Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Reykjavíkurleikarnir (RIG) 2022 hefjast um helgina

27.01.2022

 

Reykjavíkurleikarnir (Reykjavík International Games) – RIG 2022, sem Íþróttabandalag Reykjavíkur stendur fyrir í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík,  hefjast um næstu helgi.
Leikarnir skiptast í tvo hluta, líkt og áður, og boðið er upp á fjölbreytta dagskrá viðburða. Fyrri hluti leikanna fer fram dagana 29. janúar – 1. febrúar nk. og seinni hluti leikanna fer síðan fram dagana 2. febrúar – 6. febrúar nk.

Það ættu allir að geta fundið sér spennandi viðburði til að fylgjast með í báðum hlutum leikanna.

Hér er að finna dagskrá leikanna.

Facebook síða leikanna.

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Ársþing BSÍ

23.05.2022Ársþing Badmintonsambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal fimmtudaginn 19. maí sl. Þingið var vel sótt en 46 manns sátu þingið, þar af 40 þingfulltrúar frá aðildarfélögunum.

Þingið gekk vel fyrir sig og endurkjörin til næstu tveggja ára í stjórn sambandsins voru þau Kristján Daníelsson formaður, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðbjörg Jóna Guðlaugdóttir, Arnór Tumi Finnsson og Kristinn Ingi Guðjónsson. Nýir inn í stjórn koma Pétur Hemmingsen og Haukur Þórðarsson.

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og flutti hann ávarp á þinginu.

Halda áfram að lesa

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Ársþing DSÍ

23.05.2022

Ársþing Dansíþróttasambands Íslands (DSÍ) 2022 var haldið þann 18. maí sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Valdimar Leó Friðriksson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var þingforseti og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ ávarpaði þingið.

Atli Már Sigurðsson var kjörinn nýr formaður DSÍ til  eins árs og tekur við af Bergrúnu Stefánsdóttur sem hefur verið formaður sambandsins síðastliðin þrjú ár.

Aðalmenn í stjórn sem kjörnir voru til tveggja ára voru Kara Arngrímsdóttir og Helga Björg Gísladóttir.
Aðalmenn í stjórn sem fyrir voru til eins árs voru Ólafur Már Hreinsson og Magnús Ingólfsson.
Varamenn sem kjörnir voru til eins árs voru Jóhann Gunnar Arnarsson og Ragnar Sverrisson.

Veittar voru heiðranir þeim Örvari Möller og Kjartani Birgissyni fyrir óeigingjarnt starf í þágu dansíþróttarinnar.

Halda áfram að lesa

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Fyrirlestur um anabólíska stera

22.05.2022

Mánudaginn 23. maí mun Ingunn Hullstein, annar af forstöðumönnum vísinda á norsku WADA-rannsóknarstofunni í Osló, halda fyrirlestur undir yfirskriftinni: Anabólískir sterar. Fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum ÍSÍ, Engjavegi 6 í Laugardal (D-sal – 3. hæð) og hefst kl 17:00. Áætluð lengd er u.þ.b. 30 mínútur.

Ingunn er einnig yfirmaður NAPMU (Nordic Athlete Passport Management Unit) sem sjá um svokölluð „vegabréf íþróttamanna. Tilgangur „vegabréfs íþróttamannsins“, Athlete Biological Passport (ABP), er að fylgjast með ákveðnum líffræðilegum breytum hjá íþróttafólki sem gætu bent til eða staðfest lyfjamisferli. Lyfjaeftirlit um allan heim notast við ABP til þess að betur tímasetja lyfjapróf og „target testa“ íþróttafólk.

Fyrirlesturinn verður á mannamáli og er sniðinn að þeim aðilum sem hafa á einhvern hátt, beint eða óbeint, með lyfjamál og/eða fræðslumál að gera hjá sérsamböndum/nefndum innan ÍSÍ sem og íþróttafólki. Að sjálfsögðu eru auk þess allir velkomnir sem hafa áhuga á.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin