Innlent

Ríkið og Landsvirkjun semja um endurgjald vegna nýtingar á réttindum á Þjórsársvæði

Fréttatilkynning frá forsætisráðuneytinu og Landsvirkjun

Forsætisráðuneytið og Landsvirkjun hafa náð samningum um endurgjald vegna nýtingar Landsvirkjunar á vatns- og landsréttindum á Þjórsársvæði innan þjóðlendna.

Kveikjan að samningunum er ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA frá 20. apríl 2016 þar sem endurgjaldslaus afnot af landi og auðlindum í eigu hins opinbera eru talin fela í sér ríkisaðstoð sem stangist á við EES-samninginn. Þáverandi ríkisstjórn féllst á ákvörðunina og síðan hefur verið unnið að samningsgerð.

Samkvæmt samningunum greiðir Landsvirkjun íslenska ríkinu árlegt gjald í 65 ár (frá 1. janúar 2017 að telja). Jafnframt er gert ráð fyrir endurskoðun gjaldsins að þeim tíma liðnum. Þá greiðir Landsvirkjun einnig fyrir nýtingu réttinda frá gildistöku þjóðlendulaga og fram til ársloka 2016. Síðar á þessu ári greiðir Landsvirkjun tæpan 1,5 milljarð króna vegna fortíðarinnar en síðan munu árlegar greiðslur nema um 90 milljónum króna auk verðbóta.

Ekki er gert ráð fyrir að þessar samningsgreiðslur hafi áhrif á arðgreiðslur Landsvirkjunar í framtíðinni. Á síðustu fjórum árum hefur Landsvirkjun greitt íslenska ríkinu 22 milljarða króna í arð.

Ákvörðun á endurgjaldi vegna vatnsréttinda byggir á nærtækum viðmiðum um verðmæti réttinda sem þessara og forsögu þeirra virkjana sem um ræðir. Er þar ekki síst litið til dóms Hæstaréttar í máli nr. 233/2011 þar sem tekist var á um verðmæti réttinda er tengdust Kárahnjúkavirkjun. Tekið er tillit til hagkvæmni virkjunar þannig að gjaldið hækkar eftir því sem stofnkostnaður/orkugeta er lægri. Endurgjald vegna nýtingar landsréttinda tekur mið af niðurstöðum úrskurða matsnefndar eignarnámsbóta og samningum um sambærileg réttindi.

Gert er ráð fyrir að öðrum orkufyrirtækjum, sem eru í sambærilegri stöðu og Landsvirkjun, þ.e. þar sem ósamið er við ríkið vegna eldri virkjana, verði boðnir hliðstæðir samningar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Ég er ánægð með að það sé loksins komin niðurstaða í þetta mál. Landsvirkjun er mikilvæg almannaeign og með þessu er staða hennar styrkt og botn fenginn í þetta álitamál. Jafnframt er undirstrikuð meginreglan um að eðlilegt gjald skuli greitt fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum.“

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar:

Þessi samningur er mikið fagnaðarefni. Þótt Landsvirkjun hafi lögvarinn rétt samkvæmt sérlögum til nýtingar auðlinda á þessu svæði þá hefur ekki áður legið fyrir samkomulag um endurgjald fyrir þá nýtingu. Samningurinn staðfestir nýtingarrétt orkufyrirtækis þjóðarinnar og sá fyrirsjáanleiki er mikilvægur. Vinnsla okkar á orku úr endurnýjanlegum auðlindum þjóðarinnar er mikilvægt framlag til loftslagsmála, auk þess að skapa hagnað. Arðgreiðslur Landvirkjunar í ríkissjóð halda áfram að aukast og við stefnum að því að þær verði 10-20 milljarðar á ári næstu árin.”

Samningur um endurgjald fyrir nýtingu lands- og vatnsréttinda vegna Vatnsfells- og Búðarhálsvirkjunar á Þjórsársvæði innan þjóðlendna

Samningur um endurgjald fyrir nýtingu lands- og vatnsréttinda vegna Sultartangavirkjunar, Hrauneyjarfossvirkjunar, Sigölduvirkjunar og stækkunar Búrfellsvirkjunar á Þjórsársvæði innan þjóðlendna

Innlent

Umræðuferli hjá ESMA er hafið varðandi bestu framkvæmd á grundvelli MiFID 2

15. október 2021

Bygging Seðlabanka Íslands

ESMA hefur sett af stað umræðuferli um tillögur að endurbótum á skýrsluskilum í tengslum við bestu framkvæmd á grundvelli MiFID 2. Tillögurnar eiga að miða að því að tryggja árangursríka og samræmda reglusetningu og eftirlit ásamt því að efla fjárfestavernd.

Hagsmunaaðilar eru hvattir til að senda athugasemdir fyrir 23. desember 2021, sjá nánar á vef ESMA.

Halda áfram að lesa

Innlent

Búist við úrkomu aðfaranótt mánudags á Seyðisfirði

15 Október 2021 15:49

Búist við úrkomu aðfaranótt mánudags á Seyðisfirði

//English below//

//Polski poniżej//

Búist er við úrkomu á Austfjörðum aðfaranótt mánudags og fram á miðvikudagsmorgun. Aukin ákefð er í spánni uppúr hádegi á mánudegi og helst hún fram á hádegi á þriðjudag í hvassri austan eða norðaustan átt. Uppsöfnuð úrkoma gæti orðið 100-120 mm. Af þessum sökum gæti komið til rýmingar í húsum undir Botnabrún á Seyðisfirði einkum í nágrenni við stóra skriðusárið. Ekki er orðið ljóst hversu viðamikil sú rýming yrði og verður tekin ákvörðum um framhaldið um miðjan dag næstkomandi sunnudag. Fólk er vinsamlegast beðið um að fylgjast með veðurspá og fréttatilkynningum á sunnudaginn.

Enn er mikilvægt að sýna aðgæslu vegna umferðar á göngustígum meðfram Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. 

Þá er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins 1717.

//English//

Precipitation is expected on the eve of Monday in Seyðisfjörður

Precipitation is expected in the East Fjords on the eve of Monday and until Wednesday morning. There is increased intensity in the forecast from noon on Monday, and it will remain until noon on Tuesday with sharp easterly or north-easterly winds. Cumulative precipitation could be 100-120 mm. Therefore, there could be evacuations in houses under Botnabrún in Seyðisfjörður, especially in the vicinity of the big landslide wound. It has not become clear how extensive that evacuation would be, and a decision will be made about the next steps mid-day next Sunday. People are kindly asked to monitor the weather forecast and press releases on Sunday.

It is still important to show caution due to traffic on footpaths along the Búðará river and elsewhere where levees direct the landslide flow. 

Also, remember The Red Cross helpline at 1717.

//Polski//

Spodziewane opady deszczu w poniedziałek w nocy w Seyðisfjörður

Opady spodziewane są na Fiordach Wschodnich od poniedziałku nocy do środy rano. Prognoza przewiduje w poniedziałek od godzin południowych wiatr o kierunku  wschodnim lub północno-wschodnim przybierającym  na sile do wtorku do południa. Skumulowane opady mogą wynosić 100-120 mm. W związku z tym może dojść do ewakuacji w domach pod Botnabrún w Seyðisfjörður, zwłaszcza w okolicach osuwiska z zeszłego roku  Nie jest jasne, jak rozległa będzie ta ewakuacja, a decyzje o jej kontynuacji zostaną podjęte w połowie przyszłej niedzieli. Uprzejmie prosimy o śledzenie prognozy pogody i komunikatów prasowych w niedzielę.

Należy zachować ostrożność pod względem przemieszczania się  wzdłuż rzeki Búðará oraz w innych miejscach, gdzie fortyfikacje kierują drogą osuwiska.

Przypominamy również o infolinii Czerwonego Krzyża 1717.

▪ Na stronie Islandzkiego Biura Meteorologicznego znajduje się pasek  powiadomień, gdzie  można uzyskać dostęp do informacji na temat monitoringu oraz nie tylko.

Halda áfram að lesa

Innlent

Ársskýrsla Neytendastofu komin út

15.10.2021

Ársskýrsla Neytendastofu fyrir árið 2020 er komin út.

Í ársskýrslunni er farið yfir lykiltölur og helstu stjórnsýsluverkefni hvers sviðs stofnunarinnar. Þá er gerð grein fyrir nokkrum af öðrum verkefnum sem stofnunin sinnti á árinu, svo sem setningu reglna og umsagna um lagafrumvörp.
Í formála forstjóra eru raktar þær breytingar sem gerðar voru á starfsemi stofnunarinnar árið 2020 með nýjum forstjóra og tilfærslu verkefna frá Neytendastofu.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin