Stjórnarráðið

Ræddi leiðir að öflugum efnahagsbata á ráðherrafundi OECD

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra tók þátt í ráðherrafundi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í dag og í gær. Meginefni fundarins var að ræða leiðir að öflugum og grænum efnahagsbata sem sé sem flestum til hagsbóta.

Ráðherra var frummælandi í tveimur málstofum á fundinum og ræddi m.a. aðgerðir til að örva hagkerfi ríkjanna, stefnu einstakra ríkja og alþjóðlega samvinnu.

„Það er gríðarleg áskorun fyrir okkur öll að takast á við heimsfaraldur kórónuveiru. Á næstunni er eitt helsta verkefni okkar að koma í veg fyrir að sú mikla aukning atvinnuleysis sem við höfum séð verði varanlegt,“ sagði fjármála- og efnahagsráðherra á fundinum. Hann sagði einnig að á Íslandi væri tekist á við þennan vanda með viðamiklum vinnumarkaðsaðgerðum sem og umfangsmiklu fjárfestingarátaki sem beindist ekki aðeins að þeim innviðum sem fyrir væru heldur einnig að því að efla rannsókna- og þróunarstarfsemi og opinbera tækniinnviði.

„Það er mitt mat að efling stafrænna innviða sé lykilatriði til að hjálpa okkur að komast út úr þessari kreppu sem samkeppnishæfara samfélagi. Við höfum fylgst grannt með þróuninni í Eistlandi og Finnlandi, sem standa framarlega í þessum efnum, og erum þakklát fyrir samstarfið við þessar þjóðir á þessu sviði.“

„Þrátt fyrir að við séum nú í miðjum faraldri er mikilvægt að leggja línur til framtíðar og huga að áætlanagerð til lengri tíma,“ sagði Bjarni og tók sem dæmi að á Íslandi væri nú unnið að því að ljúka síðasta hluta umfangsmikilla breytinga á tekjuskattskerfinu og nýlega hefði verið lögð fram fjármálaáætlun til fimm ára með markmið um stöðvun skuldasöfnunar árið 2025, áður en skuldir færu yfir 60% af landsframleiðslu.

Á fundinum var jafnframt rætt um stefnu ríkja og alþjóðlega samvinnu til lausnar vandanum sem hlýst af heimsfaraldrinum. Bjarni sagði að þegar séð væri fyrir endann á faraldrinum væri brýnt að huga að því að mikilvæga verkefni að endurreisa þrótt opinberra fjármála. „Þetta á ekki síst við í litlum hagkerfum sem reka sjálfstæðan gjaldmiðil eins og Ísland,“ sagði ráðherra.

Bjarni sagði að Ísland hefði sérstakan áhuga á að horfa til grænna lausna til framtíðar. „Orkan sem við nýtum er næstum 100% endurnýjanleg og 40% nýrra bíla í landinu eru annaðhvort rafbílar eða vetnisknúnir og við erum að leita leiða til að auka græna fjárfestingu fyrirtækja með sérstökum skattaafslætti á græna fjárfestingu í kreppunni.“

Halda áfram að lesa

Innlent

Svar við ákalli: Að hlusta á þúsund lækna

101:Þessi frétt mun ekki birtast fyrr en á tillsettri dagsetningu!

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira

Halda áfram að lesa

Innlent

Utanríkisþjónustan eflir kynningu á íslenskri myndlist erlendis

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, undirrituðu í dag samstarfssamning um kynningu á íslenskri myndlist erlendis. Samningurinn er liður í því að efla menningarstarf á erlendri grundu og vekja athygli á íslenskri myndlist og menningararfi. 

Kynning á íslenskri menningu erlendis er á meðal mikilvægustu verkefna utanríkisþjónustunnar að sögn Guðlaugs Þórs. Þar leika sendiskrifstofurnar lykilhlutverk sem kynningar- og markaðsstofur Íslands og festir samningurinn það hlutverk enn frekar í sessi.

„Það er mikil gróska í íslenskri myndlist og listamenn okkar vekja verðskuldaða athygli um allan heim. Við bindum miklar vonir við þetta aukna samstarf við Listasafn Íslands og það er dýrmætt að fá aðgang að allri þeirri reynslu og fagþekkingu sem þar er til staðar. Það er augljóslega hagur okkar að vinna saman að þessu mikilvæga verkefni,“ sagði Guðlaugur Þór við undirritun samningsins. 

Utanríkisráðuneytið og Listasafnið hafa starfað saman um áratugaskeið en með samningnum er lagður grundvöllur að auknu og markvissara samstarfi. Að sögn Hörpu markar samningurinn upphaf nýrra tíma í samstarfinu. 

,,Ég er ánægð með að safneign þjóðarinnar sem Listasafn Íslands varðveitir, sýnir og miðlar með ýmsum hætti hafi þetta hlutverk auk hefðbundins sýningarstarfs. Nú verða sett fram ýmis markmið og sérverkefnum hrundið í framkvæmd til að kynna íslenska myndlist með virkum hætti utan landsteinanna og það eflir auðvitað starfsemi safnsins um leið. Myndlistin verður í öndvegi og ég er ánægð með þessa áherslu utanríkisþjónustunnar,“ sagði Harpa.

Samkvæmt samningnum mun Listasafnið að jafnaði leggja til um 100-150 verk úr safneign sinni sem verða til sýnis á sendiskrifstofum Íslands. Verkin verða valin með faglegum hætti og mun Listasafnið vinna áætlun um áherslur á hverjum stað, m.a. með tilliti til markaðssvæðis og tengsla verkanna eða listamannsins við viðkomandi ríki. Utanríkisráðuneytið leggur til sýningarrými fyrir listaverkin á sendiskrifstofum og bústöðum og mun standa fyrir kynningu á verkunum í samstarfi við Listasafnið og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar.   

Utanríkisþjónustan, Íslandsstofa og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar hafa að undanförnu unnið náið saman að því að kynna íslenska myndlist erlendis og fundið til þess nýstárlegar leiðir á tímum heimsfaraldursins, m.a. með framleiðslu og dreifingu á rafrænu kynningarefni. Þessi samningur við Listasafnið mun styrkja enn frekar þetta mikilvæga samstarf.

Halda áfram að lesa

Innlent

Ávarp á ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna um orkumál

Distinguished Chair, fellow Global Champions, ladies, and gentlemen.

It has been an honour for Iceland to take on the role of Global Thematic Champion – a role which is very much in line with Iceland´s overall commitment to the clean energy transition, at home and abroad.

Allow me to make three key points, reflecting our priorities in this process:

First – to make our food systems more sustainable we need sustainable sources of energy.

Iceland has a history of utilizing sustainable energy – especially geothermal energy – in the production, processing, and value addition of food – be it fisheries, aquaculture, and agriculture.

Through direct multiple-use we have been able to enhance production and minimize waste in the value chain, and this has played a central role in driving domestic economic growth and job creation.

Iceland is working with partners such as the World Bank, IRENA, and SEforALL to help drive such transformation in developing countries. And we are committed to continue to do so, including in Small Island Developing States, where job creation in the sustainable blue economy is especially important.

The upcoming UN Food Systems Summit provides an opportunity to recognize the critical importance of sustainable food systems for our future.

Second – sustainable energy is a key component of the circular economy.

Indeed, to achieve the objectives of the circular economy and shift towards a green economy, the focus cannot only be on innovation and design of products, processes, and materials, but also on sustainability and resource efficiency. This includes that of energy.

In Iceland we have learnt how multi-use of material and energy from geothermal developments and waste heat from industry can benefit range of sectors: high technology, food production and processing, industrial processes, and even tourism.

We are eager to share this knowledge and experience with others.

Third – Iceland has long promoted the need for advancing gender equality in the transition to sustainable energy. Not only is this key for women´s empowerment, including through green job creation, but also a critical to achieving sustainable energy for all.

In Iceland, like elsewhere; energy has largely been a male-dominated sector. Things are moving in the right direction – especially at the highest political level – but there is still a way to go eliminating gender stereotypes and changing social norms is one factor. By careful planning and implementation of policies, companies have also shown that they can achieve impressive results for gender equality.

Mr. Chair

To conclude, let me assure you that Iceland is fully committed to its role as a Global Champion.

To this end, we plan to submit an ambitious Energy Compact at the High-Level Dialogue in September.

We encourage others to do the same.

Thank you.

Ávarpið var flutt á ráðherrafundi um eflingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í tengslum við orkuskipti með jafnræði að leiðarljósi

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin