Connect with us

Seðlabankinn

Ráðið í tvær stöður í Seðlabankanum

Birt

on

logo-for-printing

28. október 2020

Nýverið hefur verið ráðið í tvær stjórnendastöður í Seðlabanka Íslands. Logi Ragnarsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra upplýsingatækni og gagnasöfnunar hjá Seðlabanka Íslands. Logi (til vinstri á mynd) var framkvæmdastjóri upplýsingatækni í Seðlabankanum sl. tvö ár, en um áramót stækkaði sviðið talsvert er upplýsingatæknisvið Fjármálaeftirlitsins og svið gagnasöfnunar og upplýsingavinnslu í Seðlabankanum bættust við. Áður var Logi framkvæmdastjóri Greiðsluveitunnar frá 2002 til 2018, en hann gegndi einnig stöðu framkvæmdastjóra Auðkennis á tímabilinu 2005-2011. Logi er með BS-gráðu í í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.

Flóki Halldórsson (til hægri á mynd) hefur verið ráðinn forstöðumaður skrifstofu skilavalds á sviði fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands. Flóki var stjórnarmaður hjá Íslandsbanka frá því í mars 2020, en áður var hann framkvæmdastjóri Stefnis frá 2009 til 2019, sjóðstjóri hjá Rekstrarfélagi Kaupþings banka frá 2001 til 2009 og fjárfestingarstjóri hjá Burðarási 2000-2001. Flóki hefur lokið BA-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og Executive MBA-prófi frá Copenhagen Business School, auk þess að vera með próf í verðbréfaviðskiptum.

Til baka

Lesa meira

Innlent

Fossar GP ehf. skráð sem rekstraraðili sérhæfra sjóða

Birt

on

By

logo-for-printing

26. nóvember 2020

Bygging Seðlabanka ÍslandsFjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Fossar GP ehf. sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 18. nóvember 2020, sbr. 7. gr. laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Í skráningunni felst heimild rekstraraðila til að reka sérhæfða sjóði að því gefnu að verðmæti heildareigna í rekstri aðila fari ekki umfram þau mörk sem kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 45/2020.Til baka

Lesa meira

Innlent

Gagnatöflur vátryggingafélaga – þriðji ársfjórðungur 2020

Birt

on

By

logo-for-printing

25. nóvember 2020

Bygging Seðlabanka ÍslandsFjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt gagnatöflur íslenskra vátryggingafélaga á samandregnu formi fyrir þriðja ársfjórðung 2020. Gagnatöflurnar byggja á ársfjórðungslegum gagnaskilum vátryggingafélaga á móðurfélagsgrunni. Hér er einnig samantekt um þróun helstu stærða úr rekstri skaðatryggingafélaga og líftryggingafélaga á þriðja ársfjórðungi þessa árs.Til baka

Lesa meira

Innlent

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 11/2020

Birt

on

By

logo-for-printing

20. nóvember 2020

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.

Grunnur dráttarvaxta hefur breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 10/2019 dagsett 19. október sl. þar sem grunnur dráttarvaxta, þ.e. lán gegn veði í 7 daga, hefur lækkað þar sem peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að lækka meginvexti um 0,25 prósentur við meginvaxtaákvörðun sína hinn 18. nóvember sl.

Dráttarvextir lækka því að sama skapi um 0,25 prósentur og verða 8,50% fyrir tímabilið 1. – 31. desember 2020.

Aðrir vextir af peningakröfum sem Seðlabanki Íslands tilkynnir verða sem hér segir fyrir tímabilið 1. – 31. desember 2020:

• Vextir óverðtryggðra útlána 3,50%
• Vextir verðtryggðra útlána 2,00%
• Vextir af skaðabótakröfum 2,34%

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 11/2020

Til baka

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin