Seðlabankinn

Ráðið í tvær stöður í Seðlabankanum

logo-for-printing

28. október 2020

Nýverið hefur verið ráðið í tvær stjórnendastöður í Seðlabanka Íslands. Logi Ragnarsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra upplýsingatækni og gagnasöfnunar hjá Seðlabanka Íslands. Logi (til vinstri á mynd) var framkvæmdastjóri upplýsingatækni í Seðlabankanum sl. tvö ár, en um áramót stækkaði sviðið talsvert er upplýsingatæknisvið Fjármálaeftirlitsins og svið gagnasöfnunar og upplýsingavinnslu í Seðlabankanum bættust við. Áður var Logi framkvæmdastjóri Greiðsluveitunnar frá 2002 til 2018, en hann gegndi einnig stöðu framkvæmdastjóra Auðkennis á tímabilinu 2005-2011. Logi er með BS-gráðu í í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.

Flóki Halldórsson (til hægri á mynd) hefur verið ráðinn forstöðumaður skrifstofu skilavalds á sviði fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands. Flóki var stjórnarmaður hjá Íslandsbanka frá því í mars 2020, en áður var hann framkvæmdastjóri Stefnis frá 2009 til 2019, sjóðstjóri hjá Rekstrarfélagi Kaupþings banka frá 2001 til 2009 og fjárfestingarstjóri hjá Burðarási 2000-2001. Flóki hefur lokið BA-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og Executive MBA-prófi frá Copenhagen Business School, auk þess að vera með próf í verðbréfaviðskiptum.

Til baka

Halda áfram að lesa

Innlent

Grein um fullveldi og peningastefnu birt í nýjustu útgáfu Efnahagsmála

24. júní 2021

Ritið Efnahagsmál nr. 10 með greininni „Fullveldi og peningastefna“ eftir Arnór Sighvatsson hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands. Í greininni er fjallað um peningalegt fullveldi, hvernig hugmyndir um það hafa þróast í gegnum aldirnar og því verið beitt til tekjuöflunar, eflingar viðskipta eða hagstjórnar.

Þá er fjallað um takmörk peningalegs fullveldis, m.a. í ljósi óheftra fjármagnshreyfinga og alþjóðavæðingar viðskiptalífsins, hvernig þróun hagfræðikenninga hefur haft áhrif á skilning stjórnvalda og fræðimanna á hlutverki peningalegs fullveldis, togstreitu sem myndast getur á milli trúverðugleika peningastefnu og þarfar fyrir sveigjanleika í hagsstjórn, valið á milli leiða samtryggingar og sjálfstryggingar og samband fullveldis og athafnafrelsis einstaklinga og fyrirtækja.

Efnahagsmál nr. 10 með umfjöllun Arnórs Sighvatssonar um fullveldi og peningastefnu má nálgast hér: Efnahagsmál nr. 10 – Fullveldi og peningastefna.

Sjá hér nánari upplýsingar um útgefin rit Seðlabanka Íslands: Rit og skýrslur

Halda áfram að lesa

Innlent

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 06/2021

22. júní 2021

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.

Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 05/2021 dagsett 20. maí sl. Grunnur dráttarvaxta, þ.e. lán gegn veði í 7 daga, er því óbreyttur 1,75%.

Dráttarvextir verða því óbreyttir 8,75% fyrir tímabilið 1. – 31. júlí 2021.

Aðrir vextir sem Seðlabanki Íslands tilkynnir verða sem hér segir fyrir tímabilið 1. – 31. júlí 2021:

• Vextir óverðtryggðra útlána verða 3,45% – (voru 3,30%)
• Vextir verðtryggðra útlána verða 1,90%
• Vextir af skaðabótakröfum verða 2,30% – (voru 2,20%)

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 06/2021

Halda áfram að lesa

Innlent

Brot Íslandsbanka hf. á fjárfestingarheimildum vörsluaðila lífeyrissparnaðar

21. júní 2021

Bygging Seðlabanka Íslands

Í desember 2020 barst Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands tilkynning frá Íslandsbanka hf. um brot á heimildum fjárfestingarleiðar vegna séreignarsparnaðar. Í tilkynningunni kom fram að eign umræddrar fjárfestingarleiðar í verðbréfasjóði (UCITS) hafi farið yfir 20% lögmælt hámark af heildareignum fjárfestingarleiðarinnar, sbr. 3. mgr. 39. gr. b. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, á tímabilinu 1.-10. desember 2020.

Sjá nánar: Brot Íslandsbanka hf. á fjárfestingarheimildum vörsluaðila lífeyrissparnaðar

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin