Almannavarnir

Rýmingu aflétt og hættustigi aflýst á Seyðisfirði

Hægt hefur á hreyfingu sem mælist á hryggnum milli skriðusársins frá desember 2020 og Búðarár. Mælingar og athuganir á vettvangi sýna að sprungur hafa opnast undanfarna daga og hryggurinn gliðnað. Þannig hafa líkur aukist á að hann brotni upp. Falli hann fram mun hann að líkindum fara í nokkrum stykkjum. Við því mætti búast í rigningartíð einhvern tíma á næstunni.

Útreikningar sem kynntir voru í gær sýna að allar líkur eru á að varnargarðar og safnþró leiði skriðuna til sjávar og án þess að valda tjóni á mannvirkjum, jafnvel þó hún fari öll í einu.

Í ljósi þess hefur lögreglustjórinn á Austurlandi ákveðið að aflétta rýmingu á þeim fimm húsum sem enn voru rýmd eftir gærdaginn. Íbúum í þeim húsum hefur þegar verið kynnt þessi niðurstaða.

Mælt er með að umferð um göngustíga meðfram Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum verði áfram með aðgæslu.

Hættustig almannavarna sem hefur verið í gildi færist nú á óvissustig.

Engar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar utan þeirra er mælst hafa í hryggnum.

Áfram verði aðgæsla vegna umferðar á göngustígum meðfram Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. 

Fjöldahjálparstöð sem opin hefur verið í Herðubreið hefur nú verið lokað en minnt á íbúafund í Herðubreið næstkomandi fimmtudag. Þá er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins 1717.

Almannavarnir

Mat á aðstæðum enn í gangi á Seyðisfirði. Niðurstaðna frá Veðurstofu Íslands að vænta eftir helgi.

//English below//
//Polski poniżej//

Lítilsháttar hreyfing mældist í dag í hlíðinni á Seyðisfirði milli skriðusársins frá desember 2020 og Búðarár. Hreyfingin er mismikil eftir því hvar mælar Veðurstofu eru staðsettir. Svæðið sem um ræðir er talsvert sprungið og því talið líklegra að það muni falla í smærri brotum fremur en að það fari allt í einu.

Unnið er að mati á því hvort leiðigarðar og safnþró taki við því efni sem óstöðugt er í hlíðinni, jafnvel þó það fari allt í einu. Niðurstaða þess og frekara mat á aðstæðum ætti að liggja fyrir strax eftir helgi.

Engar aðrar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar.

Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi Veðurstofu og almannavarna með íbúum Seyðisfjarðar í dag í Herðubreið.

Herðubreið verður opin á morgun frá klukkan 14 til 16 líkt og verið hefur. Öll velkomin.

Ekki er gert ráð fyrir að íbúar geti snúið til síns heima fyrr en eftir helgi. Öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið er óheimil.

Minnt er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717.

Assessment of ongoing conditions in Seyðisfjörður. Report from the Icelandic Meteorological Office to be expected after the weekend.

Slight movement was detected today on the slope above Seyðisfjörður, between Búðará and the mudflow course from December of 2020. The movement vary depending on where the Meteorological Office’s instruments are located. The area in question has cracked considerably, so it is considered more likely that it will slide in smaller fragments rather than a whole section of the strata shifting at once.

An assessment is underway to determine whether deflecting dams and drainage sumps will be able to receive material that is dislodging in the slope, even if it were to flow all at once. Its conclusion and further assessment of the situation should be available immediately after the weekend.

No other movements have been detected in the slopes above Seyðisfjörður.

This, along with other information, was discussed at the meeting held today between the Meteorological Office, the Department of Civil Protection and the residents of Seyðisfjörður.

Herðubreið will be open tomorrow from 14:00 to 16:00 as usual. Everyone is welcome.

Residents are not expected to be able to return to their homes until after the weekend. All unauthorized traffic in the mudflow area is prohibited.

We would like to remind everyone of the Red Cross helpline — 1717.

Warunki w Seyðisfjörður nadal są poddawane ocenie. Wyników z Islandzkiego Biura Meteorologicznego należy spodziewać się po weekendzie.

Dzisiaj na stoku w Seyðisfjörður został odnotowany niewielki ruch warst gleby został na stoku między między osówiskiem z 2020 roku a rzeką Búðará. Ruch jest różny w zależności od tego, gdzie znajdują się liczniki Urzędu Meteorologicznego. Obszar, o którym mowa, uległ rozwarstwieniu, więc uważa się, że bardziej prawdopodobne jest, że osuwiska zejdą w małych fragmentach niż jako jedna całość.

Podjęto działania starające się ustalić, czy konstrukcje ochraniające oraz zabudowa powstrzymująca przyjmą materiał, który może zejść z niestabilnego zbocza, nawet jeśli stanie się to nagle. Wyniki i dalsza ocena sytuacji powinny być dostępne zaraz po weekendzie.

Na zboczach powyżej Seyðisfjörður nie wykryto żadnych innych ruchów.

To jedna z rzeczy, o których mówiono podczas dzisiejszego spotkania Urzędu Meteorologicznego i Obrony Cywilnej z mieszkańcami Seyðisfjörður w Herðubreið.

Herðubreið będzie otwarte jutro 14:00 – 16:00  podobnie jak do tej pory. Wszystkich zapraszamy.

Nie przewiduje się aby mieszkańcy mogli wrócić do swoich domów zaraz po weekendzie. Wszelki ruch na terenie objętym ryzykiem osuwiska jest zabroniony.

Przypominamy o nr telefonu Rauða krossins 1717.

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Seyðisfjörður: Enn hreyfing á fleka og óviðkomandi umferð um skriðusvæðið óheimil

//English below//
//Polski poniżej//

Hreyfing mælist enn á flekanum sem liggur hægra megin við Búðará (sunnan megin) í skriðusárinu frá desember 2020. Frá sl. laugardegi hefur hann hreyfst sem nemur um 4,5 cm. Engar aðrar hreyfingar hafa mælst í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar og ekki heldur á flekanum við Stöðvarlæk, norðan skriðusársins.

Rigning er talsverð núna á Seyðisfirði, hefur mælst 20 mm í dag. Hún ætti að ganga að mestu niður rétt fyrir miðnætti í kvöld þegar ætti að vera orðið þurrt að kalla. Ekki er gert ráð fyrir rigningu á morgun en lítilsháttar úrkoma á laugardag. Vel er fylgst með öllum mælum í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar.

Rýming mun vara fram yfir helgi.

Herðubreið verður opin á morgun milli klukkan 14 og 16 og alla daga fram yfir helgi meðan rýming varir. Íbúar í húsum á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Vegna úrkomu í dag og óvissu sem henni fylgir, verður ekki í boði fyrir íbúa á rýmingarsvæðum að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Þá er öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið óheimil.

Fulltrúar Rauða krossins, Múlaþings og lögreglu verða í Herðubreið. Allir velkomnir. Minnt er á hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717.

Á bloggsíðu Veðurstofu Íslands er hægt að skoða staðsetningu flekans meðal annars og hreyfingar á speglum, auk þess sem þar má fá ítarlegri upplýsingar um stöðu mála (https://blog.vedur.is/ofanflod).
Einnig er á Veðurstofu Íslands tilkynningarborði þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um vöktun og fleira („Viðvörun Hættustig Almannavarna á Seyðisfirði, vegna hættu á skriðuföllum).

//English below//

Movement is still being detected in the plates and and unauthorized traffic around the mudflow area is not permitted

Some movement is still being detected in the plates to the right of Búðará (south side) in the course that was carved out by the mudflow in December of 2020. As of last Saturday, the plates have moved approximately 4.5 cm. No other movements have been detected in the slope above Seyðisfjörður, nor in the plates by Stöðvarlækur, north of the mudflow course.

Seyðisfjörður is currently experiencing heavy rainfall, which has been measured at 20 mm today. It should die down for the most part shortly before midnight tonight, establishing relatively dry condititions. No rain is expected tomorrow but light rainfall is expected on Saturday. All gauges on the slope above Seyðisfjörður are being monitored closely.

Evacuation will be in effect until the weekend.

Herðubreið will be open tomorrow between the hours of 14:00 and 16:00 and daily until the weekend, while the evacuation protocol is in effect. Residents in evacuation zones are especially encouraged to attend. Due to the rain forecast today, residents in evacuation zones will not be able to enter their homes until after the weekend. All unauthorized traffic in the mudflow area is prohibited.

Representatives of the Red Cross, Múlaþing and the police will be at Herðubreið. Everyone is welcome. We would like to remind everyone of the Red Cross helpline, which can be reached by calling 1717.

On the blog of the Icelandic Meteorological Office, one can view the location of the plates, as well as the movement of mirrors being used to monitor strata activity. The blog also contains detailed information about weather conditions and activity (https://blog.vedur.is/ofanflod).
There is also a bulletin board at the Icelandic Meteorological Office, where information on monitoring activities and more may be obtained („Warning The Department of Civil Protection and Emergency Management has declared a Crisis Level in Seyðisfjörður,due to the risk of mudflows).

//Polski poniżej//

W dalszym ciągu odnotowuje się ruchy warstw gleby – ruch bez zewzwolenia na terenie osuwisk zabroniony 

W dalszym ciągu odnotowuje się ruchy w warstwach gleby, które znajdują się między osówiskiem z 2020 roku a rzeką Búðará (poludniowa strona). Od ostatniego pomiaru w sobotę warstwy przesunęły się o około 4,5 cm. Nie wykryto żadnych innych ruchów na zboczu powyżej Seyðisfjörður ani na zboczu przy Stöðvarlækur, na północ od osuwiska.

Opady w Seyðisfjörður są intensywne, 20 mm na dzień. Przewiduje się ustąpienie znacznych opadów koło północy.  Nie przewiduje się deszczu jutro, w piątek  powinno być sucho, w sobote jednak będzie lekki deszcz. Cały stok jest ściśle monitorowany.

Ewakuacja potrwa przez weekend

Herðubreið będzie otwarte od 14:00 do 16:00 dzisiaj oraz każdego dnia aż do weekendu podczas przeprowadzania ewakuacji. Do wizyt szczególnie zachęca się mieszkańców domów znajdujących się na obszarach ewakuacyjnych. Ze względu na prognozy opadów deszczu oraz ryzyko jakie za tym idzie, mieszkańcy obszarów ewakuacyjnych nie będą mogli wejść do swoich domów przez weekend. Również wszelki ruch na tym obszarze jest surowo zabroniony.

Przedstawiciele Czerwonego Krzyża, Múlaþing i policji będą przebywać w Herðubreið. Wszyscy mile widziani. Przypominamy o Infolinii Czerwonego Krzyża pod tel. 1717.

Na blogu Islandzkiego Biura Meteorologicznego można zobaczyć m.in. lokalizację osuwiska, ruch luster, a ponadto można uzyskać bardziej szczegółowe informacje o stanie rzeczy (https://blog.vedur. jest/ofland).

Islandzkie Biuro Meteorologiczne posiada również pasek informacyjny, na którym można uzyskać informacje na temat ruchu warstw i nie tylko („Ostrzeżenie stan alarmowy w Seyðisfjörður wprowadzony przez Departament Ochrony Ludności, ze względu na ryzyko osuwisk).

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Enn mælist hreyfing á flekanum

Hreyfing mælist enn á fleka sem liggur hægra megin (sunnan megin) í skriðusárinu frá desember 2020 og Búðarár. Engar aðrar hreyfingar hafa mælst í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar og engin hreyfing þar af í stórum fleka norðan megin skriðusársins frá desember 2020.

Með því að fara á bloggsíðu Veðurstofu Íslands er hægt að skoða staðsetningu flekans meðal annars og hreyfingar á speglum, auk þess sem þar má fá ítarlegri upplýsingar um stöðu mála (https://blog.vedur.is/ofanflod).  Sjá einnig borða inn á vefnum hjá Veðurstofu Íslands.

Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu á morgun. Ný og nákvæmari spá mun liggja fyrir síðar í dag frá Veðurstofu Íslands.
Rýming mun vara fram yfir helgi.

Herðubreið verður opin milli klukkan 14 og 16 í dag sem og aðra daga meðan rýming varir. Einnig verður opið um helgina á sama tíma. Íbúar í húsum á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Þeir munu fá aðstoð við að fara að og huga að húsum sínum hafi þeir hug til þess.

Fulltrúar Rauða krossins, Múlaþings og lögreglu verða í Herðubreið. Allir velkomnir.

Minnt er á hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin