlent

Ráðherra mælir fyrir frumvarpi um lögfestingu markmiðs um kolefnishlutleysi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis og auðlindaráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til laga sem festir í lög markmið um að Ísland nái kolefnishlutleysi árið 2040.

Lögfesting markmiðsins er mikilvægur áfangi í vegferð Íslands að kolefnishlutleysi. Kolefnishlutleysi telst vera náð þegar losun kolefnis er ekki meiri en sem nemur bindingu þess. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um loftslagsmál og er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá árinu 2017 og uppfærða aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagmálum.

Kolefnishlutleysi er lykilþáttur í Parísarsamningnum sem hefur það að markmiði að halda hnattrænni hlýnun innan við 2 °C og eins nálægt 1,5 °C og hægt er. Hnattrænt markmið um kolefnishlutleysi er grundvallaratriði í baráttunni við loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra og er Ísland í hópi þeirra fjölmörgu ríkja heims sem hafa þegar sett fram markmið um kolefnishlutleysi.

Eigi það markmið að nást þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda alls staðar þar sem því verður við komið og auka bindingu kolefnis í jarðvegi, gróðri, bergi eða með öðrum varanlegum hætti. Þó Ísland sé framarlega er kemur að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, er samfélagið enn að miklu leyti háð jarðefnaeldsneyti, sérstaklega varðandi samgöngur. Það sama gildir um suma af stærstu atvinnuvegum landsins, s.s. sjávarútveg og ferðaþjónustu og eins má rekja stóran hluta losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi til stóriðju.

„Lögfesting markmiðs um kolefnishlutleysi er afar mikilvægt skref í loftslagsmálum á Íslandi. Það sýnir að okkur er alvara. Með lögfestingu markmiðs um kolefnishlutleysi myndi Alþingi setja okkur Íslendinga á sama stað og aðrar þjóðir sem stigið hafa þetta skref og jafnframt setja mikilvægt fordæmi fyrir þær þjóðir sem ekki hafa lögfest slíkt markmið. Hafin er umfangsmikil stefnumótunarvinna þar sem leiðin að markinu verður vörðuð í samtali, samráði og samvinnu við almenning og hagaðila.“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Loftslagsmál – markmið um kolefnishlutleysi

Almannavarnir

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings.

Almenningur er hvattur til að sýna aðgát með opinn eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Það þarf ekki mikinn neista til þess að af verði stórt bál.

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr hættu af gróðureldum https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/ og einnig inn á https://www.grodureldar.is/

Halda áfram að lesa

Alþingi

Forsætisnefnd afgreiðir erindi um siðareglumál

12.5.2021

Forsætisnefnd afgreiddi á fundi sínum 10. maí erindi sem henni barst 18. apríl sl. frá Birni Leví Gunnarssyni alþingismanni þar sem hann óskaði álits forsætisnefndar á því hvort ummæli hans í grein í Morgunblaðinu 3. apríl sl. stæðist siðareglur alþingismanna. Niðurstaða forsætisnefndar er birt í meðfylgjandi bréfi til Björn Levís Gunnarssonar

Var niðurstaðan sú að skilyrði brysti til þess að nefndin tæki erindið til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.

Halda áfram að lesa

Innlent

Landlæknir spurður út í bólusetningar vegna COVID-19

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir að landlæknir veiti upplýsingar um hvernig staðið hefur verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna COVID-19 bólusetningar. Einkum með tilliti til þeirra sem, af heilsufarslegum ástæðum, telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin